Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sósíalistar mótmæla við Landsbankann

Skil­ta­karl­arn­ir og Sósí­al­ist­ar mót­mæltu launa­hækk­un banka­stjóra Lands­bank­ans. Gunn­ar Smári Eg­ils­son dreifði bæk­ling­um með­al veg­far­enda.

Hópur Sósíalista, ásamt mótmælendahópnum Skiltakörlunum, mótmælti við höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstrætinu í hádeginu í dag. 

Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík, sagði mótmælin snúa að spillingu. 

„Við erum að mótmæla gegndarlausri spillingu og viðbjóði sem viðgengst í okkar banka. Þetta eru okkar peningar sem er verið að gefa þessu fólki og við krefjumst þess að þessu verði hætt núna og þetta verði tekið til baka,“ sagði hann.

Tilefni mótmælanna var launahækkun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Laun bankastjórans hafa hækkað um 140 prósent á fjórum árum. Í apríl í fyrra hækkuðu launin um 17 prósent í einu skrefi, úr 3,25 milljónum króna í 3,8 milljónum króna. 

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi eigandi Fréttatímans og Fréttablaðsins og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, dreifði bæklingum meðal áhorfenda í Austurstræti á meðan mótmælunum stóð. Hann vildi ekki tjá sig.

Mótmælendur voru á annan tug talsins.

Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mældist Sósíalistaflokkurinn í fyrsta skipti með nægan stuðning til að ná inn fulltrúa á Alþingi, eða 5,3 prósent.

Við anddyri LandsbankansMótmælendur voru á annan tug talsins.
Borgarfulltrúi SósíalistaflokksinsSanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mótmælir með Skiltakörlunum.
Mótmæltu í hádeginuDaníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalista, mótmælir ásamt Sigurði Haraldssyni, meðlimi í Skiltakörlunum.
Gul vestiMótmælendur klæddust gulum vestum, líkt og fjölmennur hópur mótmælenda í París undanfarnar vikur.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár