Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dómur Landsréttar vegna umfjöllunar um hvarf Íslendings

Stund­in og fyrr­ver­andi blaða­mað­ur eru dæmd til að greiða 3,6 millj­ón­ir króna vegna um­fjöll­un­ar um hvarf Frið­riks Kristjáns­son­ar í Parag­væ. Lands­rétt­ur komst að þeirri nið­ur­stöðu að ónefnd­ur Ís­lend­ing­ur í grein­inni sé Guð­mund­ur Spar­tak­us Óm­ars­son.

Dómur Landsréttar vegna umfjöllunar um hvarf Íslendings
Friðrik Kristjánsson Hvarf sporlaust í Paragvæ árið 2013.

Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn Atla Má Gylfasyni, fyrrverandi blaðamanni Stundarinnar, að Stundinni beri að greiða Guðmundi Spartakusi 1,2 milljónir króna í miskabætur vegna umfjöllunar um hvarf Friðriks Kristjánssonar í desember 2016.

Friðrik Kristjánsson hvarf í Paragvæ árið 2013 og leituðu íslensk lögregluyfirvöld að honum án árangurs. Hluti leitarinnar, líkt og kom fram í grein Stundarinnar, sneri að því að ná sambandi við Guðmund Spartakus Ómarsson, þar sem hann hafði einnig verið staðsettur í Paragvæ, en lögreglan hafði lengi vel ekki árangur sem erfiði.

Í grein Stundarinnar kom meðal annars fram að lögreglan hafði fengið ábendingu um að Friðrik hefði verið myrtur og að ábendingunni fylgdi að ónefndur Íslendingur hefði sýnt öðrum Íslendingi höfuð hans í myndsímtali. Landsréttur kemst að þeirri niðurstöðu að fyrrnefndur ónefndur Íslendingur sem tilgreindur er í greininni og lögregla fékk ábendingu um að hefði játað morð í símtalinu, sé Guðmundur Spartakus Ómarsson.

Þá er niðurstaða Landsréttar sú að Stundinni beri að tilgreina niðurstöður dómsins innan fjórtán daga frá því hann féll 23. mars, eða sæta ellegar dagsektum upp á 50 þúsund krónur á dag.

Hér er niðurstaða Landsréttar birt.

Athugasemd ritstjórnar:

Hvergi kemur fram í umfjöllun Stundarinnar að Guðmundur Spartakus Ómarsson sé ónafngreindi Íslendingurinn sem lögreglu var tilkynnt um að hefði játað morðið á Friðriki Kristjánssyni á Skype. Aldrei stóð til af hálfu ritstjórnar Stundarinnar að halda því fram og teljast má ábyrgðarhluti af dómstóli að gefa sér slíka niðurstöðu, kynna hana og leiða af henni refsiábyrgð fjölmiðils sem gerir það ekki. Hins vegar kemur Guðmundur Spartakus við sögu í máli Friðriks á þann hátt að lögregla leitaði hans um langt skeið til þess að afla upplýsinga um hvarfið. Þá hefur verið fjallað um Guðmund Spartakus í fjölda íslenskra fjölmiðla, meðal annars í tengslum við umfjöllun í Paragvæ.

Niðurstaða Landsréttar

Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Stefndi áfrýjaði hins vegar ekki fyrir sitt leyti þeirri niðurstöðu héraðsdóms að málinu yrði ekki vísað frá. Kemst sú krafa stefnda því ekki að í málinu. Þá þykja ekki þeir efnisannmarkar á héraðsdómsstefnu málsins að varði frávísun frá héraðsdómi án kröfu.

Áfrýjandi krefst ómerkingar á 30 nánar tilgreindum og tölusettum ummælum. Þeir kaflar í viðkomandi umfjöllunum eða viðtölum, þar sem ummælin birtust, verða raktir hér á eftir í málsgreinum 15-19. Ummælin sjálf, sem krafist er að verði ómerkt, verða auðkennd meðhallandi letri.

Áfrýjandi krefst ómerkingar á 13 nánar tilgreindum ummælum, sem hann tölusetur sem ummæli 1-13 og birtust í prentmiðlinum Stundinni 1. desember 2016: „A, [...], hvarf sporlaust í Paragvæ. Vitni hefur gefið sig fram við íslensku lögregluna ogsagt frá afhöfðun. [1] Ónefndur Íslendingur er sagður hafa sýnt höfuðið á Skype.“, „A, [...], hvarf sporlaust í Paragvæ eftir að hafa ánetjast fíkniefnum. Íslendingur, sem búsettur var í Amsterdam, greindi lögreglu frá því að hann hefði séð [2] ónefndan Íslending halda á afskornu höfði hans í samtali á Skype og hrósaðsér af því að hafa myrt hann.“, „Guðmundur Spartakus er fæddur 1986 en Cándido fullyrðir að umræddur Guðmundur sé hægri hönd B sem nú situr í fangelsi í Brasilíu. Þá sagði hann enn fremur í frétt sinni [3] að Guðmundur Spartakus hafi verið afar umfangsmikill í eiturlyfjaviðskiptum í þessum löndum.“, „Hann spyr þann ónefnda hvað væri að frétta af A, hvar hann væri. [4] Sá ónefndi segir að það hafi slegið í brýnu á milli þeirra með þeim afleiðingum að hann hafi ákveðið að drepa A. Jón trúði ekki sínum eigin eyrum og biður ónefnda Íslendinginn um að hætta þessu rugli, þótt það sé 1. apríl þá væri þetta ekki fyndið. [5] Ónefndi Íslendingurinn sagðist einfaldlega ekki hafa getað gert annað en að drepa A því hann hafi ekki þolað hann. Jón endurtók að þetta væri bara alls ekkert fyndið og spyr ítrekað hvar A sé. Sá ónefndi sagði þá við Jón að hann skyldi sýna honum svolítið svakalegt og biður Jón um að hinkra aðeins. Jón sér að sá ónefndi stendur upp frá tölvunni en hann virtist sitja við skrifborð. Bakvið þann ónefnda var lítill ísskápur sem flestir myndu eflaust kalla „mini-bar“ en þangað gekk sá ónefndi rakleiðis frá skrifborðinu. Hann opnar ísskápinn og tekur út glæran plastpoka. [6] „Hér er hann. Hér er A,“ sagði ónefndi Íslendingurinn og lyfti plastpokanum í átt að vefmyndavélinni á fartölvunni. Jón var í áfalli.[7] Hann sá afskorið höfuð í pokanum. Höfuð sem líktist A. Illa farið höfuð sem blóðið draup enn úr. Sundurskorið andlit, með brotinn kjálka og annað augað hékk út úr hauskúpunni. „Hvað gerðist eiginlega?!“ spyr Jón. [8] Sá ónefndi sagðist hafa fengið nóg af A og hér hafi höfuð hans endað. Afskorið í glærum plastpoka.“, „Þann 12. apríl 2013 komst fréttastofa Stöðvar 2 á snoðir um hvarf A. Í fréttatíma sama kvöld var greint frá því að grunur léki á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur í Suður-Ameríku. Mannsins væri saknað og að ekkert hafi til hans spurst en að lögreglunni hafi borist ábendingar um að honum hafi verið ráðinn bani. [...] Þetta var fyrsta umfjöllunin sem birtist í íslenskum fjölmiðlum um hvarf A. Þær áttu eftir að verða fleiri og umfangsmeiri. Lögregluyfirvöld á Íslandi fóru strax að rannsaka málið og beindust sjónir þeirra að þessum [9] ónefnda Íslendingi sem Jón sagðist hafa séð halda á afskornu höfði A.“, „Sagt er frá því í frétt Fréttablaðsins að fregnir hafi borist af því að Guðmundar Spartakusar væri enn leitað í Paragvæ. Á tímapunkti var talið að bæði Guðmundur Spartakus og A væru týndir í Suður-Ameríku. Fram kom í fréttinni að [10] Guðmundur væri [...]grunaður um að vera einn höfuðpaura í umfangsmiklum smyglhring ásamt mönnum frá Brasilíu og Paragvæ.“,„Paragvæsk yfirvöld gátu ekki staðfest við okkur í upphafi að Guðmundur Spartakus hefði komið inn í landið því vegabréfaeftirliti í landinu var ábótavant. Við fengum staðfestingu á því að Guðmundur væri í Paragvæ þegar lögreglan stöðvaði hann í nóvember 2013. Þessi staðfesting sem Karl Steinar vitnar til birtist í paragvæska fjölmiðlinum ABC Color en hann greindi frá því 11. janúar á þessu ári að hinn 31 árs gamli Guðmundur Spartakus, hefði verið stöðvaður af lögreglu í landinu en hann hafi verið á ferð með tveimur mönnum. [...] Þetta voru fyrstu og einu upplýsingarnar sem lögregluyfirvöld á Íslandi höfðu sem staðfestu að Guðmundur Spartakus væri heill heilsu og á ferðinni á umræddu svæði sem talið er að A hafi heimsótt. Lögreglumaðurinn stöðvaði bifreið Guðmundar og tveggja paragvæska félaga hans og tók mynd af vegabréfi Guðmundar. [11] Honum þótti óvenjulegt að sjá Íslending í slagtogi með þessum mönnum sem voru þekktir meðlimir í glæpagengi frá Salto del Guaira.“, „Frá því leit hófst í byrjun 2013 og þar til fyrir rúmum fimm vikum síðan höfðu lögregluyfirvöld á Íslandi ekki náð tali af Guðmundi Spartakusi. Heimildarmenn innan lögreglunnar hafa staðfest það en það vakti furðu þeirra og annarra þegar lögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sendi bréf á nokkra fjölmiðla hér á landi í nafni Guðmundar Spartakusar þar sem þeim var hótað lögsókn vegna umfjöllunar um hann. Það var vegna umfjöllunar í janúar á þessu ári, en þá greindu íslenskir fjölmiðlar frá frétt Cándido þar sem hann fullyrti [12] að Guðmundur Spartakus væri umfangsmikill eiturlyfjasmyglari sem notaðist við fölsk skilríki og þóttist vera þýskur fasteignasali.“ og „Stundin hefur á undanförnum vikum ítrekað reynt að ná tali af Guðmundi Spartakusi vegna málsins en án árangurs. Haft var samband við fjölskyldumeðlimi, vini og reynt var að koma skilaboðum til hans í gegnum lögfræðing hans Vilhjálm H. Vilhjálmsson. Vilhjálmur hafði þó ekki áhuga á því að hjálpa til við það heldur hótaði lögsókn ef nafn Guðmundar myndi birtast í umfjöllun Stundarinnar. [13] Um hvarf A verður þó ekki skrifað án þess að minnast á nafn Guðmundar.“

Áfrýjandi krefst jafnframt ómerkingar á þrennum nánar tilgreindum ummælum, sem hann tölusetur 14-16 og birtust í vefmiðli Stundarinnar 2. desember 2016: „[14] Íslendingurinn í Paragvæ sem vitni segir hafa sýnt höfuð Aá Skype deildi mynd á Facebook þar sem kvartað er undan vöntun á leigumorðingja, aðeins nokkrum dögum áður en A hvarf.“, „Samkvæmt frásögn Íslendings, sem búsettur var í Hollandi og var í sambandi við A vegna viðskiptanna, [15] átti hann samtal við ónefnda Íslendinginn í Paragvæ daginn eftir, sem samkvæmt vitnisburði Jóns, sagðist hafa „ákveðið að drepa A“.“ og „Vilhjálmur hafnaði því að hjálpa til við að ná sambandi við Guðmund Spartakus, þegar Stundin hafði samband við hann, og hótaði lögsókn ef nafn umbjóðanda hans myndi birtast í umfjölluninni. [16] Um hvarf Averður þó ekki skrifað án þess að minnast á nafn Guðmundar Spartakusarsem talið hefur verið að búi yfir upplýsingum sem geti varpað ljósi á hvarfið.“

Þá krefst áfrýjandi ómerkingar á tvennum nánar tilgreindum ummælum, sem hann tölusetur 17-18 og birtust í viðtali sem stefndi fór í á útvarpsstöðinni Xið 977 1. desember 2016: „Jón er hluti af þessum smyglhring, þetta eru þrír menn sem að eru hluti af þessum smyglhring, það er B[...]. Hann er talinn hafa verið svona höfuðpaurinn í þessu [17] með þessum ónefnda Íslendingi sem að er talinn hafa myrt A, sá var ja staddur í Paragvæ, B var í Brasilíu og þessi Jón sem að A fer að hitta hann var í Amsterdam. Og þarna mynduðu þeir þennan þríhyrning sem að og þessa leið sem að þessi fíkniefni fara sko.“ og „Já þetta er afskaplega erfitt sko því að hérna, ég meina samkvæmt okkar heimildum að þá var hann myrtur í Paragvæ og Paragvæ er eitt spilltasta land í Suður-Ameríku og Karl Steinar greinir frá því til dæmis að sumarið sem hann hverfur hann A 2013 þá fer hann út til Brasilíu til þess að leita að upplýsingum og vísbendingum og reyna að ná tali af [18] þessum ónefnda Íslendingi sem að er sagður hafa myrt hann og sýnt höfuð hans á Facebookog í sömu ferð þá langar honum að fara yfir til Paragvæ, yfir landamærin og tala við lögregluna í Paragvæ en honum var ráðið frá því sumarið 2013 þar sem að bara ástandið í landinu þótti bara mjög ótryggt.“

Áfrýjandi krefst einnig ómerkingar á tvennum nánar tilgreindum ummælum, sem hann tölusetur 19-20 og birtust í viðtali sem stefndi fór í á útvarpsstöðinni Xið 977 30. desember 2016: „Ég meina allavega á tímabili, hann er farinn af landi brott núna, á tímabili var hérna hér á landinu maður sem að menn ja óttuðust um að hérna að færi að gera eitthvað í málinu ef um það yrði skrifað. [19] Og sko, það er nú alveg hægt að tengja meira að segja þessi tvö mál saman, þetta ógeðslega nauðgunarmál... og þennan Íslending sem að hérna ja er talinn hafa haldið þarna á afskornu höfði A.“ og „[20] Og í raun [og]veru er hægt að tengja sko þessi nauðgunarmál ... og þetta mál með A sko að bæði maðurinn sem að hérna var talið að myndi gera mér eitthvert mein og maðurinn sem var talinn hafa haldið þarna höfði A bjó hjá þessum nauðgara þarna á meðan á dvöl hans stóð hér á Íslandi.“

Áfrýjandi krefst enn fremur ómerkingar á 10 nánar tilgreindum ummælum, sem hann tölusetur 21-30 og birtust í viðtali, sem stjórnarformaður Stundarinnar tók við stefnda 1. desember 2016, og birt var í vefsjónvarpi á vefsvæðinu www.sudurnes.is: „Sko þetta hérna er A og árið 2013 að þá týndist þessi maður úti í Paragvæ og núna þremur og hálfu ári seinna erum við hjá Stundinni að fjalla um ja það sem að við að minnsta kosti teljum og ég persónulega afdrif hans úti í Paragvæ [21] aðhann hafi verið myrtur af Íslendingi í Paragvæ og og sá morðingi gengur laus á Íslandi í dag.“, „Sko þetta mál er snúið að því leytinu til, eins og kemur fram í greininni að sko [22] þetta morð er framið út í Paragvæ eftir því sem að við komumst næst ...“, „Það var ekki mikið af upplýsingum sem að lögreglan fékk í þeirri ferð [23] og eftir stendur að A var að öllum líkindum myrtur úti í Paragvæ í algjörri lögleysu af Íslendingi sem að þar var atkvæðamikill í fíkniefnasmygli og var einn af þriggja manna teymi sem að við frá Stundinni greinum frá sem að stóðu að innflutningi á tugum kílóum fíkniefna frá Suður-Ameríku til meginlands Evrópu með hjálp íslenskra burðardýra sem að síðan var breytt yfir í erlend burðardýr þegar það átti að flytja þessi fíkniefni til Íslands.“, „B... er talinn höfuðpaurinní þessum smyglhring [24] og þessi ónefndi Íslendingur sem við tölum um í greininni sem að við teljum að séu allar líkur á að hafi myrt A, hann er í Paragvæ og B er í Brasilíu og þessi Jón sem að A fer að heimsækja hann er í Amsterdam. Og það er þetta þríhyrningsteymi sem að þeir hérna, sem að þeir mynduðu.“, „Það er þá sem að hérna, 1. apríl 2013, það er þá sem að þetta hræðilega Skypesímtal á sér stað með hljóði og mynd [25] þar sem þessi ónefndi Íslendingur segist hafa fengið nóg af A og hafi þess vegna ákveðið að drepa hann og þessi Jón skiljanlega trúði því ekki og bað þennan ónefnda Íslending að vera ekki að gantast með svona hluti þó svo að það væri 1. apríl, þetta væri háalvarlegt mál, bara hvar er A. Og sá gekk þá rakleiðis að mínibar þarna inni á hótelinu sem að þessi Jón telur að hann hafi verið staddur inni á, það var svona lítill mínibar á bak við sig [26] og þar nær hann í glæran plastpoka sem að í er afskorið höfuð sem að blóðið draup enn innan úr og það var illa farið og skorið og hérna brotinn kjálkinn og, ogaugað hékk út úr hauskúpunnieins og lýsingar þessa Jóns eru hjá lögreglunni.“, „Sko það er náttúrulega gott að það komi á framfæri að við hjá Stundinni liggjum ennþá á gögnum sem að við eigum eftir að birta sem að renna frekari stoðum undir frásögn Jóns, meðal annars skjáskot sem að við komum til með að birta. Þar minnist Jón þessi í Amsterdam sem við skulum bara kalla Jón, [27] þar minnist hann á nafn þessa Íslendings sem að er talið að hafi myrt A. Það er skjáskot sem að við erum með og kemur til með að renna frekari stoðum undir frásögn Jóns um [28] að það hafi Íslendingur drepið Aog afhöfðað hann.“ og „En, en ég fékk áhuga á þessu máli fyrir nokkrum mánuðum síðan hvað hafi orðið um þennan mann, þennan íslenska dreng, [...]og hérna og fór að vinna út frá því [29] og þá kemur upp úr krafsinu að, að morðinginn er staddur á Íslandi og í kjölfarið fæ ég alls konar upplýsingar og ég er búinn að ræða margoft við fjölskyldu A og þau viðtöl hafa verið alvegafskaplega erfið. [...]og það er örugglega erfitt að vita til þess að [30] um götur Reykjavíkurborgar gangi hugsanlega morðingi A.“ 

Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðislegu samfélagi við að miðla til almennings upplýsingum um mikilvæg málefni. Ekki verður efast um að efni fréttarinnar átti erindi við almenning. Við slíka umræðu verða fjölmiðlar þó að gæta að friðhelgi einkalífs þeirra sem um er fjallað, eins og kostur er, en við umfjöllun um slík mál vegast sem endranær á, annars vegar tjáningarfrelsið sem varið er af 73. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar réttur einstaklinga til verndar einkalífs síns, sem varinn er af 71. gr. stjórnarskrárinnar. Í 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands segir að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann skal forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki eða fólki, sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Þá segir í lokamálslið 4. gr. siðareglnannaað blaðamenn skuli í frásögnum af dóms-og refsimálum virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.

Umfjöllun stefnda birtist á prenti, í vefmiðlum og í útvarpi að stærstum hluta dagana 1. og 2. desember 2016. Í ljósi þess og framsetningar umfjöllunarinnar verður að líta á efni hennar sem eina heild. Í henni er annars vegar fjallað um tengsl áfrýjanda við eiturlyfjasmygl til og frá Suður-Ameríku og hins vegar er þar fjallað um A, hvarf hans í Suður-Ameríku og að hann hafi verið myrtur af ónefndum Íslendingi, sem ekki verði nefndur „af lögfræðilegum ástæðum“. Stefndi heldur því fram, og bar meðal annars á þá leið fyrir héraðsdómi, að með ónefnda Íslendingnum hefði hann ekki átt við áfrýjanda. Þegar umfjöllun stefnda er á hinn bóginn skoðuð kemur í ljós að nokkuð margt er líkt með ónefnda Íslendingnum og áfrýjanda. Þeir hafi meðal annars báðir verið búsettir í Paragvæ og voru jafnframt báðir staddir hér á landi þegar grein stefnda birtist 1. desember 2016. Báðir eru sagðir þremur árum yngri en A og sömuleiðis eru báðir sagðir hægri hönd nafngreinds Íslendings sem afpláni dóm í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls. Þá eru þeir báðir sagðir tilheyra þriggja manna teymi, sem samanstandi, auk þeirra, af þessum nafngreinda Íslendingi sem afplánar dóm í Brasilíu og nefndum Jóni, sem stefndi segir vera heimildarmann sinn. Með vísan til framangreinds er augljóst að í umfjöllun stefnda eru áfrýjandi og ónefndi Íslendingurinn einn og sami maðurinn.

Ummæli númer 1-2, 4-9, 14-15, 17-21 og 23-30 eru efnislega nokkuð samhljóða og snúa öll að því að ónefndur Íslendingur hafi banað A og meðal annars framvísað afhöggnu höfði hans því til staðfestingar. Áður er komið fram að augljóst sé að með ónefnda Íslendingnum eigi stefndi við áfrýjanda. Stefndi ber samkvæmt 50. og 51. gr. laga nr. 38/2011 og 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga ábyrgð á umfjöllun sinni um áfrýjanda. Þótt áður hafi komið fram í fjölmiðlum að áfrýjandi væri grunaður um annars vegar að vera viðriðinn hvarf A og hins vegar að hafa unnið honum mein gekk stefndi mun lengra í umfjöllun sinni um meint hlutverk áfrýjanda í hvarfi A en áður hafði komið fram. Í framangreindum ummælum bar stefndi áfrýjanda sökum um alvarlegan og svívirðilegan glæp, sem varðar að íslenskum lögum ævilöngu fangelsi. Í málinu liggur ekki fyrir að áfrýjandi hafi verið kærður fyrir hið ætlaða brot, hvað þá að ákæra hafi verið gefin út og dómur fallið. Engin gögn eða upplýsingar í málinu styðja fullyrðinguna, heldur er þar eingöngu vísað til nafnlauss heimildarmanns. Áfrýjandi þarf ekki að þola slíkar órökstuddar ásakanir.

Verða þau ummæli því ómerkt með vísan til 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga.

Ummæli númer 3, 10, 11 og 12 eru öll efnislega á þá leið að áfrýjandi sé þátttakandi í umfangsmiklum eiturlyfjaviðskiptum auk þess sem í ummælum númer 12 sé áfrýjandi einnig sagður notast við fölsk skilríki. Ummæli þessi eru að mestu sama efnis og áður höfðu birst í fjölmiðlum hér á landi. Ummæli númer 3 og 11 eru í umfjöllun stefnda höfð eftir brasilíska blaðamanninum Cándido Figueredo Ruiz,sem starfi við brasilíska fjölmiðilinn ABC Color. Ummæli númer 10 eru endursögn á ummælum sem fram komu í frétt Fréttablaðsins í janúar 2016 og ummæli númer 12 eru sett fram með vísan til umfjöllunar íslenskra fjölmiðla í janúar 2016 sem þá fjölluðu um frétt í brasilíska fjölmiðlinum. Stefndi mátti vera í góðri trú um að þessir fjölmiðlar hefðu við gerð frétta sinna gætt grundvallarreglna, sem fjölmiðlum ber að virða, sbr. meðal annars 1. mgr. 26. gr. laga nr. 38/2011. Er ekki fallist á með áfrýjanda að frétt sú er birtist á vefmiðli Ríkisútvarpsins 15. janúar 2016 undir fyrirsögninni „Íslendingurinn í Paragvæ ekki til rannsóknar“ breyti einhverju um það sem stefndi mátti með réttu telja. Af fréttinni er ljóst að sú fyrirsögn vísar fyrst og fremst til umfjöllunar í fréttinni, sem höfð er eftir brasilíska blaðamanninum, um að málið sé ekki til rannsóknar sökum spillingar hjá lögreglunni í Paragvæ og Brasilíu. Verður því ekki talið að stefndi hafi með þessum ummælum sínum vegið svo að æru áfrýjanda að það hafi farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Eru því ekki efni til að fallast á kröfu áfrýjanda um ómerkingu þessara ummæla.

Ummæli númer 13 og 16 eru nær samhljóða. Um er að ræða fullyrðingu þess efnis að um hvarf A verði ekki skrifað án þess að minnast á nafn áfrýjanda. Þegar stefndi setti fram þessa fullyrðingu í desember 2016 höfðu fjölmiðlar, meðal annars vefmiðill Ríkisútvarpsins fjallað um að áfrýjanda og A væri beggja saknað og að íslenska lögreglan hefði reynt að hafa uppi á áfrýjanda til að kanna hvort og hvað hann kynni að vita um hvarf A. Jafnframt lá fyrir að áfrýjandi hefði við komuna til landsins verið kallaður tilyfirheyrslu um hvarf A og hefði við þá yfirheyrslu haft stöðu grunaðs manns. Framangreint verður talið nægja sem tilefni fyrir stefnda til að setja fram þann gildisdóm sem í fullyrðingunni felst og er því ekki ástæða til að fallast á kröfu áfrýjanda um ómerkingu þessara ummæla.

Áfrýjandi krefst þess jafnframt að ummæli númer 22 verði ómerkt en þau eru svohljóðandi: „... þetta morð er framið úti í Paraguay ...“. Í ummælunum felst fullyrðing um að A hafi verið myrtur í Paragvæ án þess að nafn áfrýjanda komi í það sinn við sögu. Áfrýjandi hefur því ekki hagsmuni af því að fá ummælin ómerkt og er kröfu hans hafnað.

Þótt varast beri að setja frelsi blaðamanna og fjölmiðla til umfjöllunar um einstök mál takmörk með miskabótum sem geta reynst þeim íþyngjandi, en samkvæmt 2. mgr. 50. gr. og 2. mgr. 51. gr. laga nr. 38/2011 ber fjölmiðlaveita ábyrgð á greiðslu skaðabóta sem starfsmanni hennar er gert að greiða samkvæmt þeim ákvæðum, verður að taka tillit til þess að stefndi kaus að fjalla um málið með þeim hætti að við blasti að hann átti við áfrýjanda. Jafnframt kaus hann að birta ljósmynd af vegabréfi áfrýjanda með umfjöllun sinni. Áfrýjandi þykir því eiga rétt á miskabótum sem þykja hæfilega ákveðnar 1.200.000 krónur með nánar tilgreindum vöxtum eins og greinir í dómsorði.

Dóm þennan skal birta og gera grein fyrir honum í samræmi við 2. mgr. 59. gr. laga nr. 38/2011 eins og nánar greinir í dómsorði, að viðlögðum þeim dagsektum sem þar segir, innan 14 daga frá uppkvaðningu dómsins.

Stefnda verður gert að greiða áfrýjanda málskostnað á báðum dómstigum, sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Um gjafsóknarkostnað stefnda fyrir Landsrétti fer samkvæmt því sem segir í dómsorði. Ekki eru efni til að dæma réttargæslu stefnda til greiðslu málskostnaðar.

Dómsorð:

Eftirfarandi ummæli skulu vera dauð og ómerk:

Ummæli í kröfulið 1, „Ónefndur Íslendingur er sagður hafa sýnt höfuðið á Skype“.

Ummæli í kröfulið 2, „ónefndan Íslending halda á afskornu höfði hans í samtali á Skype og hrósaðsér af því að hafa myrt hann“.

Ummæli í kröfulið 4, „Sá ónefndi segir að það hafi slegið í brýnu á milli þeirra með þeim afleiðingum að hann hafi ákveðið að drepa A“.

Ummæli í kröfulið 5, „Ónefndi Íslendingurinn sagðist einfaldlega ekki hafa getað gert annað en að drepa A“.

Ummæli í kröfulið 6, „Hér er hann. Hér er A,“ sagði ónefndi Íslendingurinn og lyfti plastpokanum í átt að vefmyndavélinni á fartölvunni“.

Ummæli í kröfulið 7, „Hann sá afskorið höfuð í pokanum. Höfuð sem líktist A. Illa farið höfuð sem blóðið draup enn úr. Sundurskorið andlit, með brotinn kjálka og annað augað hékk út úr hauskúpunni“.

Ummæli í kröfulið 8, „Sá ónefndi sagðist hafa fengið nóg af Aog hér hafi höfuð hans endað. Afskorið í glærum plastpoka“.

Ummæli í kröfulið 9, „ónefnda Íslendingi sem Jón sagðist hafa séð halda á afskornu höfði A“.

Ummæli í kröfulið 14, „Íslendingurinn í Paragvæ sem vitni segir hafa sýnt höfuð A á Skype“.

Ummæli í kröfulið 15, „átti hann samtal við ónefnda Íslendinginn í Paragvæ daginn eftir, sem samkvæmt vitnisburði Jóns, sagðist hafa„ákveðið að drepa A““.

Ummæli í kröfulið 17, „með þessum ónefnda Íslendingi sem að er talinn hafa myrt A“.

Ummæli í kröfulið 18, „þessum ónefnda Íslendingi sem að er sagður hafa myrt hann og sýnt höfuð hans á Facebook“.

Ummæli í kröfulið 19, „Og sko, það er nú alveg hægt að tengja meira að segja þessi tvö mál saman, þetta ógeðslega nauðgunarmál ... og þennan Íslending sem að hérna ja er talinn hafa haldið þarna á afskornu höfði A“

Ummæli í kröfulið 20, „Og í raun veru er hægt að tengja sko þessi nauðgunarmál ... og þetta mál með Asko að bæði maðurinn sem að hérna var talið að myndi gera mér eitthvert mein og maðurinn sem var talinn hafa haldið þarna höfði A bjó hjá þessum nauðgara þarna á meðan á dvöl hans stóð hér á Íslandi“.

Ummæli í kröfulið 21, „að hann hafi verið myrtur af Íslendingi í Paragvæ og og sá morðingi gengur laus á Íslandi í dag“.

Ummæli í kröfulið 23, „og eftir stendur að A var að öllum líkindum myrtur úti í Paragvæ í algjörri lögleysu af Íslendingi sem að þar var atkvæðamikill í fíkniefnasmygli og var einn af þriggja manna teymi sem að við frá Stundinni greinum frá sem að stóðu að innflutningi á tugum kílóum fíkniefna frá Suður-Ameríku til meginlands Evrópu með hjálp íslenskra burðardýra sem að síðan var breytt yfir í erlend burðardýr þegar aðþað átti að flytja þessi fíkniefni til Íslands“.

Ummæli í kröfulið 24, „og þessi ónefndi Íslendingur sem við tölum um í greininni sem að við teljum að séu allar líkur á að hafi myrt A“.

Ummæli í kröfulið 25, „þar sem þessi ónefndi Íslendingur segist hafa fengið nóg af Aog hafi þess vegna ákveðið að drepa hann“.

Ummæli í kröfulið 26: „og þar nær hann í glæran plastpoka sem að í er afskorið höfuð sem að blóðið draup enn innan úr og það var illa farið og skorið og hérna brotinn kjálkinn og, og augað hékk útúr hauskúpunni“.

Ummæli í kröfulið 27, „þar minnist hann á nafn þessa Íslendings sem að er talið að hafi myrt A“.

Ummæli í kröfulið 28, „að það hafi Íslendingur drepið A og afhöfðað hann“.

Ummæli í kröfulið 29, „og þá kemur upp úr krafsinu að morðinginn er staddur á Íslandi“.

Ummæli í kröfulið 30, „um götur Reykjavíkurborgar gangi hugsanlega morðingi A“.

Að öðru leyti er stefndi, Atli Már Gylfason, sýknaður af ómerkingarkröfum áfrýjanda, Guðmundar Spartakusar Ómarssonar. Stefndi greiði áfrýjanda 1.200.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. desember 2016 til 9. mars 2017 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Birta skal forsendur og dómsorð dóms þessa innan 14 daga í Stundinni og á vefmiðlinum www.stundin.is að viðlögðum 50.000 króna dagsektum.Stefndi greiði áfrýjanda samtals 2.400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.

Allur gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 1.200.000 krónur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Friðriks Kristjánssonar

Sverrir Þór finnst ekki í fangelsi í Brasilíu
FréttirHvarf Friðriks Kristjánssonar

Sverr­ir Þór finnst ekki í fang­elsi í Bras­il­íu

Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, Sveddi tönn, sem í nóv­em­ber ár­ið 2012 var dæmd­ur í 22 ára fang­elsi í Bras­il­íu fyr­ir smygl á tæp­um 50 þús­und e-töfl­um og er tal­inn einn af höf­uð­paur­un­um í al­þjóð­leg­um smygl­hring, virð­ist vera horf­inn í Suð­ur-Am­er­íku. Einn af þeim sem sagð­ur er sam­starfs­mað­ur Sverr­is og tal­inn hafa mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um hvarf Frið­riks Kristjáns­son­ar, Guð­mund­ur Spar­tak­us Óm­ars­son, fór af landi brott á dög­un­um.
Farvegur fíkniefnanna endaði með hryllingi
RannsóknHvarf Friðriks Kristjánssonar

Far­veg­ur fíkni­efn­anna end­aði með hryll­ingi

Frið­rik Kristjáns­son, vin­sæll og efni­leg­ur ung­ur mað­ur úr Garða­bæ, hvarf spor­laust í Parag­væ eft­ir að hafa ánetj­ast fíkni­efn­um. Ís­lend­ing­ur, sem bú­sett­ur var í Amster­dam, greindi lög­reglu frá því að hann hefði séð ónefnd­an Ís­lend­ing halda á af­skornu höfði hans í sam­tali á Skype og hrósa sér af því að hafa myrt hann. Lög­regl­an í Reykja­vík hef­ur nú hand­tek­ið og yf­ir­heyrt einn mann vegna máls­ins.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár