Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Læknafélagið leggst gegn auknu frelsi til þungunarrofs

Stjórn­in seg­ist ekki sjá „ástæðu til að Ís­land gangi í þessu frum­varpi lengra en nokk­urt hinna Norð­ur­land­anna“.

Læknafélagið leggst gegn auknu frelsi til þungunarrofs
Afstaða stjórnarinnar Umsögnin um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra er undirrituð af Reyni Arngrímssyni formanni fyrir hönd stjórnar Læknafélagsins. Mynd: Af vef Læknafélags Íslands

Læknafélag Íslands er mótfallið því að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. „LÍ sér ekki ástæðu til að Ísland gangi í þessu frumvarpi lengra en nokkurt hinna Norðurlandanna hefur séð ástæðu til að gera og leggur til að fyrirkomulag gildandi laga að þessu leyti verði áfram viðhaft,“ segir í umsögn félagsins um frumvarpið. 

Rök félagsins eru tvenn. Annars vegar fullyrðir Læknafélagið að í núgildandi lögum séu hvort eð er tímamörkin „sett fram með þeim hætti að þau gefi konum ætíð kost á því að leita þungunarrofs“ en hins vegar að „hvergi á Norðurlöndunum [sé] miðað við svo langa meðgöngu gagnvart þungunarrofi og lagt er til í þessu frumvarpi“. 

Í upphaflegum frumvarpsdrögum ráðherra var miðað við 18 vikna tímamörk líkt og í sænskum lögum. Þetta var gagnrýnt harðlega af fagfólki, t.d. af Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, sem taldi að með því væri í raun „lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs vegna mjög alvarlegra fósturvandamála þar sem fóstur væri lífvænlegt væri takmarkaður miðað við núgildandi lög“.

Landspítalinn tók í sama streng og benti á að með 18 vikna markinu væri lokað fyrir þann möguleika að konur geti valið að enda meðgöngu vegna klofins hryggjar, vatnshöfuðs, litningafrávika, hjartagalla og margra fleiri vandamála. 

Samkvæmt gildandi lögum um fóstureyðingar er þungunarrof leyfilegt eftir 16 vikur séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. Ísland hefur hins vegar fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þar sem er að finna ákvæði um rétt til lífs og skyldu ríkja til vitundarvakningar um mannlega reisn fatlaðra. 

Eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttmálans hefur túlkað ákvæðin á þann veg að aðildarríki megi ekki mæla fyrir um það í lögum að fötlun fósturs sé grundvöllur heimildar til þungunarrofs. Með því að afnema ákvæði um þungunarrof vegna fötlunar og færa tímamörk óskilyrtrar heimildar til þungunarrofs úr 12 vikum upp í 22 yrðu kröfur sáttmálans uppfylltar að þessu leyti. Er þetta í samræmi við þróun í löggjöf um réttindi fatlaðs fólks og athugasemdir sem eftirlitsnefndin hefur gert við löggjöf erlendis. Þá gefur auga leið að breytingin felur í sér að konur fá aukið sjálfsforræði yfir eigin líkama, aukið svigrúm til að ákveða hvort þær vilji eignast barn eða ekki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár