Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

Um­ræða fer nú fram í sænsk­um fjöl­miðl­um um hvernig eigi að hreinsa haf­svæði við aust­ur­strönd lands­ins eft­ir 20 ár af sjóa­kvía­eldi sem nú hef­ur ver­ið bann­að. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki seg­ir kostn­að við hreins­un­ina geta num­ið rúm­lega 1800 millj­ón­um króna.

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
Óljóst hvað verður um úrganginn Ekki er ljóst hvor hafsvæðið við Höga Kusten í Eystrasaltinu, þar sem sjókvíaeldi hefur verið stundað í 20 ár, verður hreinsað eða ekki. Myndin sýnir eitt kvíastæði af þremur þar sem sjóakvíaeldi hefur verið bannað.

Kostnaður við að þrífa hafsbotninn eftir 20 ár af sjókvíaeldi úti fyrir austurströnd Svíþjóðar getur numið rúmlega 1800 milljónum króna. Sjókvíaeldi á regnbogasilungi á svæðinu, úti fyrir Höga Kusten í Eystrasaltinu, var bannað vegna umhverfisáhrifa þess með fjórum dómum í Svíþjóð árið 2017. Um þetta er fjallað í sænskum fjölmiðlum en eldisfyrirtækið sem á umræddar sjókvíar í Mjältösundet, Öberget og Omnefjärden í Höga Kusten á að fjarlægja kvíarnar á næsta ári. 

Þá vakna spurningar um hvernig eigi að skilja við hafsvæðið þar sem kvíarnar hafa verið á liðnum áratugum. Fiskeldisfyrirtækið sem á og rekur kvíarnar, Nordic Trout AB, fékk því ráðgjafarfyrirtæki sem heitir Sweco til að áætla mögulegan kostnað við að hreinsa upp saur, fóðurleifarnar og önnur efni undan sjókvíunum sem fyrirtækið þarf að fjarlægja. Því er um að ræða vinnu ráðgjafarfyrirtækis fyrir hagsmunaaðila í málinu. 

Niðurstaða ráðgjafarfyrirtækisins er hins vegar á þá leið að kostnaðurinn við að hreinsa hafsbotninn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár