Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framferði gestsins „með öllu ósæmilegt“

Helgi Bernód­us­son skrif­stofu­stjóri Al­þing­is seg­ir að hing­að til hafi ekki þótt ástæða til að veita þeim sem koma á fund þing­nefnda sér­staka vernd. At­vik­ið í dag sé óvenju­legt og ósæmi­legt.

Framferði gestsins „með öllu ósæmilegt“

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að atvikið sem átti sér stað eftir opinn fund fastanefndar á Alþingi í dag sé „óvenjulegt og með öllu ósæmilegt“.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ýtti Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar eiganda Samherja, við Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og hreytti í hann fúkyrðum að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um vinnubrögð Seðlabankans við rannsókn Samherjamálsins.

Helgi segir að í nefndahúsi sé alltaf öryggisgæsla og aukin gæsla þegar opnir nefndafundir eru haldnir. „Þannig var það í dag, enda gestir í gestasætum. Atvikið sem þú gerir að umtalsefni átti sér stað eftir að fundi lauk. Þingvörður var nærri en eins og myndband sýnir hafði hann ekki tök á því að hafa afskipti af framferði eins gestsins gagnvart embættismanni sem kom fyrir nefndina,“ segir Helgi í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

„Eins og myndband sýnir hafði hann ekki
tök á því að hafa afskipti af framferði
eins gestsins gagnvart embættismanni
sem kom fyrir nefndina“

„Það hefur fram að þessu ekki þótt ástæða til að veita þeim sem koma á fund nefnda sérstaka vernd, en þó eru til nokkur dæmi þar sem lögregla var kvödd til fyrir fund og verið í húsi meðan á honum stóð. Engin ástæða þótti til slíks viðbúnaðar í dag.“

Helgi segir atvikið á nefndasviði í dag einstakt og með öllu ósæmilegt. Að mati skrifstofunnar kalli það þó ekki á neinar varanlegar breytingar að því er varðar öryggisgæslu.

„Ég á ekki von á að gæslan verði hert að mun út af þessu atviki. Við metum alltaf stöðuna fyrirfram, fylgjumst með, og högum gæslu samkvæmt því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár