Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framferði gestsins „með öllu ósæmilegt“

Helgi Bernód­us­son skrif­stofu­stjóri Al­þing­is seg­ir að hing­að til hafi ekki þótt ástæða til að veita þeim sem koma á fund þing­nefnda sér­staka vernd. At­vik­ið í dag sé óvenju­legt og ósæmi­legt.

Framferði gestsins „með öllu ósæmilegt“

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að atvikið sem átti sér stað eftir opinn fund fastanefndar á Alþingi í dag sé „óvenjulegt og með öllu ósæmilegt“.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ýtti Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar eiganda Samherja, við Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og hreytti í hann fúkyrðum að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um vinnubrögð Seðlabankans við rannsókn Samherjamálsins.

Helgi segir að í nefndahúsi sé alltaf öryggisgæsla og aukin gæsla þegar opnir nefndafundir eru haldnir. „Þannig var það í dag, enda gestir í gestasætum. Atvikið sem þú gerir að umtalsefni átti sér stað eftir að fundi lauk. Þingvörður var nærri en eins og myndband sýnir hafði hann ekki tök á því að hafa afskipti af framferði eins gestsins gagnvart embættismanni sem kom fyrir nefndina,“ segir Helgi í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

„Eins og myndband sýnir hafði hann ekki
tök á því að hafa afskipti af framferði
eins gestsins gagnvart embættismanni
sem kom fyrir nefndina“

„Það hefur fram að þessu ekki þótt ástæða til að veita þeim sem koma á fund nefnda sérstaka vernd, en þó eru til nokkur dæmi þar sem lögregla var kvödd til fyrir fund og verið í húsi meðan á honum stóð. Engin ástæða þótti til slíks viðbúnaðar í dag.“

Helgi segir atvikið á nefndasviði í dag einstakt og með öllu ósæmilegt. Að mati skrifstofunnar kalli það þó ekki á neinar varanlegar breytingar að því er varðar öryggisgæslu.

„Ég á ekki von á að gæslan verði hert að mun út af þessu atviki. Við metum alltaf stöðuna fyrirfram, fylgjumst með, og högum gæslu samkvæmt því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár