Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eigandi Hrauns fullyrðir ranglega að Matvís hafi yfirfarið kjaramál og segist fórnarlamb hatursorðræðu

Jón Krist­inn Ásmunds­son, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Hrauns, seg­ist vera fórn­ar­lamb hat­ursorð­ræðu vegna um­ræðu um launa­kjör starfs­manna hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann full­yrð­ir að Mat­vís hafi lagt bless­un sína yf­ir kjara­mál veit­inga­stað­ar­ins en stétt­ar­fé­lag­ið hafn­ar því að hafa far­ið yf­ir mál­ið.

Eigandi Hrauns fullyrðir ranglega að Matvís hafi yfirfarið kjaramál og segist fórnarlamb hatursorðræðu

Jón Kristinn Ásmundsson, eigandi veitingastaðarins Hrauns í Snæfellsbæ, segist vera fórnarlamb netníðs og opinberrar smánunar. Hann og fjölskylda hans hafi orðið fyrir „hatursorðræðu“ sem óhjákvæmilegt hafi reynst að kæra til lögreglu. 

Þetta kemur fram í opnu bréfi Jóns Kristins sem birtist í bæjarblaðinu Jökli í gær. 

Stundin #87

Í nýútkomnu blaði Stundarinnar er fjallað ítarlega um kjör starfsmanna á veitingastaðnum. Greinin mun birtast á vef Stundarinnar í fyrramálið, en þar er meðal annars rætt við fyrrverandi starfsmann, Króatann Robert Zubcic, sem var rekinn eftir að hann leitaði til stéttarfélags vegna vangoldinna launa. Þá kemur fram að fólk hafi kvartað undan kjarabrotum rekstrarstjóra sem borgaði þeim ekki fyrir yfirvinnu. Tveir fyrrverandi starfsmenn segja í samtali við Stundina að rekstrarstjórinn hafi hótað því að kona hans myndi keyra yfir þá. Rekstrarstjórinn segir þetta rógburð en játar að hafa haldið eftir síðasta launaseðli annars starfsmannsins.

Jón Kristinn, sem einnig er viðmælandi í frétt Stundarinnar, svarar fyrir málið í bæjarblaðinu og sendir Roberti tóninn. „Robert hefur farið fram með vægast sagt einhliða málflutningi og rakalausum rógburði. Enginn gerir kröfur til þess að hann rökstyðji mál sitt, hvorki fjölmiðlar sem fjallað hafa um þetta mál né sumir í nærsamfélagi okkar í Snæfellinga sem taka þátt í herferðinni,“ skrifar hann og fullyrðir að Robert hafi fengið greidd laun, yfirvinnu og önnur launatengd réttindi í samræmi við þann kjarasamning sem gildi um starf hans. „Hið rétta er að Matvís, stéttarfélag fólks í veitingageiranum, hefur yfirfarið launa- og vakta fyrirkomulag í fyrirtæki mínu og staðfest að greiðslur launa þess eru í samræmi við gildandi kjarasamninga.“

Hann segir múgsefjun hafa átt sér stað í bænum. „Á Facebook hefur verið stofnaður lokaður hópur til að kynda nú enn betur undir þessari herferð. Herferð sem ekkert markmið virðist hafa annað en að smána mig og fyrirtæki mitt opinberlega og valda þannig skaða,“ skrifar hann og bætir því við að samfélagið allt sé fórnarlamb ef það sé látið viðgangast að „í lagi sé að níðast með persónuárásum á eina fjölskyldu“.

Segir ósatt um aðkomu Matvís

Starfsmaður hjá Matvís staðfestir við Stundina að Jón Kristinn hafi haft samband til að staðfesta að 3-2-2 vaktarfyrirkomulagið væri viðurkennt af félaginu. Starfsmaðurinn kannaðist hinsvegar ekki við að hafa fengið að sjá, hvað þá yfirfara, launa- og vakta fyrirkomulag Hrauns.

Formaður félagsins, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, tekur í sama streng og segir að félagið hafi aldrei fengið formlega beiðni frá Jóni um að yfirfara stöðu kjaramála á veitingarstaðnum.

Þar að auki hefur Matvís ekki neina aðkomu að máli Roberts þar sem hann hefur ekki aðild að stéttarfélaginu. Robert er í Verkalýðsfélagi Snæfellinga og hefur verið það frá upphafi. Ef hann hefði látið staðfesta þriggja ára kokkanám sitt og hefði aðild að Matvís væri lægsti launataxtinn sem hann gæti fengið borgað 2.062 krónur á tíma; Robert fékk 1.572,04 krónur á tíma sem er samkvæmt kjarasamningum SGS.

Lesa má umfjöllun um mál Roberts og Jóns í nýjasta blaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár