Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga

„Sam­tals yrði kostn­að­ur rík­is­sjóðs við al­manna­trygg­inga­kerf­ið, ef hætt yrði öll­um skerð­ing­um al­manna­trygg­inga vegna líf­eyr­is­sjóð­stekna bæði elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega, því 46.554 millj­ón­ir króna,“ seg­ir í svari fé­lags- og barna­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ingu Sæ­land.

Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga

Skerðingar almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna elli- og örorkulífeyrisþega skila ríkissjóði samtals 46,5 milljörðum á ári. Þetta kemur fram í svari félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Til samanburðar má nefna að heildarútgjöld ríkissjóðs til háskólastigsins munu nema 43 milljörðum árið 2020 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og heildarútgjöld til sjúkrahúsþjónustu 107 milljörðum.

Ef hætt yrði öllum skerðingum á ellilífeyri myndi það kosta ríkissjóð 42 milljarða en ef hætt yrði öllum skerðingum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega myndi það kosta 37 milljarða. Afnám skerðinga vegna annarra tekna en lífeyrissjóðstekna myndi þannig kosta um 5 milljarða.

Fram kemur í svari ráðherra að ef dregið yrði úr skerðingum með innleiðingu sérstaks 100 þúsund króna frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna yrði kostnaðurinn 16 milljarðar.

Útreikningar taka til þeirra sem hafa fengið ákvarðaðan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins en ráðuneytið bendir á að til viðbótar eru um 6.600 einstaklingar búsettir hér á landi sem hafa náð 67 ára aldri og eru hvorki á hjúkrunarheimili né sjúkrastofnunum og hafa ekki sótt um neinar bætur frá stofnuninni.

„Ekki er hægt að áætla hversu margir þessara einstaklinga hafa ekki sótt um ellilífeyri af þeirri ástæðu að þeir hafa of háar tekjur til að eiga rétt á greiðslum en myndu sækja um greiðslur eftir að tekjuskerðingar ellilífeyris hefðu verið afnumdar eða dregið verulega úr þeim,“ segir í svari ráðherra. „Það er því erfitt að áætla hver kostnaður ríkissjóðs vegna þess yrði en þó má nefna að ef þessir einstaklingar ættu allir rétt á fullum bótum yrði kostnaðurinn rúmlega 20.000 millj. kr. á ári. Líklega yrði kostnaðurinn þó lægri þar sem ólíklegt er að allir ættu rétt til ellilífeyris eða fulls lífeyris auk þess sem reglur um hækkun greiðslna vegna frestunar á töku lífeyris hefðu áhrif til lækkunar fjárhæðarinnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu