Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Ingi mun krefja ríkið um bætur vegna skattrannsóknar sem varð að engu

Björn Ingi Hrafns­son fjöl­miðla­mað­ur ætl­ar að fara fram á bæt­ur vegna kyrr­setn­ing­ar eigna sinna. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hef­ur lok­ið rann­sókn á bók­haldi og skatt­skil­um hans og tel­ur ekki til­efni til að­gerða.

Björn Ingi mun krefja ríkið um bætur vegna skattrannsóknar sem varð að engu

Skattrannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns er lokið og telur skattrannsóknarstjóri ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Lögmaður Björns Inga segir liggja í augum uppi að farið verði í mál við ríkið og bóta krafist.

Björn Ingi fagnar málalyktum í færslu á Facebook síðu sinni í dag. „Fyrir fjögurra barna fjölskylduföður er ekki einfalt mál að sæta kæru og hafa réttarstöðu sakbornings frammi fyrir alþjóð,“ skrifar Björn Ingi. „Hvað þá að sæta kyrrsetningu allra sinna eigna og geta sig hvergi hrært. Þá er gott að eiga góða að og trúa á mátt bænarinnar og að réttlætið muni sigra og sannleikurinn koma í ljós að lokum.“

Björn Ingi var grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017 og kyrrsetti tollstjóri nær 115 milljónir króna af eignum hans vegna málsins. „Ég mun auðvitað skoða næstu skref með lögmanni mínum, enda hafa undanfarin misseri ekki verið auðveld fyrir mig og tjónið er mikið,“ skrifar Björn Ingi. „En allt er gott sem endar vel. Dag er farið að lengja og landið er að rísa.“

Lögmaður Björns Inga, Sveinn Andri Sveinsson, segir í viðtali við RÚV að það liggi í augum uppi að farið verði í mál vegna kyrrsetningarinnar. Hún sé enn við lýði þrátt fyrir að málinu sé lokið af hálfu skattrannsóknarstjóra.  „Núna er búið að fella málið niður, sem var viðbúið enda einfaldar skýringar á þeim málum sem skattrannsóknarstjóri var að skoða,“ segir Sveinn Andri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár