Ótal fréttir hafa verið sagðar af Klaustursmálinu svokallaða undanfarna mánuði. Flestar eru dapurlegar og fjalla um sauðdrukkna karla að úthúða konum, klæmast, gorta af misbeitingu valds og hæðast að fólki sem tilheyrir minnihlutahópum.
Þingmenn Miðflokksins hafa gagnrýnt fréttaflutninginn og haldið því fram að þeir hafi líka farið jákvæðum orðum um menn og málefni. Fjölmiðlar hafi bara ekki sýnt því neina athygli heldur einungis birt það neikvæða. Þetta eigi til að mynda við um umræðuna um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem fékk harða útreið á Klaustri. „Áður var ég búinn að hafa mörg orð um mannkosti Lilju og kalla hana frábæra eins og alltaf þegar ég tala um hana. Þau orð hafa hins vegar ekki verið birt,“ skrifaði Sigmundur.
Ræddu lofsamlega um fimm
Upptökur Báru Halldórsdóttur af Klaustri sem Stundin hefur undir höndum renna ekki stoðum undir þetta. Eftir því sem Stundin kemst næst töluðu þingmennirnir lofsamlega um fimm manneskjur, svo greina …
Athugasemdir