Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

Hót­el­stjóri KEA-hót­ela, Páll Sig­ur­jóns­son, hagn­að­ist um meira en 170 millj­ón­ir króna inni í eign­ar­halds­fé­lagi sínu ár­ið 2017. Páll seldi þá hluta­bréf í hót­el­inu til er­lendra fjár­festa. Hann hef­ur ekki vilj­að veita við­tal um rekst­ur KEA-hót­ela.

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
Hefur ekki viljað veita viðtal Páll Sigurjónsson, hótelstjóri KEA, hefur ekki viljað veita Stundinni viðtal en hann varaði við verkföllum árið 2015, árið eftir hagnaðist KEA um 750 milljónir, og hefur einnig verið áberandi í fjölmiðlum nú vegna verkfallanna.

Páll L. Sigurjónsson, hótelstjóri og fyrrverandi hluthafi í KEA-hótelum, hagnaðist um tæplega 173 milljónir króna í eignarhaldsfélagi sínu Selen ehf. árið 2017 þegar félag hans seldi hlutabréf í KEA-hótelum. Fjárfestar frá Alaska komu þá inn í eigendahóp KEA-hótela.

Þetta er 42-föld árslaun launþega á þeim taxta, 340 þúsund krónur, sem stéttarfélagið VR gerir nú kröfu um að verði skilgreind lágmarkslaun fyrir félagsmenn þess. Ef gert er ráð fyrir því að starfsævi sé 42 ár, til dæmis frá 26 til 68 ára, þá er um að ræða ævilaun starfsmanns sem fær greidd laun samkvæmt þessum taxta. 

Hagnaður hótellaHagnaður nokkurra hótelkeðja á árunum 2010 til 2017 sést hér. Hagnaður KEA sést á bláu línunni.

Veitir ekki viðtal

Stundin hefur gert ítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku til að ná viðtali við Pál um rekstur KEA-hótela þar sem verkföll Eflingar og VR beinast meðal annars að þessari hótelkeðju  þar sem félagsmenn þeirra eru þar í vinnu.

Páll hefur hins vegar birst í viðtölum við aðra fjölmiðla, meðal annars við Stöð 2 á föstudaginn, á verkfallsdegi, þar sem hann meðal annars sást þrífa klósett vegna verkfalla starfsmanna KEA-hótela. 

Ein af lykilspurningunum er hvort félag eins og KEA-hótel hafi forsendur til að greiða þau lágmarkslaun sem stéttarfélag eins og VR krefst en um er ræða 342 þúsund króna lágmarkslaun sem eiga að hækka um rúmlega næstu þrjú árin og enda í 425 þúsund. 

Söluhagnaður hlutabréfa bætist við 830 milljóna arð

Eins og Stundin fjallað um fyrir helgi hafa eigendur KEA-hótela hagnast vel á hótelkeðjunni á liðnum og skiptu fjórir eigendur keðjunnar, þeir Andri Gunnarsson, Páll L. Sigurjónsson, Fannar Ólafsson, Kristján M. Grétarsson og Þórður Kolbeinsson meðal annars með sér nærri 1800 milljónum króna sem greiddar voru út úr sameiginlegu eignarhaldsfélagi þeirra Tröllahvönn ehf. árið 2017. Síðastliðin 8 rekstarár, frá 2010 til 2017, nemur hagnaður KEAö-hótela rúmlega 2 milljörðum króna og hluthafarnir hafa greitt út 830 milljónir króna í arð. Við bætist svo söluhagnaður af hlutabréfum, eins og sá sem myndaðist inni í Selen eða Tröllahvönn árið 2017, og eins hagnaður áðurnefndra fjögurra hluthafa þegar þeir seldu Landsbréfum hlut í KEA-hótelum árið 2015.

„Við siglum í strand bara 
á fyrstu dögunum“ 

KEA-hótel hafa því verið frábær fjárfesting fyrir þessara einstaklinga og þeir hafa grætt vel á henni. Ein af spurningunum er hvort þessi gróði hafi meðal annars verið vegna lágra launa starfsmanna KEA-hótela. 

Greiddi út 30 milljóna arð

Í viðtali við Morgunblaðið nú í mars sagði Páll Sigurjónsson meðal annars: „Auðvitað virðum við verkfallsbaráttu starfsfólks okkkar. En fyrir okkur sem rekstraraðila þá er staðan auðvitað háalvarleg. Og við gerum þær kröfur til aðila að þeir fari að setjast niður til að semja.“

Í viðtali við fjölmiðla árið 2015, þegar einnig voru horfur á verkföllum, sagði Páll að loka þyrfti KEA-hótelum ef til verkfalla kæmi: „Komi til allsherjarverkfalls hérna á þessu svæði, þá er það mjög einfalt hvað gerist hjá okkur. Við siglum í strand bara á fyrstu dögunum.“ Hagnaður KEA-hótela árið 2015 nam 250 milljónum og árið eftir, 2016, fór hagnaðurinn upp í nærri 750 milljónir króna. 

Eftir að eignarhaldsfélag Páll hagnaðist um áðurnefndar 170 milljónir við sölu bréfa í KEA-hótelum greiddi eignarhaldsfélag Páls út 30 milljóna króna arð til hans en eftirstöðvar hagnaðarins urðu eftir inni í félaginu. 

Næsta verkfallslota verkalýðshreyfingarinnar hefur verið boðið á fimmtudaginn kemur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu