Töluverð umræða hefur farið fram um það í höfuðborg Þýskalands að undanförnu hvort tími sé kominn til þess að banna stórum hagnaðardrifnum leigufélögum að starfa áfram í borginni. Óhætt er að segja að ákveðið neyðarástand ríki á leigumarkaði í Berlín, en leiguverð í borginni hefur meira en tvöfaldast síðastliðinn áratug og hækkaði um heil 20,5 prósent árið 2017, sem var mesta hækkun í heiminum það árið. Leigurisarnir á markaði eru sakaðir um að hafa ýtt undir og stuðlað að þessu með uppkaupum íbúða í þúsundavís og meiri samþjöppun á markaði en áður hefur þekkst.
Svo virðist sem Berlínarbúar séu nú tilbúnir til þess að grípa til róttækra aðgerða, en nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að meirihluti þeirra er hlynntur því að banna stóru leigufélögunum að starfa áfram í borginni. Þetta fæli meðal annars í sér þjóðnýtingu húsnæðis leigurisanna; alls 200 þúsund íbúða sem yrðu síðan leigðar aftur út á samfélagslegum …
Athugasemdir