Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

Hót­el­stjóri KEA-hót­ela, Páll Sig­ur­jóns­son, hagn­að­ist um meira en 170 millj­ón­ir króna inni í eign­ar­halds­fé­lagi sínu ár­ið 2017. Páll seldi þá hluta­bréf í hót­el­inu til er­lendra fjár­festa. Hann hef­ur ekki vilj­að veita við­tal um rekst­ur KEA-hót­ela.

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
Hefur ekki viljað veita viðtal Páll Sigurjónsson, hótelstjóri KEA, hefur ekki viljað veita Stundinni viðtal en hann varaði við verkföllum árið 2015, árið eftir hagnaðist KEA um 750 milljónir, og hefur einnig verið áberandi í fjölmiðlum nú vegna verkfallanna.

Páll L. Sigurjónsson, hótelstjóri og fyrrverandi hluthafi í KEA-hótelum, hagnaðist um tæplega 173 milljónir króna í eignarhaldsfélagi sínu Selen ehf. árið 2017 þegar félag hans seldi hlutabréf í KEA-hótelum. Fjárfestar frá Alaska komu þá inn í eigendahóp KEA-hótela.

Þetta er 42-föld árslaun launþega á þeim taxta, 340 þúsund krónur, sem stéttarfélagið VR gerir nú kröfu um að verði skilgreind lágmarkslaun fyrir félagsmenn þess. Ef gert er ráð fyrir því að starfsævi sé 42 ár, til dæmis frá 26 til 68 ára, þá er um að ræða ævilaun starfsmanns sem fær greidd laun samkvæmt þessum taxta. 

Hagnaður hótellaHagnaður nokkurra hótelkeðja á árunum 2010 til 2017 sést hér. Hagnaður KEA sést á bláu línunni.

Veitir ekki viðtal

Stundin hefur gert ítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku til að ná viðtali við Pál um rekstur KEA-hótela þar sem verkföll Eflingar og VR beinast meðal annars að þessari hótelkeðju  þar sem félagsmenn þeirra eru þar í vinnu.

Páll hefur hins vegar birst í viðtölum við aðra fjölmiðla, meðal annars við Stöð 2 á föstudaginn, á verkfallsdegi, þar sem hann meðal annars sást þrífa klósett vegna verkfalla starfsmanna KEA-hótela. 

Ein af lykilspurningunum er hvort félag eins og KEA-hótel hafi forsendur til að greiða þau lágmarkslaun sem stéttarfélag eins og VR krefst en um er ræða 342 þúsund króna lágmarkslaun sem eiga að hækka um rúmlega næstu þrjú árin og enda í 425 þúsund. 

Söluhagnaður hlutabréfa bætist við 830 milljóna arð

Eins og Stundin fjallað um fyrir helgi hafa eigendur KEA-hótela hagnast vel á hótelkeðjunni á liðnum og skiptu fjórir eigendur keðjunnar, þeir Andri Gunnarsson, Páll L. Sigurjónsson, Fannar Ólafsson, Kristján M. Grétarsson og Þórður Kolbeinsson meðal annars með sér nærri 1800 milljónum króna sem greiddar voru út úr sameiginlegu eignarhaldsfélagi þeirra Tröllahvönn ehf. árið 2017. Síðastliðin 8 rekstarár, frá 2010 til 2017, nemur hagnaður KEAö-hótela rúmlega 2 milljörðum króna og hluthafarnir hafa greitt út 830 milljónir króna í arð. Við bætist svo söluhagnaður af hlutabréfum, eins og sá sem myndaðist inni í Selen eða Tröllahvönn árið 2017, og eins hagnaður áðurnefndra fjögurra hluthafa þegar þeir seldu Landsbréfum hlut í KEA-hótelum árið 2015.

„Við siglum í strand bara 
á fyrstu dögunum“ 

KEA-hótel hafa því verið frábær fjárfesting fyrir þessara einstaklinga og þeir hafa grætt vel á henni. Ein af spurningunum er hvort þessi gróði hafi meðal annars verið vegna lágra launa starfsmanna KEA-hótela. 

Greiddi út 30 milljóna arð

Í viðtali við Morgunblaðið nú í mars sagði Páll Sigurjónsson meðal annars: „Auðvitað virðum við verkfallsbaráttu starfsfólks okkkar. En fyrir okkur sem rekstraraðila þá er staðan auðvitað háalvarleg. Og við gerum þær kröfur til aðila að þeir fari að setjast niður til að semja.“

Í viðtali við fjölmiðla árið 2015, þegar einnig voru horfur á verkföllum, sagði Páll að loka þyrfti KEA-hótelum ef til verkfalla kæmi: „Komi til allsherjarverkfalls hérna á þessu svæði, þá er það mjög einfalt hvað gerist hjá okkur. Við siglum í strand bara á fyrstu dögunum.“ Hagnaður KEA-hótela árið 2015 nam 250 milljónum og árið eftir, 2016, fór hagnaðurinn upp í nærri 750 milljónir króna. 

Eftir að eignarhaldsfélag Páll hagnaðist um áðurnefndar 170 milljónir við sölu bréfa í KEA-hótelum greiddi eignarhaldsfélag Páls út 30 milljóna króna arð til hans en eftirstöðvar hagnaðarins urðu eftir inni í félaginu. 

Næsta verkfallslota verkalýðshreyfingarinnar hefur verið boðið á fimmtudaginn kemur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu