Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framferði gestsins „með öllu ósæmilegt“

Helgi Bernód­us­son skrif­stofu­stjóri Al­þing­is seg­ir að hing­að til hafi ekki þótt ástæða til að veita þeim sem koma á fund þing­nefnda sér­staka vernd. At­vik­ið í dag sé óvenju­legt og ósæmi­legt.

Framferði gestsins „með öllu ósæmilegt“

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að atvikið sem átti sér stað eftir opinn fund fastanefndar á Alþingi í dag sé „óvenjulegt og með öllu ósæmilegt“.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ýtti Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar eiganda Samherja, við Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og hreytti í hann fúkyrðum að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um vinnubrögð Seðlabankans við rannsókn Samherjamálsins.

Helgi segir að í nefndahúsi sé alltaf öryggisgæsla og aukin gæsla þegar opnir nefndafundir eru haldnir. „Þannig var það í dag, enda gestir í gestasætum. Atvikið sem þú gerir að umtalsefni átti sér stað eftir að fundi lauk. Þingvörður var nærri en eins og myndband sýnir hafði hann ekki tök á því að hafa afskipti af framferði eins gestsins gagnvart embættismanni sem kom fyrir nefndina,“ segir Helgi í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

„Eins og myndband sýnir hafði hann ekki
tök á því að hafa afskipti af framferði
eins gestsins gagnvart embættismanni
sem kom fyrir nefndina“

„Það hefur fram að þessu ekki þótt ástæða til að veita þeim sem koma á fund nefnda sérstaka vernd, en þó eru til nokkur dæmi þar sem lögregla var kvödd til fyrir fund og verið í húsi meðan á honum stóð. Engin ástæða þótti til slíks viðbúnaðar í dag.“

Helgi segir atvikið á nefndasviði í dag einstakt og með öllu ósæmilegt. Að mati skrifstofunnar kalli það þó ekki á neinar varanlegar breytingar að því er varðar öryggisgæslu.

„Ég á ekki von á að gæslan verði hert að mun út af þessu atviki. Við metum alltaf stöðuna fyrirfram, fylgjumst með, og högum gæslu samkvæmt því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár