„Veistu, ég fer að blokka þig ef þú hættir ekki að senda mér endalausar Tenerífmyndir!“ voru skýr skilaboð sem ég sendi vini mínum í gegnum snapchat en hann er einmitt staddur í sólinni þar ytra. Ásamt fleiri Íslendingum sem njóta sín núna í sólinni, hitanum og kokteilunum á Tene. Á sama tíma þarf ég og þeir Íslendingar sem ekki eru á spænsku paradísareyjunni að klofa veðurbarðir og veðurbitrir í gegnum skaflana. Í öllum sýnishornum af veðri. Haglél, bylur, svo kemur sól og svo rigning. Allt á sama klukkutímanum! Talandi um veðurguði með valkvíða.
Ekki misskilja mig. Ég samgleðst öllum þeim sem eru í sólinni á Teneríf. Líklega er þetta hrein og klár öfund í mér að vera ekki á Tene þar sem lífið snýst um fátt annað en að að ná sólbekk á besta stað og drekka góða kokteila. Og ég skil þá sem ákveða að dvelja á Kanarí hálfan …
Athugasemdir