Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Manni fallast svolítið hendur

Álfrún Bald­urs­dótt­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur starfar á NATO-her­stöð í Kabúl í Af­gan­ist­an. Þar starfar hún sem póli­tísk­ur ráð­gjafi sendi­herra Atlants­hafs­banda­lags­ins gagn­vart Af­gan­ist­an, en við­fangs­efni henn­ar í starf­inu eru jafn­rétt­is­mál og mál­efni ung­menna. Álfrún býr þar í litl­um gámi og fer ekki út af svæð­inu nema í bryn­vörð­um bíl ör­ygg­is­isns vegna.

Manni fallast svolítið hendur

Álfrún Baldursdóttir lærði stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist sumarið 2016 með meistarapróf í átakafræðum frá LSE – London School of Economics and Political Science.

Álfrún var reyndar ekki viss um í hvaða nám hún færi eftir stúdentspróf og tók sér árshlé frá námi og ferðaðist um Asíu í nokkra mánuði. „Ég var á náttúrufræðibraut í MR og velti því fyrir mér á þeim tíma hvort ég ætti að fara í læknisfræði en tók mér árspásu til að hugsa málið. Þegar ég kom til baka úr Asíureisunni ákvað ég að fara í stjórnmálafræði en það hlógu margir að mér og sögðu að ég hefði ekki þurft að eyða svona miklum pening í Asíuferð því fólk hefði getað sagt mér þetta,“ segir hún. Bæði móðir hennar og faðir eru stjórnmálafræðingar og kenna við Háskóla Íslands, þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Baldur Þórhallsson. En hvers vegna að fara svo í meistaranám í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár