Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Niðurlæging og niðurbrot“ að dreifa myndbandi af manni með Downs

Þroska­hjálp leit­ar ábyrgð­ar í máli ungs manns með Downs heil­kenni, en nið­ur­lægj­andi mynd­band af hon­um er nú í al­mennri dreif­ingu.

„Niðurlæging og niðurbrot“ að dreifa myndbandi af manni með Downs
Mjög alvarlegt atvik Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður stjórnar Þorskahjálpar, segir upptöku og dreifingu niðurlægjandi myndbands af manni með Downs heilkennið alvarlegt brot á friðhelgi.

„Það er mjög mikilvægt að koma þessum skilaboðum áleiðis til allra sem vinna með fötluðu fólki, að það sé ekki hægt að líða svona framkomu og hún hafi einhverjar afleiðingar.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður stjórnar Þroskahjálpar um mál Sindra Einarssonar sem hefur verið til umfjöllunar síðustu daga í fjölmiðlum.

Systir Sindra, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, birti Facebook færslu síðastliðinn sunnudag þar sem hún vakti athygli á því að niðurlægjandi myndband af bróður hennar sé búið að vera í almennri dreifingu í tvö ár. Sindri, bróðir hennar, er með Downs heilkenni og þarf því á aðstoð að halda í sínu daglega lífi.

Starfsmaður búsetuúrræðis þar sem Sindri bjó tók upp myndband af honum á vinnutíma og sendi það til vina sinna sem svo áframsendu þangað til að það var komið í almenna dreifingu. Á myndbandinu biður starfsmaðurinn Sindra að segja sér hvað tveir sinnum tveir eru. Sindri svarar á þá leið að það séu 20, hann sé ekki þroskaheftur. Í lok myndbandsins sem nú er í dreifingu hefur verið bætt við myndbroti úr aulýsingu fyrir íslenska grænmetisbændur,  „Íslenskt grænmeti, þú veist hvaðan það kemur.“

„Þetta er mjög alvarlegt mál. Þetta er svo mikil niðurlæging og niðurbrot. Þarna er maður sem er háður aðstoð í sínu lífi vegna fötlunar sinnar þar sem starfsmaður bregst honum með þessum hætti, að taka þetta upp og senda á vini sína. Svo er einhver annar sem tekur þetta upp og gerir það enn verra. Svo er það að tengja þetta við þessa grænmetis samlíkingu. Mikið ætlar hún að vera lífseig,“ segir Bryndís.

Bryndís bendir á að í 27. grein laga um þjónustu fatlaðs fólks, standi: „Starfsfólk skal í öllum samskiptum gæta þess að sýna fulla virðingu og hafa mannlega reisn fatlaðs fólks að leiðarljósi.“

 „Starfsfólk skal í öllum samskiptum gæta þess að sýna fulla virðingu og hafa mannlega reisn fatlaðs fólks að leiðarljósi“

Bryndísi finnst málið grafalvarlegt og segir ábyrgðina vera hjá viðkomandi sveitarfélagi og þjónustuaðilum sem veita Sindra þjónustu. „Ábyrgðin er líka hjá viðkomandi atvinnurekanda, sem er þá þjónustuaðilinn, að tryggja ekki að starfsfólkið sitt fá ekki nægilega fræðslu. Til þess að það geri bara ekki svona,“ segir Bryndís.

Bryndísi þætti eðlilegt að einhvers konar frumkvæðis athugun ætti sér stað hjá viðeigandi yfirvöldum þar sem starfsmaðurinn hafi brotið siðareglur og reglur starfsmanna, ef ekki lög. „Við munum hafa uppi á því hvar þessi maður fær þjónustu og kalla eftir ábyrgð þjónustukerfisins gagnvart þessum manni,“ segir Bryndís.

„Við munum hafa uppi á því hvar þessi maður fær þjónustu og kalla eftir ábyrgð þjónustukerfisins gagnvart þessum manni“

„Fatlað fólk og aðstandendur þeirra verða að geta búið við það öryggi að geta treyst því að starfsfólk sýni í það minnsta trúnað,“ segir Bryndís. Bryndís segir að fólk myndi líta málið öðrum augum ef þetta hefði verið heilbrigðisstarfsmaður, til dæmis læknir. „Ég meina ef þetta hefði verið heilbrigðisstarfsmaður, læknir sem hefði birt mynd af sjúklingi, til dæmis inn á skurðstofu, að gera lítið úr honum, þá varðar það líka við lög og það hefði allt farið á hliðina yfir því. En í þessu tilviki er það ómenntaður starfsmaður í þjónustu við fatlað fólk,“ segir Bryndís.

Bryndís segir að kalla mætti eftir opinberum aðilum til að bregðast við þessu en hún hafi ekki séð neitt af því tagi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár