Álfrún Baldursdóttir lærði stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist sumarið 2016 með meistarapróf í átakafræðum frá LSE – London School of Economics and Political Science.
Álfrún var reyndar ekki viss um í hvaða nám hún færi eftir stúdentspróf og tók sér árshlé frá námi og ferðaðist um Asíu í nokkra mánuði. „Ég var á náttúrufræðibraut í MR og velti því fyrir mér á þeim tíma hvort ég ætti að fara í læknisfræði en tók mér árspásu til að hugsa málið. Þegar ég kom til baka úr Asíureisunni ákvað ég að fara í stjórnmálafræði en það hlógu margir að mér og sögðu að ég hefði ekki þurft að eyða svona miklum pening í Asíuferð því fólk hefði getað sagt mér þetta,“ segir hún. Bæði móðir hennar og faðir eru stjórnmálafræðingar og kenna við Háskóla Íslands, þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Baldur Þórhallsson. En hvers vegna að fara svo í meistaranám í …
Athugasemdir