Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

Dótturfélög útgerðarfélagsins Samherja á Kýpur, sem meðal annars hafa haldið utan um rekstur á arðbærum útgerðum Samherja í Afríku síðastliðin tólf ár, eiga í svo miklum innbyrðis viðskiptum við önnur félög í Samherjastæðunni að þau greiða nær enga skatta á Kýpur. Ástæðan er sú að taprekstur og uppsafnað skattalegt tap félaganna er það mikið að skattgreiðslur félaganna minnka fyrir vikið. Þetta kemur fram í ársreikningum félaganna tveggja, Esju Shipping Limited og Esju Seafood Limited,  fyrir árið 2013 sem Stundin hefur undir höndum. Ársreikningarnir eru merktir í bak og fyrir „ ekki til opinberra nota“, líkt og upplýsingarnar eigi ekki og megi ekki koma fram á opinberum vettvangi.  

Á árunum 2013 og 2014 borguðu þessi tvö félög samtals 22 milljónir króna í skatt á Kýpur en voru á sama tíma með tekjur upp á meira en 12 milljarða króna. Félögin voru og eru í eigu íslensks eignarhaldsfélags sem heitir Polaris Seafood …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár