Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Húsnæðisliður brottfelldur á tímum raunlækkunar fasteignaverðs

Sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­in verð­ur fram­lengd þvert á til­lögu sér­fræð­inga­hóps sem taldi hana helst gagn­ast þeim tekju­hærri. 80 millj­arða fram­lag rík­is­stjórn­ar­inn­ar til lífs­kjara­samn­inga felst með­al ann­ars í lækk­un tekju­skatts, hækk­un á skerð­ing­ar­mörk­um barna­bóta, leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs og upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næð­is. Flest­ar að­gerð­irn­ar fela í sér veru­leg­ar lífs­kjara­bæt­ur til hinna tekju­lægri en nokkr­ar af breyt­ing­un­um gætu orð­ið um­deild­ar.

Húsnæðisliður brottfelldur á tímum raunlækkunar fasteignaverðs
Stór áfangi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti umfangsmikið framlag stjórnvalda til svokallaðra lífskjarasamninga sem gætu orðið til þess að friður ríki á vinnumarkaði út kjörtímabilið. Mynd: Pressphotos.biz

Bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til meira en 25 ára, tekjuskattslækkun í þágu lágtekjufólks, lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði, hærri skerðingarmörk barnabóta og kraftmikil uppbygging félagslega húsnæðiskerfisins.

Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að ráðast í á kjörtímabilinu vegna kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir í vikulegum pistli í dag að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kom með að borðinu hafi verið lykillinn að því að hægt var að ljúka samningum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í pistli í Fréttablaðinu í dag að ríkisstjórnin hafi lagt sérstaka áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. „Það gerum við með skattkerfisbreytingum og nýju lágtekjuþrepi sem lækkar skattbyrði hinna tekjulægri og hækkun barnabóta,“ skrifar hún og bætir við: „Fjölskylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þúsund krónum meira úr að spila á ári vegna samanlagðra breytinga sem ríkisstjórnin gerir, þ.e. lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta.“

Sérfræðingahópur mótfallinn framlengingu

Eitt af því sem stendur til er að framlengja heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán um tvö ár til viðbótar þrátt fyrir að sérfræðinganefnd og stýrihópur stjórnvalda um breytingar á skattkerfinu hafi lagst gegn því að það yrði gert.

„Nýting þess hefur einkum verið hjá þeim sem hærri tekjur hafa,“ segir í skýrslu sérfræðingahópsins sem kynnt var í febrúar.

„Sérfræðingahópur og stýrinefnd telja að þetta úrræði sé ekki til þess fallið að styðja við fólk á húsnæðismarkaði, sem hefur lágar tekjur, og gera því ekki tillögu um framhald þessa úrræðis.“ Úrræðið kostaði hið opinbera um 2 milljarða króna í ár. 

Húsnæðisliðnum kippt út á tímum raunlækkunar fasteignaverðs

Þá verður lögum um vexti og verðtryggingu breytt á þann veg að vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis verði grund­völl­ur verðtrygg­ing­ar á nýj­um neyt­endalán­um.

Þessi breyting á að koma til framkvæmda árið 2020, sem er athyglisvert í ljósi þess að flest bendir til þess að fasteignaverð muni lækka að raunvirði næstu árin og húsnæðisliðurinn vega upp á móti verðbólguþrýstingi.

Í spá greiningardeildar Arion banka, sem kom út 2. apríl, skömmu eftir fall WOW air, er gert ráð fyrir að raunverð húsnæðis muni lækka verulega næstu þrjú ár. Þannig er ósennilegt að brottfall húsnæðisliðarins gagnist lántakendum á samningstímanum. 

Verðtryggingin í skotlínunni

Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður frá og með 2020 óheim­ilt að veita verðtryggð jafn­greiðslu­lán til neyt­enda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skil­yrðum. „Rök­in fyr­ir þessu fel­ast fyrst og fremst í þeim ókost­um verðtryggðra jafn­greiðslu­lána að verðbót­um er bætt við höfuðstól láns­ins og greiðslu þeirra frestað þannig að eigna­mynd­un verður hæg­ari en ella og lík­ur á nei­kvæðu eig­in fé lán­taka aukast.“

Undanfarin ár hafa vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána verið lægri en raunvextir óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána er talsvert hærri en verðtryggðra lána í byrjun lánstíma og hafa því tekjulágir og ungt fólk frekar átt þess kost að standast greiðslumat og taka verðtryggðu lánin við kaup á húsnæði.

Í nýlegu Fjármálastöðugleikariti Seðlabankans kemur fram að undanfarna mánuði hafi orðið sú breyting að heimilin færi sig í síauknum mæli yfir í óverðtryggð húsnæðislán með fasta vexti. „Það bendir til þess að íslensk heimili reyni í auknum mæli að tryggja sig fyrir mögulegri verðbólgu og hækkandi vaxtastigi, jafnvel þótt það geri það að verkum að mánaðarleg greiðslubyrði verði hærri en ella í upphafi lánstímans,“ segir í ritinu. „Því má færa rök fyrir því að íslensk heimili hafi dregið þann lærdóm af efnahagskreppunni 2008 að draga úr áhættu þegar óvissa eykst.“

Minna vægi verðtryggingar leiði til lægri raunvaxta

Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson hefur fært fyrir því rök að með minna vægi verðtryggingar megi hækka greiðslubyrði þeirra lána sem bjóðast til skamms tíma, þrýsta þannig niður húsnæðisverði enn frekar en spáð er og í raun neyða Seðlabanka Íslands til að lækka vexti til að fyrirbyggja verðhjöðnun. „Það er fullkomlega eðlilegt að vænta þess að afnám verðtryggingar lækki raunvexti á Íslandi,“ skrifar hann í pistli á vef sínum.

Áhrifafólk innan verkalýðshreyfingarinnar hefur horft mjög til röksemda Ólafs sem hefur gagnrýnt Seðlabanka Íslands og ýmsar viðteknar hagfræðihugmyndir harðlega. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og formaður bankaráðs Seðlabankans, varar hins vegar við hugmyndum um að þvinga Seðlabankann til að lækka vexti með því að skapa hættu á verðhjöðnun. „Ef hugmyndin er að koma af stað alvarlegri kreppu á húsnæðismarkaði til að lækka vexti þá finnst mér það vægast sagt léttgeggjuð hugmynd“, segir hann á Facebook. 

Ný tegund húsnæðislána

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að unnið verði með aðilum vinnumarkaðarins að því að finna skynsamlegar leiðir og útfærslur á þeim til að auðvelda ungu fólki og tekjulágum fyrstu fasteignakaup.

„Ein mögulegra leiða er að veitt verði sérstök lán (t.a.m. Íbúðalánasjóður) með þeim skilmálum að höfuðstóllinn geti svarað til tiltekins hlutfalls af markaðsvirði eignarinnar“, segir í yfirlýsingunni. „Slík „hlutdeildarlán“ bæru lægri vexti og afborganir fyrstu árin og gerðu tekjulágum kleift að komast yfir útborgunarþröskuldinn þar sem krafa um eigið fé væri lægri. Hlutdeildareigandi fengi endurgreitt þegar eigandi seldi viðkomandi íbúð eða greiddi lánið upp á matsvirði.“

Horft til þess að hrinda í framkvæmd tillögum sem koma fram í nýrri skýrslu frá starfshópi félagsmálaráðherra um lækkun þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað. Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, leiddi þá vinnu en Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnti niðurstöðurnar á fréttamannafundi í dag.

Meðal tillagna starfshópsins eru tvær nýjar tegundir húsnæðislána; startlán og eiginfjárlán. „Með startlánum myndi ríkið veita viðbótarlán með háum veðhlutföllum og hagstæðum vöxtum til afmarkaðra hópa sem eiga sérstaklega erfitt með að eignast húsnæði. Startlán verði háð því að um hagkvæmt húsnæði sé að ræða sem er í samræmi við þarfir lántaka. Tiltekinn hluti startlána gæti verið tengdur nýjum íbúðum til þess að auka framboð nýs, hagkvæms húsnæðis,“ segir í tilkynningu á vef velferðarráðuneytisins. „Með eiginfjárláni myndi ríkið veita lán sem geta numið 15-30% af kaupverði og eru án afborgana. Eiginfjárlán lækka bæði þröskuld útborgunar og greiðslugetu og gætu nýst t.d. þeim hópi sem ekki ræður við greiðslubyrði startlána. Eiginfjárlán verði afmörkuð við hagkvæmt húsnæði og hægt að nota þau til að skapa aukinn hvata til byggingar slíks húsnæðis. Höfuðstóll eiginfjárlána tekur breytingum með markaðsvirði íbúðarinnar. Lánið endurgreiðist við sölu íbúðar eða eftir 25 ár. Lántaki má greiða lánið upp fyrr á matsvirði eða í áföngum og hefur hvata til þess því eftir fimm ár reiknast hóflegir vextir á lánið.“

Á meðal annarra tillagna er að tekjulágir geti fullnýtt skattfrjálsan húsnæðissparnað, að skilyrði um fyrstu kaup verði rýmkuð, að fresta megi afborgunum af námslánum LÍN um fimm ár, að vaxtabótum verði beint að tekjulægri hópum og að afsláttur af stimpilgjaldi við fyrstu kaup verði 200 þúsund kr.

80 milljarða framlag ríkisins

Heildarumfang aðgerðanna sem ríkisstjórnin ræðst í á kjörtímabilinu vegna kjarasamninganna nemur um 80 milljörðum. Þar munar mest um skattalækkanirnar og hækkun barnabóta en samanlagt geta breytingar á tekjuskattskerfi og barnabótum aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu um allt að 411 þúsund krónur á ári.

Stjórnvöld munu beita sér fyrir því að óverðtryggð íbúðalán verði valkostur fyrir alla tekjuhópa. Þá verður veitt heimild til að ráðstafa 3,5 prósentum lífeyrisiðgjalds skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Svo dæmi sé tekið gæti þannig sambúðarfólk með samtals 650 þúsund krónur í mánaðarlaun valið að nýta sér 273 þúsund krónur skattfrjálst til öflunar húsnæðis. Þá munu ríki og sveitarfélög stuðla að verðstöðugleika með því að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5 prósent árið 2020 og minna ef verðbólga er minni. 

Hér má lesa plagg ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna lífskjarasamningsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár