Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Leita leiða til að bjarga WOW

Við­ræð­um WOW air og Icelanda­ir lauk í gær og mik­il óvissa rík­ir um fram­tíð WOW. Ráð­herr­ar fund­uðu um mál­ið í gær, en efna­hags­leg áhrif falls WOW yrðu mik­il.

Leita leiða til að bjarga WOW

Viðræðum WOW air og Icelandair lauk í gær án þess að samningar næðust. Mikil óvissa ríkir um framtíð WOW air.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vinnur Arctica Finance að því að safna andvirði 42 milljóna dollara, 5 milljörðum króna, til að tryggja rekstur félagsins. Félagið skuldar íslenskum aðilum stórar upphæðir, þar á meðal Arion banka og Isavia, en forsvarsfólk WOW air hefur þrýst á að Isavia gefi eftir hluta skuldarinnar. Þátttakendur í skuldabréfaútboði WOW frá því í haust, sem lögðu þá til andvirði tæpra 8 milljarða íslenskra króna, og aðrir kröfuhafar funduðu um helgina.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var tap WOW air á síðasta ári 22 milljarðar króna. Þá muni lausafjárstaða félagsins vera afar veik, neikvæð um 1,4 milljarð króna, og eigið fé félagsins neikvætt um sem nemur 11 milljörðum króna. Tryggja þurfi 10 milljarða króna innspýtingu til að reksturinn lifi út árið.

Þá hefur komið fram að mögulegt fall WOW air gæti valdið miklum skakkaföllum fyrir íslenskt efnahagslíf. Landsframleiðsla gæti dregist saman um allt að 3 prósent, samkvæmt ráðgjafafyrirtækinu Reykjavík Economics. Slíkt hefði einnig í för með sér veikingu krónunnar og þúsundir starfa mundu tapast.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu um málið í gær. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir, ferða- og samgöngumálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddu saman, ásamt Michael Ridley frá JP Morgan fjárfestingabankanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár