Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir Stígamót hafa sannfært vændiskonu um að hún sé fórnarlamb: „Taktu bara ábyrgð á sjálfri þér“

Brynj­ar Ní­els­son vil af­nema lög um að vændis­kaup séu refsi­verð og seg­ist geta rök­stutt að eng­inn kaupi að­gang að lík­ama kvenna nema í neyð. „Menn eru mjög upp­tekn­ir af því að kon­an ráði yf­ir lík­ama sín­um, hún má meira að segja deyða fóst­ur.“

Segir Stígamót hafa sannfært vændiskonu um að hún sé fórnarlamb: „Taktu bara ábyrgð á sjálfri þér“
Segir Stígamót búa til fórnarlömb Brynjar Níelsson segir að kona sem sagði frá því hvernig brotið hefði verið gegn henni þegar hún stundaði vændi hafi ekki áttað sig á því fyrr en Stígamót héldu þeirri hugmynd að henni. Mynd: Pressphotos

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þeirrar skoðunar að Stígamót sannfæri konur sem stundað hafa vændi um að brotið hafi verið gegn þeim. Fram að því að konurnar leiti til Stígamóta sé upplifun þeirra önnur. Stígamót hafa boðið Brynjar í heimsókn til að fræða hann um starfsemi samtakanna, um afleiðingarnar sem kynferðisofbeldi hefur fyrir brotaþola og til að koma í veg fyrir að hann fari með frekari rangfærslur.

Brynjar var gestur í þættunum Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu í gærmorgun þar sem talið barst meðal annars að viðtali við íslenska konu í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi. Konan hafði stundað vændi í Reykjavík um nokkurra ára skeið og greindi hún frá því að þekktir og valdamiklir menn væru meðal vændiskaupenda í Reykjavík. Hún hafði leiðst út í vændi árið 2010 vegna mikillar fátæktar en konan er öryrki og einstæð móðir. Hún leitaði sér aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkarhlíð og gat hætt í vændi árið 2016. Konan sagðist vilja kæra mennina sem keyptu aðgang að líkama hennar en að slíkt hefði ekkert upp á sig þar sem brot af þessu tagi fyrnast á tveimur árum. Það finnst henni mjög miður þar sem fólk þurfi oft á tíðum lengri tíma en svo til að takast á við ítrekað og alvarlegt ofbeldi sem felist í vændi.

Kallar andstöðu við vændi „feðraveldishugmyndafræði“

Í viðtalinu í Harmageddon lýsti Brynjar því að hann teldi að þessar hugmyndir konunnar væru partur af pólitískri hugmyndafræði sem hann kallaði feðraveldishugmyndafræðina sem gengi út á að konur bæru enga ábyrgð á hegðun sinni. „Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur en hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, feðraveldishugmyndafræði. Konan er hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin. Þetta er auðvitað eins vitlaust lögfræðilega og allt einhvern veginn eins og hægt er að hafa það.“

„Þú getur alveg rökstutt að enginn kaupi
vændi nema það sé í einhverri neyð“

Annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, benti þá á að í lögum um að kaup á vændi séu ólögleg og refsiverð sé tekið til greina að enginn leiðist út í vændi nema að viðkomandi sé í mikilli neyð. Brynjar greip þá fram í og sagði að að slíkt hið sama mætti segja um vændiskaupendur. „Þú getur alveg rökstutt að enginn kaupi vændi nema það sé í einhverri neyð. Hún er bara öðruvísi neyð. Ég er bara að segja: Taktu bara ábyrgð á sjálfri þér. Ef þú ert hins vegar neytt út í vændi, einhver neyðir þig út í slíkt, þá er það auðvitað sjálfstætt brot.“

Brynjar hélt svo áfram og beindi spjótum sínum að Stígamótum. Ekki var annað að skilja á honum en að hann teldi Stígamót hafa haldið þeirra skoðun að konunni að brotið hefði verið á henni; hún hefði ekki verið þeirrar skoðunar fyrr en eftir að hafa þegið aðstoð samtakanna. „Núna hefur hún áttað sig á því, þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“

Vill afnema lög sem banna vændiskaup

Spurður hvort hann væri þá ósammála þeirri skoðun konunnar að fyrningarfrestur á brotum sem þessum væri of stuttur játti Brynjar því og sagði jafnframt að hann vildi afnema bann við kaupum á vændi. „Ég hefði bara viljað taka þetta út. Þetta er nú eiginlega bara hérna í Skandinavíu. Þetta er svona byggt á þessari femínísku, feðraveldishugmyndum.“

Eitt og annað væri gert til að sporna gegn vændisstarfsemi en svo lengi sem konur fengju ekki að selja sig og karlar að kaupa aðgang að þeim, réði enginn yfir eigin líkama í raun. „Við gerum ýmislegt. Þú getur ekki stofnað fyrirtæki, ráðið til þín fólk til þess að selja þjónustu, þú mátt ekki vera að díla með þetta. En það er bara hluti af frelsi konunnar og að ráða yfir líkama sínum, og karlinum líka, að stunda kynlífsviðskipti eins og allt annað. Menn eru mjög uppteknir af því að konan ráði yfir líkama sínum, hún má meira að segja deyða fóstur og núna samkvæmt nýju frumvarpi miklu lengur, á grundvelli þess að hún ráði yfir líkama sínum. Ef hún ræður yfir líkama sínum, af hverju má hún þá ekki stunda kynlífsviðskipti? Svo segja menn: Jú, hún má það. Karlinn má bara ekki kaupa. Þá er enginn að ráða yfir líkama sínum.“

Ef hún ræður yfir líkama sínum, af hverju
má hún þá ekki stunda kynlífsviðskipti?“

Stígamót sendu í dag frá sér eftirfarandi tilkynningu á Facebook-síðu samtakanna: „Starfsfólk Stígamóta vill bjóða Brynjari Níelssyni alþingismanni í opinbera heimsókn til okkar til þess að kynna sér starfsemi Stígamóta. 
Við teljum afar mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar séu meðvitaðir um þær afleiðingar sem mæta brotaþolum kynferðisofbeldis. Við teljum líka afar mikilvægt að ráðamenn kynni sér þau viðfangsefni sem þeir ræða um á opinberum vettvangi þannig að ekki sé farið með rangfærslur.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár