Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ekki Seðlabankans að huga að atvinnustiginu

Rík­is­stjórn­in tel­ur ekki æski­legt að bæta at­vinnu­mark­miði inn í seðla­banka­lög líkt og Ný­sjá­lend­ing­ar gerðu í fyrra. Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, lektor við HÍ og um­sækj­andi um stöðu seðla­banka­stjóra, ótt­ast að efna­hags­áföll fram­tíð­ar geti orð­ið af­drifa­rík fyr­ir at­vinnu­stig á Ís­landi.

Ekki Seðlabankans að huga að atvinnustiginu
Verðbólgumarkmið að leiðarljósi Ríkisstjórnin stendur fyrir heildarendurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Áfram verður stuðst við verðbólgumarkmið sem meginmarkmið peningastefnunnar. Mynd: Pressphotos.biz

Ríkisstjórnin telur ekki æskilegt að binda í lög að Seðlabanki Íslands skuli styðjast við markmið um hátt atvinnustig til viðbótar við markmið um verðstöðugleika, fjármálastöðugleika og trausta og örugga fjármálastarfsemi. Atvinnustigsmarkmið kynnu að stangast á við markmið um verðstöðugleika. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til nýrra seðlabankalaga. 

Nýsjálendingar hverfa frá einhliða verðbólgumarkmiði

Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í fjármálum og reikningsskilum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hefur hvatt til þess að markmið um atvinnustig verði lögfest við heildarendurskoðun seðlabankalaga. Slík lagabreyting var gerð í Nýja-Sjálandi í fyrra en Grant Robertson, fjármálaráðherra landsins, sagði að með því yrði viðurkennt hve mikilvægt sé að beita peningastefnunni til að styðja við raunhagkerfið og verðmætasköpun í landinu. Þannig fengi Seðlabanki Nýja-Sjálands „tvíþætt umboð líkt og tíðkast í löndum á borð við Bandaríkin, Ástralíu og Noreg“. 

Innleiddu atvinnustigsmarkmiðRíkisstjórn Nýja-Sjálands réðist í breytingar á seðlabankalögum þar í landi í fyrra. Á myndinni má sjá fjármálaráðherrann Grant Robertson ásamt Jacindu Ardern forsætisráðherra.

Breytingin er athyglisverð í ljósi þess að Nýja-Sjáland ruddi brautina með innleiðingu einhliða verðbólgumarkmiðs árið 1990 en í kjölfarið gerðu tugir annarra ríkja slíkt hið sama, meðal annars Íslendingar með lagabreytingu árið 2001 þar sem markmið um fulla atvinnu var fjarlægt úr seðlabankalögum og verðstöðugleiki gerður að meginmarkmiði peningastefnunnar. 

Evrusvæðið laskað vegna verðbólguþráhyggju

Adam Tooze, prófessor í hagsögu við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, birti nýlega grein í vefritinu Social Europe þar sem hann rekur hvernig einstrengingsleg áhersla á verðstöðugleika hefur viðhaldið gríðarlegu atvinnuleysi á evrusvæðinu og staðið í vegi fyrir efnahagslegri uppbyggingu.

Hann telur að efnahagsþróun undanfarinna áratuga hafi ekki rennt styrkum stoðum undir röksemdir þeirra sem töldu að einhliða verðbólgumarkmið myndi ýta undir atvinnu til langs tíma. Þannig hafi til að mynda Seðlabanki Bandaríkjanna, með sitt tvöfalda markmið, náð betri árangri en stjórnvöld víða annars staðar í glímunni við verðbólgu. Einstrengingsleg verðbólgumarkmið geti orðið til þess að seðlabönkum mistakist að grípa til aðgerða til að örva hagkerfið í tæka tíð og fyrirbyggja verðhjöðnun.

„Mikilvægt að ný lög auki ekki á vandann“

Ásgeir Brynjar, einn þeirra sem sótt hafa um stöðu seðlabankastjóra, vitnar til sjónarmiða Adam Tooze í umsögn sinni um frumvarp til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands. Hann veltir því upp að efnahagsáföll sem Ísland kann að ganga í gegnum á komandi árum geti orðið afdrifarík fyrir atvinnustigið.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár