Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrrverandi ráðherrar: Jón Baldvin með „samsæriskenningar og reiði“

Jón Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og seðla­banka­stjóri, seg­ir Jón Bald­vin Hanni­bals­son hafa skað­að stöðu sína með við­tali í Silfr­inu. Svavar Gests­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir Jón Bald­vin draga upp óraun­hæfa mynd af femín­isma sem póli­tísku vanda­máli.

Fyrrverandi ráðherrar: Jón Baldvin með „samsæriskenningar og reiði“
21 á Hringbraut Ráðherrarnir fyrrverandi sögðu Jón Baldvin hafa verið reiðan í viðtali í Silfrinu.

Jón Baldvin Hannibalsson er „í nauðvörn“ vegna ásakana um kynferðislega áreitni, að mati Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra og formanns Alþýðubandalagsins. Segir hann mál Jóns Baldvins líta „hroðalega“ út.

Svavar og Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, voru í viðtali hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni í þættinum 21 á Hringbraut á þriðjudag. Ræddu þeir viðtal við Jón Baldvin í Silfrinu á RÚV síðastliðinn sunnudag.

„Þetta mál Jóns Baldvins er alveg hroðalegt eins og það lítur út,“ sagði Svavar. „Maður finnur til með þessu fólki eins og henni Aldísi [dóttur Jóns Baldvins]. Það er alveg nístandi að hugsa um hana. Það getur enginn nema reiður maður sett hlutina upp eins og hann gerði, að fólk hafi verið að opna þessa hluti bara af því að það vildi ekki að einhver bók kæmi út. Hvurs lags voðalegir hlutir eru þá í þessari bók?“

Sagði Svavar að málið væri greinilega hvergi nærri búið þar sem Jón Baldvin ætlaði að skrifa bók um það. „Þegar leiðtogi jafnaðarmanna, eins og hann hefur titlað sig sjálfur oftar en allir aðrir, finnst mér, þegar hann fer að tala um femínisma, reyndar öfgafemínisma, sem sérstakt pólitískt vandamál, það er ansi mikið sagt. Hann er í nauðvörn,“ bætti hann við.

Jón Sigurðsson sagðist eiga erfitt með að tala um málið sem gamall vinur og velunnari Jóns Baldvins. „Í viðtalinu þá skaðaði hann frekar sjálfan sig með því að gleyma sér og koma með samsæriskenningar og reiði,“ sagði Jón. „Ég held að hann sé laskaðri eftir sjónvarpsviðtalið en fyrir það, vegna þess að hann er sjálfur að taka upp ýmis einkamál inn á opinberan vettvang þar sem þau eiga eiginlega ekki heima. Hann er kannski að einhverju leyti að ögra þessum konum til þess að segja meira en þær ella hefðu sagt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár