Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rýmka frelsið til að rógbera og smána hópa á grundvelli kynþáttar og kynhneigðar

Sam­kvæmt frum­varpi Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra verð­ur ekki leng­ur refsi­vert að níða og nið­ur­lægja minni­hluta­hópa á Ís­landi nema slík tján­ing þyki „til þess fall­in að hvetja til eða kynda und­ir hatri, of­beldi eða mis­mun­un“. Í grein­ar­gerð er bent á að með frum­varp­inu hefði mátt koma í veg fyr­ir að fólki væri refs­að fyr­ir að út­húða sam­kyn­hneigð­um ár­ið 2017.

Rýmka frelsið til að rógbera og smána hópa á grundvelli kynþáttar og kynhneigðar

Stefnt er að því að þrengja ákvæði almennra hegningarlaga um hatursorðræðu og rýmka frelsi manna til að rógbera, smána og ógna hópum á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar og kynvitundar.

Þetta felst í stjórnarfrumvarpi Sigríðar Á. Andersen sem lagt var fram á Alþingi í gær og byggir á frumvarpsdrögum nefndar forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.

Verði frumvarpið að lögum mun ekki lengur vera refsivert að níða og niðurlægja minnihlutahópa á Íslandi nema slík tjáning sé „til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“. 

Hefði komið í veg fyrir sakfellingu
fólks sem úthúðaði samkynhneigðum

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að tilgangur þess sé að bregðast við tveimur dómum Hæstaréttar Íslands frá árinu 2017 þar sem sakfellt var fyrir brot gegn ákvæðinu um bann við hatursorðræðu vegna umræðu um hinseginfræðslu í Hafnarfirði.

Í öðrum dóminum, Hrd. 14. desember 2017 (415/2017), var manneskja sakfelld fyrir að viðhafa eftirfarandi ummæli: „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“ 

Í hinum dóminum, Hrd. 14. desember 2017 (577/2017), var sakfellt með sams konar rökum fyrir eftirfarandi ummæli: „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.“ 

Tekið er sérstaklega fram í greinargerðinni sem fylgir frumvarpinu að niðurstaðan í fyrrnefndum dómum hefði líklega orðið önnur „ef sú breyting á ákvæðinu sem hér er lögð til hefði verið orðin að veruleika“. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir sakfellingu þeirra sem kölluðu samkynhneigða „kynvillinga“ sem „eðluðu sig“ og lögðu hinseginfræðslu að jöfnu við barnaníð. 

Ákvæðið yrði þrengra en í Noregi og Danmörku

Í dag hljóðar 233. gr. a. almennra hegningarlaga svo: Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Með frumvarpi Sigríðar Andersen er lagt til að eftirfarandi orð bætist aftan við ákvæðið: enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. 

Til samanburðar er ákvæði dönsku hegningarlaganna (d. straffeloven, 266. gr. b) orðað með þeim hætti að hver sá sem opinberlega eða í því skyni að breiða út til fjölda manna setur fram ummæli eða aðra yfirlýsingu þar sem hópi manna er ógnað, þeir smánaðir eða niðurlægðir vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernis eða uppruna, trúar eða kynhneigðar, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

Samkvæmt 1. mgr. 185. gr. norsku hegningarlaganna (n. lov om straff) varðar það sektum eða fangelsi allt að þremur árum að setja, af ásetningi eða gáleysi, opinberlega fram hatursfulla tjáningu eða tjáningu sem hvetur til mismununar. Sá sem af ásetningi eða gáleysi setur fram slíka tjáningu í nærveru annars skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. 

Að því er fram kemur í greinargerð frumvarps dómsmálaráðherra er núgildandi ákvæði um hatursorðræðu óþarflega rúmt. Með breytingunni yrði ákvæðið hins vegar þrengra en í nágrannalöndunum. 

Lögin sett vegna samnings um afnám kynþáttamisréttis

Ákvæði 233. gr. a var upphaflega bætt inn í almenn hegningarlög árið 1973 vegna fullgildingar Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis.

Í 4. gr. samningsins segir að aðildarríkin skuldbindi sig til að gera refsiverða með lögum „alla útbreiðslu á hugmyndum sem eru byggðar á kynþáttayfirburðum eða óvild, hvatningu til kynþáttamisréttis svo og öll ofbeldisverk eða hvatningu til slíkra verka gegn hvaða kynþætti sem er eða hópi manna af öðrum litarhætti eða þjóðlegum uppruna“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár