Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gerum Þýskaland máttugt á ný!

Ann­ar kafli úr þeirri skelfi­legu sögu þeg­ar Ad­olf Hitler náði al­ræð­is­völd­um í Þýskalandi af því Franz von Papen, Kurt von Schleicher og Paul von Hind­en­burg héldu að hinn fyr­ir­lit­legi „aust­ur­ríski lið­þjálfi“ yrði lamb að leika sér við.

Gerum Þýskaland máttugt á ný!

Fyrir hálfum mánuði fjallaði ég hér um aðdraganda þess að Adolf Hitler náði völdum í Þýskalandi í janúar 1933. Hér verður höggvið í sama knérunn og nánar farið í saumana.

Kreppan mikla, sem hófst í Bandaríkjunum 1929, fór fljótlega að bíta illilega í Þýskalandi, atvinnuleysi varð faraldur, síðar bætti bankakrísa síst úr skák. Sérstaka gremju vöktu þá hinar þungbæru stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar höfðu verið nauðbeygðir að fallast á eftir fyrri heimsstyrjöldina. Skaðabótum þessum var ekki síst ætlað að endurreisa þau svæði í Belgíu og Norður-Frakklandi sem voru í rúst eftir hernað Þjóðverja þar 1914–18. Bandamenn höfðu sýnt ýmsa viðleitni til að slaka á greiðslubyrðinni en tóku ekki í mál að fella skaðabæturnar niður.

Ljóst var að ef Þjóðverjar hættu greiðslum einhliða væru þeir í raun að segja sig meira og minna úr lögum við þá alþjóðasamvinnu og alþjóðaefnahagskerfi sem byggð höfðu verið upp að undanförnu.

Múr yrði reistur um Þýskaland! …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár