Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stundin með þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna og RÚV með fimm

Blaða­menn Stund­ar­inn­ar eru til­nefnd­ir til verð­launa fyr­ir um­fjöll­un um nálg­un­ar­bönn og eign­ar­hald á ís­lensk­um jörð­um og við­tal við Báru Hall­dórs­dótt­ur.

Stundin með þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna og RÚV með fimm

RÚV er tilnefnt til fimm blaðamannaverðlauna í þremur flokkum vegna ársins 2018 og Stundin til verðlauna í þremur flokkum. Kjarninn, Morgunblaðið, Mannlíf og Fréttablaðið fá eina tilnefninguna hver. Stundin fékk einnig þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna í fyrra og var RÚV þá með fjórar.  

Freyr Rögnvaldsson og Steindór Grétar Jónsson eru tilnefndir í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins fyrir umfjöllunina Landið sem auðmenn eiga. Þar er rýnt í eignarhald á íslenskum jarðeignum og greint hvernig auðmenn, bæði íslenskir og erlendir, hafa sankað að sér landi undanfarna áratugi.

Jóhann Páll Jóhannsson er tilnefndur í flokknum viðtal ársins, fyrir viðtal sem hann tók við Báru Halldórsdóttur, konu sem stödd var á Klaustri bar þann 20. nóvember, varð vitni að ógeðfelldum samræðum þingmanna og ákvað að hljóðrita þær og senda fjölmiðlum.

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir er tilnefnd fyrir umfjöllun sína um nálgunarbann þar sem rætt var við átta konur um reynslu þeirra og greint hvernig úrræðið hefur reynst bitlaus vörn gegn heimilisofbeldi. 

Hér má sjá tilnefningarnar í heild:

Viðtal ársins

Jóhann Páll Jóhannsson, Stundinni
Fyrir viðtal við Báru Halldórsdóttur sem steig fram í kjölfar þess að hafa tekið upp hatursorðræðu þingmanna á Klausturbar og sent fjölmiðlum til úrvinnslu.

Milla Ósk Magnúsdóttir, RÚV
Fyrir viðtal við hjónin Stefán Þór Gunnarsson og Elísu Rós Jónsdóttur sem misstu son sinn vegna ofneyslu fíkniefna. Hjónin lýsa eigin úrræðaleysi og áfallinu sem fylgdi andlátinu.

Ragnheiður Linnet, Mannlífi
Fyrir viðtal við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans, Andemariam Beyene, um aðdraganda ígræðslunnar og hvernig líf fjölskyldunnar umturnaðist eftir þá örlagaríku aðgerð.

Rannsóknarblaðamennska ársins

Freyr Rögnvaldsson og Steindór Grétar Jónsson, Stundinni
Fyrir umfjöllunina Landið sem auðmenn eiga sem veitir ríka yfirsýn yfir umfang fyrrum bújarða sem nú eru í eigu innlendra og erlendra auðmanna og innsýn í hverjir þeir eru.

Helgi Seljan, RÚV
Fyrir fréttaskýringu um stöðu erlendra verkamanna og sjálfboðaliða sem hingað koma, búa við bágar aðstæður og eru sviknir um laun.

Ingólfur Bjarni Sigfússon, RÚV
Fyrir fréttaskýringu um um vopnaflutninga Air Atlanta og vanhöld Samgöngustofu á því að framfylgja sáttmálum um vopnaflutninga sem Ísland hefur fullgilt.

Umfjöllun ársins

Aðalheiður Ámundadóttir, Fréttablaðinu
Fyrir umfjöllun með fréttum og fréttaskýringum um forsögu, endurupptöku og eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála.

Guðrún Hálfdánardóttir, Morgunblaðinu/Mbl.is
Fyrir greinaflokkinn Gætt að geðheilbrigði um úrræði og úrræðaleysi þegar kemur að því að hjálpa fólki sem glímir við geðsjúkdóma og/eða fíkn.

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Stundinni
Fyrir umfjöllun með frásögnum átta kvenna sem opinbera bitleysi nálgunarbanns sem úrræðis í heimilisofbeldismálum.

Blaðamannaverðlaun ársins

Sigríður Halldórsdóttir, RÚV
Fyrir umfjöllun um óábyrga notkun plasts, þar sem sýnt er með sláandi hætti hvernig það mengar umhverfið, neysluvatn okkar og matvæli.

Viktoría Hermannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir, RÚV
Fyrir útvarpsþáttaröðina Kverkatak þar sem lýst er birtingarmyndum heimilisofbeldis frá sjónarhorni þolenda, aðstandenda þeirra og sérfræðinga.

Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum
Fyrir bókina Kaupthinking sem dregur fram skýra mynd af hugarfari og ólöglegum fjármálagjörningum innan Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins og afleiðingum þeirra.

_____________________________________________
Fyrirvari: Hér fjallar Stundin um mál er varðar miðilinn sjálfan með beinum hætti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár