Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gerum Þýskaland máttugt á ný!

Ann­ar kafli úr þeirri skelfi­legu sögu þeg­ar Ad­olf Hitler náði al­ræð­is­völd­um í Þýskalandi af því Franz von Papen, Kurt von Schleicher og Paul von Hind­en­burg héldu að hinn fyr­ir­lit­legi „aust­ur­ríski lið­þjálfi“ yrði lamb að leika sér við.

Gerum Þýskaland máttugt á ný!

Fyrir hálfum mánuði fjallaði ég hér um aðdraganda þess að Adolf Hitler náði völdum í Þýskalandi í janúar 1933. Hér verður höggvið í sama knérunn og nánar farið í saumana.

Kreppan mikla, sem hófst í Bandaríkjunum 1929, fór fljótlega að bíta illilega í Þýskalandi, atvinnuleysi varð faraldur, síðar bætti bankakrísa síst úr skák. Sérstaka gremju vöktu þá hinar þungbæru stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar höfðu verið nauðbeygðir að fallast á eftir fyrri heimsstyrjöldina. Skaðabótum þessum var ekki síst ætlað að endurreisa þau svæði í Belgíu og Norður-Frakklandi sem voru í rúst eftir hernað Þjóðverja þar 1914–18. Bandamenn höfðu sýnt ýmsa viðleitni til að slaka á greiðslubyrðinni en tóku ekki í mál að fella skaðabæturnar niður.

Ljóst var að ef Þjóðverjar hættu greiðslum einhliða væru þeir í raun að segja sig meira og minna úr lögum við þá alþjóðasamvinnu og alþjóðaefnahagskerfi sem byggð höfðu verið upp að undanförnu.

Múr yrði reistur um Þýskaland! …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár