„Mér er illa við að verið sé að stunda vinnustarfsemi með þessu móti,“ segir Þorsteinn Hartwig Einarsson, húsasmíðameistari hjá byggingafyrirtækinu VHM, sem komst að því að starfsmenn sem hann leigði fyrir byggingarverkefni í gegnum fyrirtækið Bergós, fengu greitt langt undir þeim lágmarkslaunum sem kveðið er á um í íslenskum kjarasamningum. Að sögn Þorsteins komu umræddir starfsmenn frá Úkraínu, sem er utan Schengen, og voru þeir hér á landi sem ferðamenn þrjá mánuði í senn. Þá var enginn þeirra með íslenska kennitölu og fengu þeir að eigin sögn greitt fyrir vinnu sína í heimalandi sínu. Þorsteinn segir ljóst að brotið hafi verið á réttindum mannanna.
Sigurður Bragi Sigurðsson, eigandi Bergós, vill ekki kannast …
Athugasemdir