Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

Þor­steinn Hartwig Ein­ars­son, húsa­smíða­meist­ari hjá bygg­inga­fyr­ir­tæk­inu VHM, seg­ir bygg­inga­vöru­fyr­ir­tæk­ið Bergós hafa leigt út úkraínska starfs­menn sem fengu borg­að und­ir lág­marks­laun­um. For­svars­menn Bergós hafna því að þeir hafi leigt út starfs­menn þrátt fyr­ir gögn sem sýna fram á ann­að. Vinnu­mála­stofn­un er með fyr­ir­tæk­ið til skoð­un­ar.

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
Þorsteinn Hartwig Einarsson, húsasmíðameistari hjá byggingafyrirtækinu VHM, leigði út starfsmenn í gegnum fyrirtækið Bergós en komst síðar að því að þeir fengju greitt langt undir lágmarkslaunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Mér er illa við að verið sé að stunda vinnustarfsemi með þessu móti,“ segir Þorsteinn Hartwig Einarsson, húsasmíðameistari hjá byggingafyrirtækinu VHM, sem komst að því að starfsmenn sem hann leigði fyrir byggingarverkefni í gegnum fyrirtækið Bergós, fengu greitt langt undir þeim lágmarkslaunum sem kveðið er á um í íslenskum kjarasamningum. Að sögn Þorsteins komu umræddir starfsmenn frá Úkraínu, sem er utan Schengen, og voru þeir hér á landi sem ferðamenn þrjá mánuði í senn. Þá var enginn þeirra með íslenska kennitölu og fengu þeir að eigin sögn greitt fyrir vinnu sína í heimalandi sínu. Þorsteinn segir ljóst að brotið hafi verið á réttindum mannanna. 

Sendu reikning fyrir vinnustundumSigurður Bragi Sigurðsson, eigandi Bergós og Fanntófells, segist ekki kannast við það að fyrirtæki í hans eigu hafi leigt út starfsmenn. Bergós sendi reikning á Þorstein fyrir vinnustundum starfsmannanna.

Sigurður Bragi Sigurðsson, eigandi Bergós, vill ekki kannast …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár