Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sósíalistar mótmæla við Landsbankann

Skil­ta­karl­arn­ir og Sósí­al­ist­ar mót­mæltu launa­hækk­un banka­stjóra Lands­bank­ans. Gunn­ar Smári Eg­ils­son dreifði bæk­ling­um með­al veg­far­enda.

Hópur Sósíalista, ásamt mótmælendahópnum Skiltakörlunum, mótmælti við höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstrætinu í hádeginu í dag. 

Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík, sagði mótmælin snúa að spillingu. 

„Við erum að mótmæla gegndarlausri spillingu og viðbjóði sem viðgengst í okkar banka. Þetta eru okkar peningar sem er verið að gefa þessu fólki og við krefjumst þess að þessu verði hætt núna og þetta verði tekið til baka,“ sagði hann.

Tilefni mótmælanna var launahækkun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Laun bankastjórans hafa hækkað um 140 prósent á fjórum árum. Í apríl í fyrra hækkuðu launin um 17 prósent í einu skrefi, úr 3,25 milljónum króna í 3,8 milljónum króna. 

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi eigandi Fréttatímans og Fréttablaðsins og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, dreifði bæklingum meðal áhorfenda í Austurstræti á meðan mótmælunum stóð. Hann vildi ekki tjá sig.

Mótmælendur voru á annan tug talsins.

Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mældist Sósíalistaflokkurinn í fyrsta skipti með nægan stuðning til að ná inn fulltrúa á Alþingi, eða 5,3 prósent.

Við anddyri LandsbankansMótmælendur voru á annan tug talsins.
Borgarfulltrúi SósíalistaflokksinsSanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mótmælir með Skiltakörlunum.
Mótmæltu í hádeginuDaníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalista, mótmælir ásamt Sigurði Haraldssyni, meðlimi í Skiltakörlunum.
Gul vestiMótmælendur klæddust gulum vestum, líkt og fjölmennur hópur mótmælenda í París undanfarnar vikur.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár