Undirrita samninga um Finnafjarðarhöfn

Sveit­ar­stjórn­ir Langa­nes­byggð­ar og Vopna­fjarð­ar­hrepps und­ir­rita á morg­un samn­inga við Bremen­ports og verk­fræði­stof­una Eflu um næstu skref við gerð um­skip­un­ar­hafn­ar í Finna­firði.

Undirrita samninga um Finnafjarðarhöfn

Samningar vegna verkefnisins um byggingu umskipunarhafnar í Finnafirði á Norðuausturlandi verða undirritaðir á morgun. Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur standa að verkefninu ásamt þýska fyrirtækinu Bremenports og verkfræðistofunni Eflu.

Annars vegar er um að ræða stjórnunarsamning (Management Agreement) og hins vegar samrekstarsamning (Joint Venture Agreement). Langtímamarkmið hafnarinnar er þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi, eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar um verkefnið. Framkvæmdaaðilar segja svæðið einstakt vegna mikils undirlendis sem megi nota undir hafnsækna starfsemi, en ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, og Jóhannes Kristinsson, kenndur við Fons, eiga stóran hluta lands í nágrenni fjarðarins og hafnarstæðisins.

Verkefnið var styrkt um 18 milljónir af Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðasta haustFyrsti vísir að hafnaraðstöðu í Finnafirði gæti verið kominn í notkun árið 2025, að mati Bremenports. Svæðið bjóði upp á 6 kílómetra hafnarbakka og 1200 hektara athafnasvæði. Hafnaraðstæður séu með besta móti og endurnýjanleg orka sé í boði fyrir hafnsækna starfsemi. Bráðni ísinn á Norðurheimskautinu muni opnast siglingaleiðir á milli Asíu og Bandaríkjanna. Finnafjörður verði hentugasta staðsetningin fyrir umskipunarhöfn á svæðinu. Þá muni höfnin nýtast til að auka öryggi við siglingar á svæðinu og tryggja skipum í hættu aðstoð. Einnig séu uppi hugmyndir um vetnisframleiðslu á svæðinu.

Jarðir Ratcliffe í nágrenninu

Svæðið hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin ár vegna uppkaupa auðmanna á jörðum. James Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands og og eigandi efnaframleiðslurisans Ineos, hefur ásamt viðskiptafélögum sínum keypt upp tugi jarða á Norðausturlandi, með það að markmiði að eignast veiðirétt í laxveiðiám. Ratcliffe hefur lýst því yfir að markmiðið sé að vernda viðkvæmt vistkerfi ánna og hefur talsvert verið gert til að bæta laxgengi í þeim.

Ratcliffe keypti í haust félagið Grænaþing ehf. af Jóhannesi Kristinssyni, viðskiptafélaga sínum. Með kaupunum eignast Ratcliffe 86,67% hlut í Veiðiklúbbnum Streng og þar með veiðirétt í Selá og Hofsá í Vopnafirði auk fleiri eigna. Á hann einnig fjölda annarra jarða í nágrenni tilvonandi athafnasvæðis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár