Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkisstjórnin vill afnema 3 milljarða skattaafslátt tekjuhærri heimila

Nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra og formað­ur fjár­laga­nefnd­ar lögð­ust gegn sams kon­ar laga­breyt­ingu ár­ið 2016, en af­nám sam­nýt­ing­ar­heim­ild­ar skatt­þrepa er ígildi skatta­hækk­un­ar, að­al­lega á tekju­hæstu 20 pró­sent heim­ila.

Ríkisstjórnin vill afnema 3 milljarða skattaafslátt tekjuhærri heimila
Málamiðlun Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér afnám skattaafsláttar sem hefur runnið að langstærstum hluta til tekjuhæstu 20 prósenta heimila. Þetta hefur verið kynnt sem hálfgert tækniatriði eða aðgerð í þágu kynjajafnréttis – frekar en skattahækkun á þá tekjuhærri, nokkuð sem ekki er víst að myndi mælast vel fyrir í baklandi Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Pressphotos.biz

Áform ríkisstjórnarinnar um að girða fyrir samnýtingu skattþrepa eru ígildi um 3 milljarða skattahækkunar sem lendir að mestu á tekjuhæstu fjölskyldum landsins.

Hækkunin sem leggst á heimili sem samnýta skattþrep verður að meðaltali miklu meiri en sú lækkun skattbyrðar sem sömu heimili njóta vegna nýs lágtekjuskattþreps.

Að þessu leyti er fullyrðing Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að það sé „ekki verið að hækka skattbyrðina neins staðar“ röng.

Áformin eru athyglisverð í ljósi þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins lögðust eindregið gegn sams konar lagabreytingu árið 2016.

Kostnaður vegna samnýtingar tvöfaldaðist frá 2015

Samnýtingu þrepa hjá samsköttuðum má rekja til upptöku þrepaskipts skattkerfis í tíð vinstristjórnarinnar árið 2010. Fyrirkomulagið lýsir sér þannig að ef tekjuskattstofn annars skattaðilans er yfir efstu þrepamörkum og skattstofn hins aðilans undir þeim mörkum reiknast hluti skattstofns tekjuhærri aðilans út frá skattprósentunni í þrepinu fyrir neðan sem tekjulægri aðilinn fullnýtir ekki. 

Axel Hallhagfræðingur kynnti skýrslu sérfræðingahóps um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa í gær.

Við fækkun skattþrepa úr þremur í tvö í árslok 2015 rýmkaði samnýtingarheimildin umtalsvert. „Í kjölfar þessarar rýmkunar hefur endurgreiðsla vegna samsköttunar meira en tvöfaldast og er nú um 2% af öllum tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga,“ segir í skýrslu sérfræðingahóps um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa sem kynnt var í gær. 

Stjórnarþingmenn lögðust gegn tillögu Bjarna árið 2016

Bjarni Benediktsson lagði til að samnýtingarheimildin yrði afnumin í apríl 2016. Ráðuneyti hans rökstuddi þá afstöðu meðal annars með eftirfarandi hætti:

Samsköttunarreglan eykur ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, að langmestu leyti heimila í hæstu tekjutíund. Þau heimili sem munu hljóta ábatann eru jafnframt með mjög stóran hlut fjármagnstekna heimila. Hún gengur því gegn því almenna hlutverki hins opinbera að stuðla fremur að því að jafna tekjudreifinguna en auka hana. Tekjuhærri heimili geta að auki nýtt sér samsköttunarregluna til fulls ef annar aðilinn hefur tök á að taka allar tekjur sínar í gegnum samlagsfélag eða einkahlutafélag.

Lögðust gegn sams konar breytinguSigríður Andersen, núverandi dómsmálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, núverandi formaður fjárlaganefndar, lögðust gegn afnámi samnýtingarheimildar skattþrepa árið 2016.

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis – þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins auk Guðmundar Steingrímssonar úr Bjartri framtíð – var ósammála þessum sjónarmiðum. „Afstaða meirihlutans er að mikilvægt sé að þessi heimild haldist inni og telur að þau sjónarmið sem bent hafi verið á vegi ekki eins þungt og þeir hagsmunir einstaklinga sem þarna búa að baki,“ sögðu stjórnarliðar í nefndaráliti um sumarið. Meðal þeirra sem skrifuðu undir þessi sjónarmið voru Sigríður Andersen, núverandi dómsmálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, núverandi formaður fjárlaganefndar. Þessi einarða afstaða meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar varð til þess að samnýtingarheimild skattþrepa var áfram við lýði.

Hámarksskattaafsláttur er nú hálf milljón á ári

Í dag er hámarksívilnun vegna samnýtingar þreps um 500 þúsund krónur á ári. Til samanburðar er rétt að hafa í huga að áætluð hámarkslækkun skattbyrðar til heimila vegna innleiðingar nýs lágtekjuþreps sem á að ganga upp tekjustigann er 162 þúsund krónur á ári.

Árið 2015 var heildarkostnaðurinn af samnýtingu skattþrepa um 1,2 milljarðar en í fyrra var kostnaðurinn kominn upp í 3,5 milljarða. Samnýtingin er langalgengust meðal tekjuhæstu sambúðaraðila eins og sjá má á myndunum hér að neðan. 

Samnýting skattþrepa reiknast ekki í staðgreiðslu heldur við álagningu tekjuskatts, að jafnaði ári eftir að teknanna er aflað. „Þess vegna er reiknaður tekjuskattur tekjuhærri einstaklings í samsköttun, sem uppfyllir viðmið um samnýtingu skattþrepa, lægri við álagningu en sá tekjuskattur sem viðkomandi hefur greitt í staðgreiðslu, að öðru óbreyttu,“ segir í skýrslu sérfræðingahópsins. „Þannig skapast krafa til endurgreiðslu frá ríkinu sem greidd er tekjuhærri einstaklingnum nema upphæðin sem er tilkomin vegna samnýtingar skattþreps nýtist til skuldajöfnunar eigi ríkið kröfu á annan eða báða aðila vegna vangoldinna skatta eða gjalda.“  

Sagði ranglega að enginn fengi þyngri skattbyrði

Þegar Bjarni Benediktsson kynnti skattatillögur ríkisstjórnarinnar í síðustu viku fagnaði hann því mjög að skattar yrðu ekki hækkaðir á neina. „Það er ekki verið að auka skattbyrðina neins staðar. Þetta finnst mér afskaplega mikilvægt,“ sagði hann. 

„Það er ekki verið að auka skattbyrðina neins staðar. Þetta finnst mér afskaplega mikilvægt“

Eins og hér hefur verið bent á fela þó tillögur ríkisstjórnarinnar í sér afnám skattaafsláttar sem hefur runnið að stærstum hluta til hátekjuheimila.

Þetta hefur verið kynnt sem hálfgert tækniatriði eða aðgerð í þágu kynjajafnréttis frekar en skattahækkun á tekjuháa, nokkuð sem ekki er víst að myndi mælast vel fyrir í baklandi Sjálfstæðisflokksins. 

Ef ekki væri fyrir þessa aðgerð myndi miklu stærri hluti þeirra 14 milljarða sem ríkisstjórnin eyrnamerkti tekjuskattslækkun renna til þeirra sem eru ofarlega í tekjustiganum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár