Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sósíalistar mótmæla við Landsbankann

Skil­ta­karl­arn­ir og Sósí­al­ist­ar mót­mæltu launa­hækk­un banka­stjóra Lands­bank­ans. Gunn­ar Smári Eg­ils­son dreifði bæk­ling­um með­al veg­far­enda.

Hópur Sósíalista, ásamt mótmælendahópnum Skiltakörlunum, mótmælti við höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstrætinu í hádeginu í dag. 

Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík, sagði mótmælin snúa að spillingu. 

„Við erum að mótmæla gegndarlausri spillingu og viðbjóði sem viðgengst í okkar banka. Þetta eru okkar peningar sem er verið að gefa þessu fólki og við krefjumst þess að þessu verði hætt núna og þetta verði tekið til baka,“ sagði hann.

Tilefni mótmælanna var launahækkun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Laun bankastjórans hafa hækkað um 140 prósent á fjórum árum. Í apríl í fyrra hækkuðu launin um 17 prósent í einu skrefi, úr 3,25 milljónum króna í 3,8 milljónum króna. 

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi eigandi Fréttatímans og Fréttablaðsins og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, dreifði bæklingum meðal áhorfenda í Austurstræti á meðan mótmælunum stóð. Hann vildi ekki tjá sig.

Mótmælendur voru á annan tug talsins.

Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mældist Sósíalistaflokkurinn í fyrsta skipti með nægan stuðning til að ná inn fulltrúa á Alþingi, eða 5,3 prósent.

Við anddyri LandsbankansMótmælendur voru á annan tug talsins.
Borgarfulltrúi SósíalistaflokksinsSanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mótmælir með Skiltakörlunum.
Mótmæltu í hádeginuDaníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalista, mótmælir ásamt Sigurði Haraldssyni, meðlimi í Skiltakörlunum.
Gul vestiMótmælendur klæddust gulum vestum, líkt og fjölmennur hópur mótmælenda í París undanfarnar vikur.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár