Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að heimila stofnun og rekstur svokallaðra neyslurýma. Neyslurými er umhverfi þar sem fólki eldra en 18 ára er heimilt að neyta ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna, þar sem öryggis og hreinlætis er gætt.
Talið er að um 700 manns neyti slíkra efna í æð á Íslandi, en rýmið mundi þjóna 25–40 manns til að byrja með. Áætlað er að ráðuneytið muni styrkja verkefnið um 50 milljónir í upphafi.
Neyslurými eru rekin í fjölmörgum löndum, meðal annars Danmörku, og er talið að um 90 slík séu rekin um allan heim. Frú Ragnheiður – skaðaminnkun hefur sinnt þessum hópi undanfarin ár og boðið upp á nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf. Hugmyndafræði skaðaminnkunar hefur þróast og orðið útbreiddari á undanförnum árum. Markmiðið með henni er að koma í veg fyrir óafturkræfan skaða og auka lífsgæði og bæta heilsufar þeirra sem neyta ávana- …
Athugasemdir