Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eigandi Hrauns fullyrðir ranglega að Matvís hafi yfirfarið kjaramál og segist fórnarlamb hatursorðræðu

Jón Krist­inn Ásmunds­son, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Hrauns, seg­ist vera fórn­ar­lamb hat­ursorð­ræðu vegna um­ræðu um launa­kjör starfs­manna hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann full­yrð­ir að Mat­vís hafi lagt bless­un sína yf­ir kjara­mál veit­inga­stað­ar­ins en stétt­ar­fé­lag­ið hafn­ar því að hafa far­ið yf­ir mál­ið.

Eigandi Hrauns fullyrðir ranglega að Matvís hafi yfirfarið kjaramál og segist fórnarlamb hatursorðræðu

Jón Kristinn Ásmundsson, eigandi veitingastaðarins Hrauns í Snæfellsbæ, segist vera fórnarlamb netníðs og opinberrar smánunar. Hann og fjölskylda hans hafi orðið fyrir „hatursorðræðu“ sem óhjákvæmilegt hafi reynst að kæra til lögreglu. 

Þetta kemur fram í opnu bréfi Jóns Kristins sem birtist í bæjarblaðinu Jökli í gær. 

Stundin #87

Í nýútkomnu blaði Stundarinnar er fjallað ítarlega um kjör starfsmanna á veitingastaðnum. Greinin mun birtast á vef Stundarinnar í fyrramálið, en þar er meðal annars rætt við fyrrverandi starfsmann, Króatann Robert Zubcic, sem var rekinn eftir að hann leitaði til stéttarfélags vegna vangoldinna launa. Þá kemur fram að fólk hafi kvartað undan kjarabrotum rekstrarstjóra sem borgaði þeim ekki fyrir yfirvinnu. Tveir fyrrverandi starfsmenn segja í samtali við Stundina að rekstrarstjórinn hafi hótað því að kona hans myndi keyra yfir þá. Rekstrarstjórinn segir þetta rógburð en játar að hafa haldið eftir síðasta launaseðli annars starfsmannsins.

Jón Kristinn, sem einnig er viðmælandi í frétt Stundarinnar, svarar fyrir málið í bæjarblaðinu og sendir Roberti tóninn. „Robert hefur farið fram með vægast sagt einhliða málflutningi og rakalausum rógburði. Enginn gerir kröfur til þess að hann rökstyðji mál sitt, hvorki fjölmiðlar sem fjallað hafa um þetta mál né sumir í nærsamfélagi okkar í Snæfellinga sem taka þátt í herferðinni,“ skrifar hann og fullyrðir að Robert hafi fengið greidd laun, yfirvinnu og önnur launatengd réttindi í samræmi við þann kjarasamning sem gildi um starf hans. „Hið rétta er að Matvís, stéttarfélag fólks í veitingageiranum, hefur yfirfarið launa- og vakta fyrirkomulag í fyrirtæki mínu og staðfest að greiðslur launa þess eru í samræmi við gildandi kjarasamninga.“

Hann segir múgsefjun hafa átt sér stað í bænum. „Á Facebook hefur verið stofnaður lokaður hópur til að kynda nú enn betur undir þessari herferð. Herferð sem ekkert markmið virðist hafa annað en að smána mig og fyrirtæki mitt opinberlega og valda þannig skaða,“ skrifar hann og bætir því við að samfélagið allt sé fórnarlamb ef það sé látið viðgangast að „í lagi sé að níðast með persónuárásum á eina fjölskyldu“.

Segir ósatt um aðkomu Matvís

Starfsmaður hjá Matvís staðfestir við Stundina að Jón Kristinn hafi haft samband til að staðfesta að 3-2-2 vaktarfyrirkomulagið væri viðurkennt af félaginu. Starfsmaðurinn kannaðist hinsvegar ekki við að hafa fengið að sjá, hvað þá yfirfara, launa- og vakta fyrirkomulag Hrauns.

Formaður félagsins, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, tekur í sama streng og segir að félagið hafi aldrei fengið formlega beiðni frá Jóni um að yfirfara stöðu kjaramála á veitingarstaðnum.

Þar að auki hefur Matvís ekki neina aðkomu að máli Roberts þar sem hann hefur ekki aðild að stéttarfélaginu. Robert er í Verkalýðsfélagi Snæfellinga og hefur verið það frá upphafi. Ef hann hefði látið staðfesta þriggja ára kokkanám sitt og hefði aðild að Matvís væri lægsti launataxtinn sem hann gæti fengið borgað 2.062 krónur á tíma; Robert fékk 1.572,04 krónur á tíma sem er samkvæmt kjarasamningum SGS.

Lesa má umfjöllun um mál Roberts og Jóns í nýjasta blaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár