Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir Stígamót hafa sannfært vændiskonu um að hún sé fórnarlamb: „Taktu bara ábyrgð á sjálfri þér“

Brynj­ar Ní­els­son vil af­nema lög um að vændis­kaup séu refsi­verð og seg­ist geta rök­stutt að eng­inn kaupi að­gang að lík­ama kvenna nema í neyð. „Menn eru mjög upp­tekn­ir af því að kon­an ráði yf­ir lík­ama sín­um, hún má meira að segja deyða fóst­ur.“

Segir Stígamót hafa sannfært vændiskonu um að hún sé fórnarlamb: „Taktu bara ábyrgð á sjálfri þér“
Segir Stígamót búa til fórnarlömb Brynjar Níelsson segir að kona sem sagði frá því hvernig brotið hefði verið gegn henni þegar hún stundaði vændi hafi ekki áttað sig á því fyrr en Stígamót héldu þeirri hugmynd að henni. Mynd: Pressphotos

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þeirrar skoðunar að Stígamót sannfæri konur sem stundað hafa vændi um að brotið hafi verið gegn þeim. Fram að því að konurnar leiti til Stígamóta sé upplifun þeirra önnur. Stígamót hafa boðið Brynjar í heimsókn til að fræða hann um starfsemi samtakanna, um afleiðingarnar sem kynferðisofbeldi hefur fyrir brotaþola og til að koma í veg fyrir að hann fari með frekari rangfærslur.

Brynjar var gestur í þættunum Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu í gærmorgun þar sem talið barst meðal annars að viðtali við íslenska konu í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi. Konan hafði stundað vændi í Reykjavík um nokkurra ára skeið og greindi hún frá því að þekktir og valdamiklir menn væru meðal vændiskaupenda í Reykjavík. Hún hafði leiðst út í vændi árið 2010 vegna mikillar fátæktar en konan er öryrki og einstæð móðir. Hún leitaði sér aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkarhlíð og gat hætt í vændi árið 2016. Konan sagðist vilja kæra mennina sem keyptu aðgang að líkama hennar en að slíkt hefði ekkert upp á sig þar sem brot af þessu tagi fyrnast á tveimur árum. Það finnst henni mjög miður þar sem fólk þurfi oft á tíðum lengri tíma en svo til að takast á við ítrekað og alvarlegt ofbeldi sem felist í vændi.

Kallar andstöðu við vændi „feðraveldishugmyndafræði“

Í viðtalinu í Harmageddon lýsti Brynjar því að hann teldi að þessar hugmyndir konunnar væru partur af pólitískri hugmyndafræði sem hann kallaði feðraveldishugmyndafræðina sem gengi út á að konur bæru enga ábyrgð á hegðun sinni. „Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur en hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, feðraveldishugmyndafræði. Konan er hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin. Þetta er auðvitað eins vitlaust lögfræðilega og allt einhvern veginn eins og hægt er að hafa það.“

„Þú getur alveg rökstutt að enginn kaupi
vændi nema það sé í einhverri neyð“

Annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, benti þá á að í lögum um að kaup á vændi séu ólögleg og refsiverð sé tekið til greina að enginn leiðist út í vændi nema að viðkomandi sé í mikilli neyð. Brynjar greip þá fram í og sagði að að slíkt hið sama mætti segja um vændiskaupendur. „Þú getur alveg rökstutt að enginn kaupi vændi nema það sé í einhverri neyð. Hún er bara öðruvísi neyð. Ég er bara að segja: Taktu bara ábyrgð á sjálfri þér. Ef þú ert hins vegar neytt út í vændi, einhver neyðir þig út í slíkt, þá er það auðvitað sjálfstætt brot.“

Brynjar hélt svo áfram og beindi spjótum sínum að Stígamótum. Ekki var annað að skilja á honum en að hann teldi Stígamót hafa haldið þeirra skoðun að konunni að brotið hefði verið á henni; hún hefði ekki verið þeirrar skoðunar fyrr en eftir að hafa þegið aðstoð samtakanna. „Núna hefur hún áttað sig á því, þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“

Vill afnema lög sem banna vændiskaup

Spurður hvort hann væri þá ósammála þeirri skoðun konunnar að fyrningarfrestur á brotum sem þessum væri of stuttur játti Brynjar því og sagði jafnframt að hann vildi afnema bann við kaupum á vændi. „Ég hefði bara viljað taka þetta út. Þetta er nú eiginlega bara hérna í Skandinavíu. Þetta er svona byggt á þessari femínísku, feðraveldishugmyndum.“

Eitt og annað væri gert til að sporna gegn vændisstarfsemi en svo lengi sem konur fengju ekki að selja sig og karlar að kaupa aðgang að þeim, réði enginn yfir eigin líkama í raun. „Við gerum ýmislegt. Þú getur ekki stofnað fyrirtæki, ráðið til þín fólk til þess að selja þjónustu, þú mátt ekki vera að díla með þetta. En það er bara hluti af frelsi konunnar og að ráða yfir líkama sínum, og karlinum líka, að stunda kynlífsviðskipti eins og allt annað. Menn eru mjög uppteknir af því að konan ráði yfir líkama sínum, hún má meira að segja deyða fóstur og núna samkvæmt nýju frumvarpi miklu lengur, á grundvelli þess að hún ráði yfir líkama sínum. Ef hún ræður yfir líkama sínum, af hverju má hún þá ekki stunda kynlífsviðskipti? Svo segja menn: Jú, hún má það. Karlinn má bara ekki kaupa. Þá er enginn að ráða yfir líkama sínum.“

Ef hún ræður yfir líkama sínum, af hverju
má hún þá ekki stunda kynlífsviðskipti?“

Stígamót sendu í dag frá sér eftirfarandi tilkynningu á Facebook-síðu samtakanna: „Starfsfólk Stígamóta vill bjóða Brynjari Níelssyni alþingismanni í opinbera heimsókn til okkar til þess að kynna sér starfsemi Stígamóta. 
Við teljum afar mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar séu meðvitaðir um þær afleiðingar sem mæta brotaþolum kynferðisofbeldis. Við teljum líka afar mikilvægt að ráðamenn kynni sér þau viðfangsefni sem þeir ræða um á opinberum vettvangi þannig að ekki sé farið með rangfærslur.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár