Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Innmúraðar þjóðir

Hug­mynd­ir um landa­mæramúr eru ekki nýj­ar af nál­inni. Þó að um­ræð­an í dag hverf­ist um landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó hafa slík mann­virki ver­ið reist um all­an heim. Í dag rísa múr­ar víð­ar og hrað­ar en á tím­um kalda stríðs­ins.

Innmúraðar þjóðir
Tákn um veldi keisarans Kínamúrinn er 21 þúsund kílómetra langur og umlukti mest allt Kína. Margir fræðimenn vilja meina að Kínamúrinn hafi ekki síst markað sálfræðileg landamæri ríkisins og verið táknrænn fyrir hið mikla veldi keisarans. Allt sem stóð utan múrsins var útlent og illt, allt innan hans kínverskt og gott. Mynd: Shutterstock

Kínamúrinn er sennilega það fyrsta sem flestum flýgur í hug þegar rætt er um stóra landamæramúra. Þó að það sé að vísu rangt að hann sjáist með berum augum úr geimnum (til þess er hann of mjór) er um að ræða eitt ótrúlegasta mannvirki jarðar. Framkvæmdir hófust á sjöundu öld fyrir Krist og á endanum varð múrinn 21 þúsund kílómetra langur og umlukti mest allt Kína. Það er sjö sinnum lengri múr en Trump hefur lagt til að byggja.

Upphaflega var um að ræða marga minni múra sem smám saman voru sameinaðir til að verjast innrásum Mongóla og annarra útlendinga sem Kínverjar óttuðust. Hugmyndin var að hersveitir á hestbaki gætu ekki nýtt styrk sinn á opnum sléttum heldur neyddust til að ráðast með öllu sínu liði á einstaka hluta múrsins til að reyna að komast í gegn eða yfir. Landamæraverðir voru tilbúnir á múrnum með bálkesti sem þeir kveiktu í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár