Sósíalistar mótmæla við Landsbankann

Skil­ta­karl­arn­ir og Sósí­al­ist­ar mót­mæltu launa­hækk­un banka­stjóra Lands­bank­ans. Gunn­ar Smári Eg­ils­son dreifði bæk­ling­um með­al veg­far­enda.

Hópur Sósíalista, ásamt mótmælendahópnum Skiltakörlunum, mótmælti við höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstrætinu í hádeginu í dag. 

Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík, sagði mótmælin snúa að spillingu. 

„Við erum að mótmæla gegndarlausri spillingu og viðbjóði sem viðgengst í okkar banka. Þetta eru okkar peningar sem er verið að gefa þessu fólki og við krefjumst þess að þessu verði hætt núna og þetta verði tekið til baka,“ sagði hann.

Tilefni mótmælanna var launahækkun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Laun bankastjórans hafa hækkað um 140 prósent á fjórum árum. Í apríl í fyrra hækkuðu launin um 17 prósent í einu skrefi, úr 3,25 milljónum króna í 3,8 milljónum króna. 

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi eigandi Fréttatímans og Fréttablaðsins og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, dreifði bæklingum meðal áhorfenda í Austurstræti á meðan mótmælunum stóð. Hann vildi ekki tjá sig.

Mótmælendur voru á annan tug talsins.

Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mældist Sósíalistaflokkurinn í fyrsta skipti með nægan stuðning til að ná inn fulltrúa á Alþingi, eða 5,3 prósent.

Við anddyri LandsbankansMótmælendur voru á annan tug talsins.
Borgarfulltrúi SósíalistaflokksinsSanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mótmælir með Skiltakörlunum.
Mótmæltu í hádeginuDaníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalista, mótmælir ásamt Sigurði Haraldssyni, meðlimi í Skiltakörlunum.
Gul vestiMótmælendur klæddust gulum vestum, líkt og fjölmennur hópur mótmælenda í París undanfarnar vikur.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu