Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framferði gestsins „með öllu ósæmilegt“

Helgi Bernód­us­son skrif­stofu­stjóri Al­þing­is seg­ir að hing­að til hafi ekki þótt ástæða til að veita þeim sem koma á fund þing­nefnda sér­staka vernd. At­vik­ið í dag sé óvenju­legt og ósæmi­legt.

Framferði gestsins „með öllu ósæmilegt“

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að atvikið sem átti sér stað eftir opinn fund fastanefndar á Alþingi í dag sé „óvenjulegt og með öllu ósæmilegt“.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ýtti Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar eiganda Samherja, við Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og hreytti í hann fúkyrðum að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um vinnubrögð Seðlabankans við rannsókn Samherjamálsins.

Helgi segir að í nefndahúsi sé alltaf öryggisgæsla og aukin gæsla þegar opnir nefndafundir eru haldnir. „Þannig var það í dag, enda gestir í gestasætum. Atvikið sem þú gerir að umtalsefni átti sér stað eftir að fundi lauk. Þingvörður var nærri en eins og myndband sýnir hafði hann ekki tök á því að hafa afskipti af framferði eins gestsins gagnvart embættismanni sem kom fyrir nefndina,“ segir Helgi í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

„Eins og myndband sýnir hafði hann ekki
tök á því að hafa afskipti af framferði
eins gestsins gagnvart embættismanni
sem kom fyrir nefndina“

„Það hefur fram að þessu ekki þótt ástæða til að veita þeim sem koma á fund nefnda sérstaka vernd, en þó eru til nokkur dæmi þar sem lögregla var kvödd til fyrir fund og verið í húsi meðan á honum stóð. Engin ástæða þótti til slíks viðbúnaðar í dag.“

Helgi segir atvikið á nefndasviði í dag einstakt og með öllu ósæmilegt. Að mati skrifstofunnar kalli það þó ekki á neinar varanlegar breytingar að því er varðar öryggisgæslu.

„Ég á ekki von á að gæslan verði hert að mun út af þessu atviki. Við metum alltaf stöðuna fyrirfram, fylgjumst með, og högum gæslu samkvæmt því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár