Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga

„Sam­tals yrði kostn­að­ur rík­is­sjóðs við al­manna­trygg­inga­kerf­ið, ef hætt yrði öll­um skerð­ing­um al­manna­trygg­inga vegna líf­eyr­is­sjóð­stekna bæði elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega, því 46.554 millj­ón­ir króna,“ seg­ir í svari fé­lags- og barna­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ingu Sæ­land.

Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga

Skerðingar almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna elli- og örorkulífeyrisþega skila ríkissjóði samtals 46,5 milljörðum á ári. Þetta kemur fram í svari félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Til samanburðar má nefna að heildarútgjöld ríkissjóðs til háskólastigsins munu nema 43 milljörðum árið 2020 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og heildarútgjöld til sjúkrahúsþjónustu 107 milljörðum.

Ef hætt yrði öllum skerðingum á ellilífeyri myndi það kosta ríkissjóð 42 milljarða en ef hætt yrði öllum skerðingum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega myndi það kosta 37 milljarða. Afnám skerðinga vegna annarra tekna en lífeyrissjóðstekna myndi þannig kosta um 5 milljarða.

Fram kemur í svari ráðherra að ef dregið yrði úr skerðingum með innleiðingu sérstaks 100 þúsund króna frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna yrði kostnaðurinn 16 milljarðar.

Útreikningar taka til þeirra sem hafa fengið ákvarðaðan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins en ráðuneytið bendir á að til viðbótar eru um 6.600 einstaklingar búsettir hér á landi sem hafa náð 67 ára aldri og eru hvorki á hjúkrunarheimili né sjúkrastofnunum og hafa ekki sótt um neinar bætur frá stofnuninni.

„Ekki er hægt að áætla hversu margir þessara einstaklinga hafa ekki sótt um ellilífeyri af þeirri ástæðu að þeir hafa of háar tekjur til að eiga rétt á greiðslum en myndu sækja um greiðslur eftir að tekjuskerðingar ellilífeyris hefðu verið afnumdar eða dregið verulega úr þeim,“ segir í svari ráðherra. „Það er því erfitt að áætla hver kostnaður ríkissjóðs vegna þess yrði en þó má nefna að ef þessir einstaklingar ættu allir rétt á fullum bótum yrði kostnaðurinn rúmlega 20.000 millj. kr. á ári. Líklega yrði kostnaðurinn þó lægri þar sem ólíklegt er að allir ættu rétt til ellilífeyris eða fulls lífeyris auk þess sem reglur um hækkun greiðslna vegna frestunar á töku lífeyris hefðu áhrif til lækkunar fjárhæðarinnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár