Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur Frétta­blað­ið birt við­töl við út­gef­anda blaðs­ins, eig­in­mann henn­ar, son henn­ar og stjórn­ar­formann fyr­ir­tæk­is henn­ar.

Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birti viðtal við Sigurð Pálma Sigurbjörnsson, son Ingibjargar Pálmadóttur útgefanda blaðsins, á áberandi stað í blaðinu um helgina. „Það er bara gríðarleg stemning í hópnum og það má segja að við höfum framkvæmt kraftaverk,“ er haft eftir Sigurði vegna opnunar verslunar hans, Super1, við Hallveigarstíg. „Sigurður Pálmi hyggst verða eins konar kaupmaður á horninu,“ segir í fréttinni sem birtist á blaðsíðu tvö.

Undanfarnar vikur hafa bæði Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, verið til viðtals í Fréttablaðinu. Ingibjörg fjallaði um stöðu kvenna á vinnumarkaði og reynslu sína af því að vera kona í stjórnunarstöðu þann 31. janúar. Í sama mánuði tjáði Jón Ásgeir sig við Fréttablaðið um stjórnarkjörið í Högum og mikilvægi þess að vernda smærri hluthafa.

Nú í dag birtist frétt í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Umsvif RÚV stóra vandamálið. Sú frétt byggir að verulegu leyti á viðtali við Einar Þór Sverrisson, stjórnarformann Torgs sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur. Kallar hann eftir því í viðtalinu að stigið verði á bremsuna „varðandi stjórnlausan vöxt RÚV“ og að hluta þeirra fjármuna sem ætlaðir eru Ríkisútvarpinu samkvæmt fjárlögum verði úthlutað til einkamiðla.

Í umsögn sem Torg ehf. skilaði nýlega um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra er lagt til að það skilyrði verði sett að starfsmenn ritstjórnar verði að lágmarki tuttugu eigi fjölmiðill að fá endurgreiðslu frá ríkinu. Þá er lagt til að hámarksendurgreiðsla verði hærri en 50 milljónir á ári. „Öflug fréttastofa, sem hefur einhverja þýðingu fyrir samfélagið, verður ekki rekin af þremur starfsmönnum. Miðill með svo fáa starfsmenn verður aldrei neitt annað en vettvangur persónulegra skoðana þeirra sem þar starfa, sem að mati Torgs hefur ekki þá þýðingu fyrir samfélagið að rétt sé að styrkja með opinberu fé,“ segir í umsögninni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár