Kostnaður við að þrífa hafsbotninn eftir 20 ár af sjókvíaeldi úti fyrir austurströnd Svíþjóðar getur numið rúmlega 1800 milljónum króna. Sjókvíaeldi á regnbogasilungi á svæðinu, úti fyrir Höga Kusten í Eystrasaltinu, var bannað vegna umhverfisáhrifa þess með fjórum dómum í Svíþjóð árið 2017. Um þetta er fjallað í sænskum fjölmiðlum en eldisfyrirtækið sem á umræddar sjókvíar í Mjältösundet, Öberget og Omnefjärden í Höga Kusten á að fjarlægja kvíarnar á næsta ári.
Þá vakna spurningar um hvernig eigi að skilja við hafsvæðið þar sem kvíarnar hafa verið á liðnum áratugum. Fiskeldisfyrirtækið sem á og rekur kvíarnar, Nordic Trout AB, fékk því ráðgjafarfyrirtæki sem heitir Sweco til að áætla mögulegan kostnað við að hreinsa upp saur, fóðurleifarnar og önnur efni undan sjókvíunum sem fyrirtækið þarf að fjarlægja. Því er um að ræða vinnu ráðgjafarfyrirtækis fyrir hagsmunaaðila í málinu.
Niðurstaða ráðgjafarfyrirtækisins er hins vegar á þá leið að kostnaðurinn við að hreinsa hafsbotninn …
Athugasemdir