Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Læknafélagið leggst gegn auknu frelsi til þungunarrofs

Stjórn­in seg­ist ekki sjá „ástæðu til að Ís­land gangi í þessu frum­varpi lengra en nokk­urt hinna Norð­ur­land­anna“.

Læknafélagið leggst gegn auknu frelsi til þungunarrofs
Afstaða stjórnarinnar Umsögnin um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra er undirrituð af Reyni Arngrímssyni formanni fyrir hönd stjórnar Læknafélagsins. Mynd: Af vef Læknafélags Íslands

Læknafélag Íslands er mótfallið því að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. „LÍ sér ekki ástæðu til að Ísland gangi í þessu frumvarpi lengra en nokkurt hinna Norðurlandanna hefur séð ástæðu til að gera og leggur til að fyrirkomulag gildandi laga að þessu leyti verði áfram viðhaft,“ segir í umsögn félagsins um frumvarpið. 

Rök félagsins eru tvenn. Annars vegar fullyrðir Læknafélagið að í núgildandi lögum séu hvort eð er tímamörkin „sett fram með þeim hætti að þau gefi konum ætíð kost á því að leita þungunarrofs“ en hins vegar að „hvergi á Norðurlöndunum [sé] miðað við svo langa meðgöngu gagnvart þungunarrofi og lagt er til í þessu frumvarpi“. 

Í upphaflegum frumvarpsdrögum ráðherra var miðað við 18 vikna tímamörk líkt og í sænskum lögum. Þetta var gagnrýnt harðlega af fagfólki, t.d. af Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, sem taldi að með því væri í raun „lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs vegna mjög alvarlegra fósturvandamála þar sem fóstur væri lífvænlegt væri takmarkaður miðað við núgildandi lög“.

Landspítalinn tók í sama streng og benti á að með 18 vikna markinu væri lokað fyrir þann möguleika að konur geti valið að enda meðgöngu vegna klofins hryggjar, vatnshöfuðs, litningafrávika, hjartagalla og margra fleiri vandamála. 

Samkvæmt gildandi lögum um fóstureyðingar er þungunarrof leyfilegt eftir 16 vikur séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. Ísland hefur hins vegar fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þar sem er að finna ákvæði um rétt til lífs og skyldu ríkja til vitundarvakningar um mannlega reisn fatlaðra. 

Eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttmálans hefur túlkað ákvæðin á þann veg að aðildarríki megi ekki mæla fyrir um það í lögum að fötlun fósturs sé grundvöllur heimildar til þungunarrofs. Með því að afnema ákvæði um þungunarrof vegna fötlunar og færa tímamörk óskilyrtrar heimildar til þungunarrofs úr 12 vikum upp í 22 yrðu kröfur sáttmálans uppfylltar að þessu leyti. Er þetta í samræmi við þróun í löggjöf um réttindi fatlaðs fólks og athugasemdir sem eftirlitsnefndin hefur gert við löggjöf erlendis. Þá gefur auga leið að breytingin felur í sér að konur fá aukið sjálfsforræði yfir eigin líkama, aukið svigrúm til að ákveða hvort þær vilji eignast barn eða ekki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu