Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

WOW sögðu upp fólki í fæðingarorlofi

VR skoð­ar mál starfs­manna WOW air sem sagt var upp í hópupp­sögn­um. Rök­stuðn­ing­ur hafi ekki fylgt eins og krafa sé um.

WOW sögðu upp fólki í fæðingarorlofi

VR er með til skoðunar mál starfsmanna WOW air sem sagt var upp í hópuppsögnum í desember. Starfsmennirnir voru í fæðingarorlofi og skorti skriflegan rökstuðning fyrir uppsögnunum eins og lög kveða á um. Fréttablaðið greinir frá.

13. desember var 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air sagt upp störfum og samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn voru látnir renna út. 

„Það hafa nokkrir leitað til okkar sem svo var ástatt um og það er verið að kalla eftir rökstuðningi fyrir uppsögninni. Þegar fólki í fæðingarorlofi er sagt upp þarf að fylgja rökstuðningur,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR.

Lög um fæðingarorlof kveða á um að óheimilt sé að segja upp fólki í fæðingarorlofi, barnshafandi konum og konum sem nýverið hafi fætt barn. Að öðrum kosti þurfi gildar ástæður að vera fyrir uppsögninni og skriflegur rökstuðningur að fylgja.

„Meginreglan er sú að það er bannað að segja fólki upp í fæðingarorlofi,“ segir Stefán. „Það er meginreglan, en það er heimilt ef gildar ástæður eru fyrir hendi eins og lögin segja, þá þarf þennan skriflega rökstuðning. Það er verið að kalla eftir honum og bíða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár