Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, kallaði eftir því að Evrópuráðsþingið færi sér hægt í aðgerðum gegn kynferðisofbeldi og áreitni á þjóðþingum í ræðu sem hann flutti sem fulltrúi Alþingis á vorþingi Evrópuráðsþingsins nú í kvöld. Í ræðu sinni lýsti Bergþór rangsleitni sem hann telur sig og aðra Miðflokksmenn hafa orðið fyrir í Klaustursmálinu.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni á þjóðþingum sem kynnt var í dag. Mælti hún fyrir ályktunartillögu vegna málsins en þar er lagt til að þeim tilmælum verði beint til aðildarríkja að setja á fót óháða nefnd sem hægt verði að leita til ef starfsmaður viðkomandi þjóðþings verður fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni.
Í skýrslu Þórhildar er minnst lítillega á Klaustursmálið sem dæmi frá Íslandi:
Bergþór kvaddi sér hljóðs og lýsti óánægju með þessi orð. „Ég verð að segja að ég vona að restin af skýrslunni eigi sér styrkari stoðir en sú klausa sem ég vísa til,“ sagði hann.
„Það er alltaf hætta á því að pólitískir andstæðingar noti tækifærið til að ýkja og gera hlutina verri en þeir raunverulega eru í þágu eigin pólitískra hagsmuna. Í málinu sem minnst er á varðandi þingmennina sex á Íslandi, sem sátu á hinum alræmda bar síðasta haust, þá tók það hópinn um fjóra mánuði að fá viðeigandi upplýsingar til að geta gefið raunhæfa mynd af atburðunum sem raunverulega áttu sér stað þetta kvöld. Til að orða það varlega, þá er sú mynd sem birtist þegar afrit af öllum samskiptunum og myndefni úr öryggismyndavélum er skoðað allt öðruvísi en sú sem dregin hafði verið upp mánuðina á undan.“
Kallaði Bergþór eftir því að Evrópuþingið færi sér hægt að því er varðar viðurlög vegna kynferðislegrar áreitni á þjóðþingum.
„Við verðum að fara varlega þegar kemur að viðurlögum, viðurlögum sem verða að vera í takt við alvarleika málsins hverju sinni. Ég hef mínar efasemdir um að nefnd skipuð pólitískum mótherjum geti talist hlutlaus vettvangur til að meta alvarleika mála.“ Lýsti hann áhyggjum af því að sannleikanum og sanngirni yrði kastað fyrir róða. „Ég hvet ykkur öll til að fara ykkur hægt í þessum efnum. Við verðum öll að vinna saman gegn kynjafordómum á öllum sviðum. Sjálfur mun ég gera mitt besta.“
Þórhildur Sunna svaraði Bergþóri fullum hálsi:
Athugasemdir