Stundin hefur kært synjun Seðlabanka Íslands á beiðni blaðsins um að fá aðgang að rannsóknargögnunum í Samherjamálinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin mun þá í kjölfarið veita álit sitt á deiluefninu sem snýst um það hvort Seðlabanka Íslands beri, eða beri ekki, að afhenda fjölmiðlinum þau gögn sem kæra bankans til embættis sérstaks saksóknara út af meintum gjaldeyrislagabrotum Samherja byggði á. Seðlabanki Íslands synjaði beiðni Stundarinnar um gögnin um miðjan febrúar.
Vísað til þagnarskyldu
Í synjuninni vísaði Seðlabankinn til þagnarskylduákvæða í lögum um Seðlabanka
Íslands: „Rík þagnarskylda hvílir á starfsmönnum Seðlabanka Íslands um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða …
Athugasemdir