Kínamúrinn er sennilega það fyrsta sem flestum flýgur í hug þegar rætt er um stóra landamæramúra. Þó að það sé að vísu rangt að hann sjáist með berum augum úr geimnum (til þess er hann of mjór) er um að ræða eitt ótrúlegasta mannvirki jarðar. Framkvæmdir hófust á sjöundu öld fyrir Krist og á endanum varð múrinn 21 þúsund kílómetra langur og umlukti mest allt Kína. Það er sjö sinnum lengri múr en Trump hefur lagt til að byggja.
Upphaflega var um að ræða marga minni múra sem smám saman voru sameinaðir til að verjast innrásum Mongóla og annarra útlendinga sem Kínverjar óttuðust. Hugmyndin var að hersveitir á hestbaki gætu ekki nýtt styrk sinn á opnum sléttum heldur neyddust til að ráðast með öllu sínu liði á einstaka hluta múrsins til að reyna að komast í gegn eða yfir. Landamæraverðir voru tilbúnir á múrnum með bálkesti sem þeir kveiktu í …
Athugasemdir