Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

WOW sögðu upp fólki í fæðingarorlofi

VR skoð­ar mál starfs­manna WOW air sem sagt var upp í hópupp­sögn­um. Rök­stuðn­ing­ur hafi ekki fylgt eins og krafa sé um.

WOW sögðu upp fólki í fæðingarorlofi

VR er með til skoðunar mál starfsmanna WOW air sem sagt var upp í hópuppsögnum í desember. Starfsmennirnir voru í fæðingarorlofi og skorti skriflegan rökstuðning fyrir uppsögnunum eins og lög kveða á um. Fréttablaðið greinir frá.

13. desember var 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air sagt upp störfum og samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn voru látnir renna út. 

„Það hafa nokkrir leitað til okkar sem svo var ástatt um og það er verið að kalla eftir rökstuðningi fyrir uppsögninni. Þegar fólki í fæðingarorlofi er sagt upp þarf að fylgja rökstuðningur,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR.

Lög um fæðingarorlof kveða á um að óheimilt sé að segja upp fólki í fæðingarorlofi, barnshafandi konum og konum sem nýverið hafi fætt barn. Að öðrum kosti þurfi gildar ástæður að vera fyrir uppsögninni og skriflegur rökstuðningur að fylgja.

„Meginreglan er sú að það er bannað að segja fólki upp í fæðingarorlofi,“ segir Stefán. „Það er meginreglan, en það er heimilt ef gildar ástæður eru fyrir hendi eins og lögin segja, þá þarf þennan skriflega rökstuðning. Það er verið að kalla eftir honum og bíða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár