„Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn.“
Þannig lýsir Carmen Jóhannsdóttir kynferðislegri áreitni síðasta sumar. Meintur gerandi er Jón Baldvin Hannibalsson, einn áhrifamesti stjórnmálamaður Íslands síðustu áratuga.
Carmen er ein fjögurra kvenna sem stíga fram í Stundinni og lýsa kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins, atvikum sem áttu sér stað yfir hálfrar aldar tímabil.
Nýlegasta atvikið er það sem Carmen lýsir og átti sér stað á Spáni í júní 2018, að loknum leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu. Segir hún að Jón Baldvin hafi áreitt sig kynferðislega á heimili hans og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, í bænum Salobreña í Andalúsíu.
Elsta atvikið sem er lýst átti sér stað árið 1967 þegar Jón Baldvin var kennari í Hagaskóla. Þolendur meintrar áreitni hans og nemendur við skólann, Matthildur Kristmannsdóttir og María …
Athugasemdir