Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

Að­al­með­ferð í máli Ernu Reka fer fram í dag. Erna er fædd á Ís­landi en Út­lend­inga­stofn­un hef­ur úr­skurð­að að vísa eigi henni og for­eldr­um henn­ar úr landi.

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi
Berjast gegn brottvísun Aðalmeðferð fer fram í máli Ernu Reka í dag en Útlendingastofnun hefur úrskurðað að vísa eigi henni og fjölskyldu hennar úr landi. Mynd: Esther Ýr Þorvaldsdóttir

Aðalmeðferð fer í dag fram í máli Ernu Reka, 19 mánaða gamallar stúlku sem fædd er á Íslandi í apríl 2017 en fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli Ernu og foreldrum hennar úr landi. Deilt er um túlkun á útlendingalögum og telja foreldrar Ernu og lögmaður fjölskyldunnar að brottvísun hennar úr landi brjóti í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Foreldrar Ernu, þau Nazife og Erion, komu hingað til lands frá Albaníu og sóttu hér um hæli árið 2015. Þau fengu atvinnuleyfi hér á landi en var svo vísað úr landi. Skömmu síðar komu þau hingað til lands á nýjan leik og sóttu um dvalarleyfi. Umsókn þeirra var hafnað af Útlendingastofnun í febrúar 2018 og kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í júlí síðastliðnum.

Aðalmeðferð fer fram í dag, en dómsmálið er höfðað með þeim rökum að í 102. grein útlendingalaga segi að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt hér fasta búsetu frá fæðingu samkvæmt Þjóðskrá. Lögheimili barna hælilsleitenda og þeirra sem sótt hafa um dvalarleyfi er hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna og þannig var einnig með Ernu. Af þeim sökum telur Útlendingastofnun að umrætt ákvæði eigi ekki við í máli Ernu.

Við þessa niðurstöðu vilja foreldrar Ernu ekki sætta sig og höfðuðu því umrætt dómsmál. Telja þau meðal annars að mismunandi skráning lögheimila barana sé brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem óheimilt sé að mismuna börnum á grundvelli stöðu foreldra þeirra. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár