Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dæmdar fyrir að valda truflun á flugi með því að standa upp fyrir hælisleitanda

Tvær kon­ur voru dæmd­ar í þriggja mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi til tveggja ára fyr­ir að hafa vald­ið trufl­un með því að standa upp í flug­vél og mót­mæla brott­vís­un vin­ar síns úr landi. Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur komst að þeirri nið­ur­stöðu að að­gerð þeirra hefði vald­ið „veru­legri trufl­un“ og „veru­leg­um óþæg­ind­um“.

Dæmdar fyrir að valda truflun á flugi með því að standa upp fyrir hælisleitanda

Tvær konur sem stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla ólöglegri brottvikningu hælisleitanda hafa verið dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að valda „verulegri truflun“ og „verulegum óþægindum“ með aðgerð sinni. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag en honum verður að öllum líkindum áfrýjað.

Þær Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru meðal annars fundnar sekar um brot gegn 176. grein almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu við því að valda verulegri truflun á rekstri samgöngutækja. Þær voru hinsvegar sýknaðar af alvarlegasta ákæruatriðinu, en dómurinn komst að því að þær hefðu ekki raskað öryggi loftfars með aðgerð sinni, en við því liggur allt að sex ára fangelsi.

Þrátt fyrir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að aðgerðin hafi ekki valdið mikilli seinkun á fluginu, telur hann ljóst að „veruleg óþægindi“ hafi hlotist af henni, auk þess sem farþegar og áhöfn hafi verið „slegin óhug.“ Þá voru Ragnheiður og Jórunn jafnframt fundnar sekar um brot á 106. grein almennra hegningarlaga, með því að hafa reynt að koma í veg fyrir að lögreglumaður vinni skyldustarf, auk þess sem þær voru fundnar sekar um að hafa brotið gegn 42. grein laga um loftferðir með þív að hafa ekki hlýtt flugfreyjum „um góða hegðun og reglu í loftfari“.

Óveruleg truflun

„Við gerum sem sagt ráð fyrir því að áfrýja þessari niðurstöðu,“ sagði Jórunn Edda í samtali við Stundina eftir að dómur hafi fallið. Þá bætti hún við að þær Ragnheiður ættu eftir að kynna sér dóminn í þaula og að þær myndu fara vandlega yfir málið með lögmönnum sínum áður en endanleg ákvörðun um áfrýjun yrði tekin.

Jórunn bætti því við að fólk hafi ekki einungis rétt á því að mótmæla heldur beri því hreinlega skylda til þess að standa vörð um líf annarra og verulega hagsmuni þeirra. „Miðað við þá hagsmuni sem í húfi voru fyrir manninn sem var verið að flytja í lífshættulegar aðstæður þá hlýtur þetta að teljast mjög óveruleg truflun. Ef það að standa vörð um líf manns og koma í veg fyrir að hann verði sendur í lífshættu má ekki valda öðrum örlitlum óþægindum sýnir það bara enn frekar fram á hvaða áherslur eru í fyrirrúmi í kerfinu.“

Sem fyrr segir þá voru þær Jórunn og Ragnheiður dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var þeim einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna, alls á þriðju milljón króna.

„Ef það að standa vörð um líf manns og koma í veg fyrir að hann verði sendur í lífshættu má ekki valda öðrum örlitlum óþægindum sýnir það bara enn frekar fram á hvaða áherslur eru í fyrirrúmi í kerfinu“

Stóðu upp fyrir vin sinn

Það var að morgni dags þann 26. maí 2016 sem þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla brottvísun hælisleitandans Eze Okafor sem hafði verið handtekinn og færður með lögregluvaldi í flugvélina þar sem vísa átti honum til Svíþjóðar.

Þá þegar lá fyrir að sænsk yfirvöld myndu ekki taka mál hans fyrir heldur senda hann aftur til heimalandsins Nígeríu en Eze hefur greint frá því að hann hafi flúið þaðan í kjölfar árása Boko Haram liða, sem veittu honum stungusár og myrtu bróður hans.

Kærunefnd útlendingamála var þá þegar búin að úrskurða um að að fresturinn til þess að vísa Eze úr landi á grundvelli dyflinnarreglugerðarinnar væri útrunninn en samt sem áður ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi á þessum grunni.

Stóðu þær Ragnheiður og Jórunn upp áður en vélin tók á loft og báðu aðra flugfarþega um að sýna hælisleitandanum samstöðu en flugstjóri flugvélarinnar neitaði að taka á loft fyrr en allir farþegar höfðu sest niður.

Stundin ræddi við þær Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju í október síðastliðinn „Við vorum báðar verulega hræddar um öryggi hans svo við gripum til þessa örþrifaráðs. Við töldum mögulegar tafir á flugi um einhverjar mínútur ekki vera neitt neitt í samanburði við mannslífið sem væri í húfi, nú eða öryggi manneskjunnar – vinar okkar,“ sagði Jórunn Edda þá.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu