Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins

Fjór­ar kon­ur stíga fram í við­töl­um í Stund­inni og lýsa meintri kyn­ferð­is­áreitni Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar yf­ir rúm­lega hálfr­ar ald­ar skeið. Enn fleiri kon­ur hafa deilt sög­um sín­um af ráð­herr­an­um fyrr­ver­andi í lok­uð­um hópi kvenna. Nýj­asta sag­an er frá því sumar­ið 2018, en þær elstu frá 13–14 ára nem­end­um hans við Haga­skóla á sjö­unda ára­tugn­um.

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins

„Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn.“

Þannig lýsir Carmen Jóhannsdóttir kynferðislegri áreitni síðasta sumar. Meintur gerandi er Jón Baldvin Hannibalsson, einn áhrifamesti stjórnmálamaður Íslands síðustu áratuga.

Carmen er ein fjögurra kvenna sem stíga fram í Stundinni og lýsa kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins, atvikum sem áttu sér stað yfir hálfrar aldar tímabil.

Nýlegasta atvikið er það sem Carmen lýsir og átti sér stað á Spáni í júní 2018, að loknum leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu. Segir hún að Jón Baldvin hafi áreitt sig kynferðislega á heimili hans og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, í bænum Salobreña í Andalúsíu.

Elsta atvikið sem er lýst átti sér stað árið 1967 þegar Jón Baldvin var kennari í Hagaskóla. Þolendur meintrar áreitni hans og nemendur við skólann, Matthildur Kristmannsdóttir og María …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár