Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti 126 nauðungarvistanir á fólki vegna alvarlegra geðsjúkdóma eða fíknar á síðasta ári. Í tæplega 3 prósent tilvika leitaði embættið álits trúnaðarlæknis áður en samþykki fyrir vistun var veitt. Í engu tilfelli kynnti trúnaðarlæknir sér ástand sjúklings sérstaklega eða sjúkraskrá hans.
Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn Stundarinnar. Samtökin Geðhjálp hafa farið fram á það við Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að lögræðislögin, sem fjalla meðal annars um nauðungarvistanir, verði endurskoðuð í heild sinni. Að mati samtakanna standast þau ekki lágmarkskröfur þeirra alþjóðlegu mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að.
„Við lítum svo á að nauðungarvistanir séu ekki réttlætanlegar, að minnsta kosti ekki ef líf fólks eða annarra er ekki í hættu,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Það fer fram nauðungarvistun þriðja hvern dag, sem er alltof mikið. Reynsla okkar er sú að nauðungarvistun situr í fólki jafnvel svo áratugum skiptir. Þetta getur verið rosalega niðurlægjandi þvingun …
Athugasemdir