Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

Þor­steinn Hartwig Ein­ars­son, húsa­smíða­meist­ari hjá bygg­inga­fyr­ir­tæk­inu VHM, seg­ir bygg­inga­vöru­fyr­ir­tæk­ið Bergós hafa leigt út úkraínska starfs­menn sem fengu borg­að und­ir lág­marks­laun­um. For­svars­menn Bergós hafna því að þeir hafi leigt út starfs­menn þrátt fyr­ir gögn sem sýna fram á ann­að. Vinnu­mála­stofn­un er með fyr­ir­tæk­ið til skoð­un­ar.

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
Þorsteinn Hartwig Einarsson, húsasmíðameistari hjá byggingafyrirtækinu VHM, leigði út starfsmenn í gegnum fyrirtækið Bergós en komst síðar að því að þeir fengju greitt langt undir lágmarkslaunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Mér er illa við að verið sé að stunda vinnustarfsemi með þessu móti,“ segir Þorsteinn Hartwig Einarsson, húsasmíðameistari hjá byggingafyrirtækinu VHM, sem komst að því að starfsmenn sem hann leigði fyrir byggingarverkefni í gegnum fyrirtækið Bergós, fengu greitt langt undir þeim lágmarkslaunum sem kveðið er á um í íslenskum kjarasamningum. Að sögn Þorsteins komu umræddir starfsmenn frá Úkraínu, sem er utan Schengen, og voru þeir hér á landi sem ferðamenn þrjá mánuði í senn. Þá var enginn þeirra með íslenska kennitölu og fengu þeir að eigin sögn greitt fyrir vinnu sína í heimalandi sínu. Þorsteinn segir ljóst að brotið hafi verið á réttindum mannanna. 

Sendu reikning fyrir vinnustundumSigurður Bragi Sigurðsson, eigandi Bergós og Fanntófells, segist ekki kannast við það að fyrirtæki í hans eigu hafi leigt út starfsmenn. Bergós sendi reikning á Þorstein fyrir vinnustundum starfsmannanna.

Sigurður Bragi Sigurðsson, eigandi Bergós, vill ekki kannast …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
3
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár