Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga

„Sam­tals yrði kostn­að­ur rík­is­sjóðs við al­manna­trygg­inga­kerf­ið, ef hætt yrði öll­um skerð­ing­um al­manna­trygg­inga vegna líf­eyr­is­sjóð­stekna bæði elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega, því 46.554 millj­ón­ir króna,“ seg­ir í svari fé­lags- og barna­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ingu Sæ­land.

Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga

Skerðingar almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna elli- og örorkulífeyrisþega skila ríkissjóði samtals 46,5 milljörðum á ári. Þetta kemur fram í svari félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Til samanburðar má nefna að heildarútgjöld ríkissjóðs til háskólastigsins munu nema 43 milljörðum árið 2020 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og heildarútgjöld til sjúkrahúsþjónustu 107 milljörðum.

Ef hætt yrði öllum skerðingum á ellilífeyri myndi það kosta ríkissjóð 42 milljarða en ef hætt yrði öllum skerðingum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega myndi það kosta 37 milljarða. Afnám skerðinga vegna annarra tekna en lífeyrissjóðstekna myndi þannig kosta um 5 milljarða.

Fram kemur í svari ráðherra að ef dregið yrði úr skerðingum með innleiðingu sérstaks 100 þúsund króna frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna yrði kostnaðurinn 16 milljarðar.

Útreikningar taka til þeirra sem hafa fengið ákvarðaðan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins en ráðuneytið bendir á að til viðbótar eru um 6.600 einstaklingar búsettir hér á landi sem hafa náð 67 ára aldri og eru hvorki á hjúkrunarheimili né sjúkrastofnunum og hafa ekki sótt um neinar bætur frá stofnuninni.

„Ekki er hægt að áætla hversu margir þessara einstaklinga hafa ekki sótt um ellilífeyri af þeirri ástæðu að þeir hafa of háar tekjur til að eiga rétt á greiðslum en myndu sækja um greiðslur eftir að tekjuskerðingar ellilífeyris hefðu verið afnumdar eða dregið verulega úr þeim,“ segir í svari ráðherra. „Það er því erfitt að áætla hver kostnaður ríkissjóðs vegna þess yrði en þó má nefna að ef þessir einstaklingar ættu allir rétt á fullum bótum yrði kostnaðurinn rúmlega 20.000 millj. kr. á ári. Líklega yrði kostnaðurinn þó lægri þar sem ólíklegt er að allir ættu rétt til ellilífeyris eða fulls lífeyris auk þess sem reglur um hækkun greiðslna vegna frestunar á töku lífeyris hefðu áhrif til lækkunar fjárhæðarinnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár