Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

Dótturfélög útgerðarfélagsins Samherja á Kýpur, sem meðal annars hafa haldið utan um rekstur á arðbærum útgerðum Samherja í Afríku síðastliðin tólf ár, eiga í svo miklum innbyrðis viðskiptum við önnur félög í Samherjastæðunni að þau greiða nær enga skatta á Kýpur. Ástæðan er sú að taprekstur og uppsafnað skattalegt tap félaganna er það mikið að skattgreiðslur félaganna minnka fyrir vikið. Þetta kemur fram í ársreikningum félaganna tveggja, Esju Shipping Limited og Esju Seafood Limited,  fyrir árið 2013 sem Stundin hefur undir höndum. Ársreikningarnir eru merktir í bak og fyrir „ ekki til opinberra nota“, líkt og upplýsingarnar eigi ekki og megi ekki koma fram á opinberum vettvangi.  

Á árunum 2013 og 2014 borguðu þessi tvö félög samtals 22 milljónir króna í skatt á Kýpur en voru á sama tíma með tekjur upp á meira en 12 milljarða króna. Félögin voru og eru í eigu íslensks eignarhaldsfélags sem heitir Polaris Seafood …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár