Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

Um­ræða fer nú fram í sænsk­um fjöl­miðl­um um hvernig eigi að hreinsa haf­svæði við aust­ur­strönd lands­ins eft­ir 20 ár af sjóa­kvía­eldi sem nú hef­ur ver­ið bann­að. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki seg­ir kostn­að við hreins­un­ina geta num­ið rúm­lega 1800 millj­ón­um króna.

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
Óljóst hvað verður um úrganginn Ekki er ljóst hvor hafsvæðið við Höga Kusten í Eystrasaltinu, þar sem sjókvíaeldi hefur verið stundað í 20 ár, verður hreinsað eða ekki. Myndin sýnir eitt kvíastæði af þremur þar sem sjóakvíaeldi hefur verið bannað.

Kostnaður við að þrífa hafsbotninn eftir 20 ár af sjókvíaeldi úti fyrir austurströnd Svíþjóðar getur numið rúmlega 1800 milljónum króna. Sjókvíaeldi á regnbogasilungi á svæðinu, úti fyrir Höga Kusten í Eystrasaltinu, var bannað vegna umhverfisáhrifa þess með fjórum dómum í Svíþjóð árið 2017. Um þetta er fjallað í sænskum fjölmiðlum en eldisfyrirtækið sem á umræddar sjókvíar í Mjältösundet, Öberget og Omnefjärden í Höga Kusten á að fjarlægja kvíarnar á næsta ári. 

Þá vakna spurningar um hvernig eigi að skilja við hafsvæðið þar sem kvíarnar hafa verið á liðnum áratugum. Fiskeldisfyrirtækið sem á og rekur kvíarnar, Nordic Trout AB, fékk því ráðgjafarfyrirtæki sem heitir Sweco til að áætla mögulegan kostnað við að hreinsa upp saur, fóðurleifarnar og önnur efni undan sjókvíunum sem fyrirtækið þarf að fjarlægja. Því er um að ræða vinnu ráðgjafarfyrirtækis fyrir hagsmunaaðila í málinu. 

Niðurstaða ráðgjafarfyrirtækisins er hins vegar á þá leið að kostnaðurinn við að hreinsa hafsbotninn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár