Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Ingi mun krefja ríkið um bætur vegna skattrannsóknar sem varð að engu

Björn Ingi Hrafns­son fjöl­miðla­mað­ur ætl­ar að fara fram á bæt­ur vegna kyrr­setn­ing­ar eigna sinna. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hef­ur lok­ið rann­sókn á bók­haldi og skatt­skil­um hans og tel­ur ekki til­efni til að­gerða.

Björn Ingi mun krefja ríkið um bætur vegna skattrannsóknar sem varð að engu

Skattrannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns er lokið og telur skattrannsóknarstjóri ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Lögmaður Björns Inga segir liggja í augum uppi að farið verði í mál við ríkið og bóta krafist.

Björn Ingi fagnar málalyktum í færslu á Facebook síðu sinni í dag. „Fyrir fjögurra barna fjölskylduföður er ekki einfalt mál að sæta kæru og hafa réttarstöðu sakbornings frammi fyrir alþjóð,“ skrifar Björn Ingi. „Hvað þá að sæta kyrrsetningu allra sinna eigna og geta sig hvergi hrært. Þá er gott að eiga góða að og trúa á mátt bænarinnar og að réttlætið muni sigra og sannleikurinn koma í ljós að lokum.“

Björn Ingi var grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017 og kyrrsetti tollstjóri nær 115 milljónir króna af eignum hans vegna málsins. „Ég mun auðvitað skoða næstu skref með lögmanni mínum, enda hafa undanfarin misseri ekki verið auðveld fyrir mig og tjónið er mikið,“ skrifar Björn Ingi. „En allt er gott sem endar vel. Dag er farið að lengja og landið er að rísa.“

Lögmaður Björns Inga, Sveinn Andri Sveinsson, segir í viðtali við RÚV að það liggi í augum uppi að farið verði í mál vegna kyrrsetningarinnar. Hún sé enn við lýði þrátt fyrir að málinu sé lokið af hálfu skattrannsóknarstjóra.  „Núna er búið að fella málið niður, sem var viðbúið enda einfaldar skýringar á þeim málum sem skattrannsóknarstjóri var að skoða,“ segir Sveinn Andri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
Af hvítum bjargvættum
4
GagnrýniMzungu

Af hvít­um bjarg­vætt­um

Mzungu eft­ir Þór­unni Rakel Gylfa­dótt­ur, höf­und bók­ar­inn­ar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og storm­sveip­ur inn í ís­lenska jóla­bóka­flóð­ið, klædd æp­andi, app­el­sínu­gulri kápu. Þar er fjall­að um Huldu, ís­lenska konu sem held­ur til Ken­ía til að starfa á mun­að­ar­leys­ingja­hæli hins ís­lenska Skúla, fyrr­um fíkils sem hef­ur snú­ið við blað­inu. Ásamt Huldu á ferða­lag­inu eru Dag­ur, 18...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár