Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Innmúraðar þjóðir

Hug­mynd­ir um landa­mæramúr eru ekki nýj­ar af nál­inni. Þó að um­ræð­an í dag hverf­ist um landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó hafa slík mann­virki ver­ið reist um all­an heim. Í dag rísa múr­ar víð­ar og hrað­ar en á tím­um kalda stríðs­ins.

Innmúraðar þjóðir
Tákn um veldi keisarans Kínamúrinn er 21 þúsund kílómetra langur og umlukti mest allt Kína. Margir fræðimenn vilja meina að Kínamúrinn hafi ekki síst markað sálfræðileg landamæri ríkisins og verið táknrænn fyrir hið mikla veldi keisarans. Allt sem stóð utan múrsins var útlent og illt, allt innan hans kínverskt og gott. Mynd: Shutterstock

Kínamúrinn er sennilega það fyrsta sem flestum flýgur í hug þegar rætt er um stóra landamæramúra. Þó að það sé að vísu rangt að hann sjáist með berum augum úr geimnum (til þess er hann of mjór) er um að ræða eitt ótrúlegasta mannvirki jarðar. Framkvæmdir hófust á sjöundu öld fyrir Krist og á endanum varð múrinn 21 þúsund kílómetra langur og umlukti mest allt Kína. Það er sjö sinnum lengri múr en Trump hefur lagt til að byggja.

Upphaflega var um að ræða marga minni múra sem smám saman voru sameinaðir til að verjast innrásum Mongóla og annarra útlendinga sem Kínverjar óttuðust. Hugmyndin var að hersveitir á hestbaki gætu ekki nýtt styrk sinn á opnum sléttum heldur neyddust til að ráðast með öllu sínu liði á einstaka hluta múrsins til að reyna að komast í gegn eða yfir. Landamæraverðir voru tilbúnir á múrnum með bálkesti sem þeir kveiktu í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár