Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Margrét Maack: Klaustursþingmenn skilja ekki kabarett

Mar­grét Erla Maack seg­ir ljóst á kæru þing­manna Mið­flokks­ins í Klaust­urs­mál­inu að þeir skilji ekki hvernig kaba­rett sýn­ing­ar virka. Þing­menn­irn­ir telja fjar­vist Báru Hall­dórs­dótt­ur upp­ljóstr­ara af kaba­ret­tæf­ingu sýna ásetn­ing henn­ar um njósn­ir.

Margrét Maack: Klaustursþingmenn skilja ekki kabarett

Sviðslistafólk kemur Báru Halldórsdóttur, uppljóstrara í Klaustursmálinu, til varnar á netinu í dag eftir að ljóst varð að þingmennirnir sem hún náði á upptöku hyggjast halda áfram málarekstri gegn henni. Segir Margrét Erla Maack skemmtikraftur að þingmennirnir hafi ekki skilning á kabarett.

Þingmenn Miðflokksins hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem hafnað var beiðni þeirra um að fram færu vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna um atburðina á Klaustri, til Landsréttar.

Í kærunni er bent á að Bára hafi setið á Klaustri í fjóra tíma og sleppt æfingu sem hún hafi ætlað að fara á. „Hafi hún þó sagst hafa verið á leiðinni á æfingu á leiksýningu sem ætlunin var að frumsýna tveimur dögum síðar, án þess að þetta hafi neitt tálmað þaulsetu hennar yfir upptökunum,“ segir í kærunni. Er þetta notað til þess að rökstyðja fyrirframgefinn ásetning Báru um að „njósna“.

Í viðtali við Stundina kom fram að hún hafi ætlað á æfingu fyrir menningar- og skemmtiviðburðinn Rauða skáldahúsið í Iðnó kvöldið 20. nóvember þegar atburðirnir áttu sér stað. Bára hefur komið fram í hlutverki spákonu og dregið Tarot-spil

Margrét Erla Maack, sem sjálf hefur sýnt á þessum kvöldum og stofnaði einnig Reykjavík Kabarett, segir í færslu á Facebook að þingmennirnir hafi ekki skilning á hvernig kabarett virkar. „Þetta eru skemmtiatriði,“ skrifar Margrét. „Hver og einn kemur með sitt, og hvert og eitt atriði tengist ekki öðrum. Æfingar eru oftast tæknirennsli eða einfaldlega talað í gegnum sýninguna, „kveikið á laginu minu áður en ég geng inn“ og svoleiðis.“

Segja rök þingmannanna ekki halda vatni

Rauða skáldahúsið birti einnig færslu á Facebook í dag þar sem rök þingmanna Miðflokksins og lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar, eru hrakin. Segir í henni að umrætt kvöld hafi verið æfing fyrir sjöundu sýningu þeirra undanfarið eitt og hálft ár. Bára hafi verið með hópnum frá byrjun og hafi því vitað nákvæmlega hvernig sýningin færi fram.  Æfingin hafi helst verið hugsuð fyrir nýliða og því enginn skaði skeður þó Bára hefði sleppt henni til þess að taka upp samtalið á Klaustri.

„Þó við höfum saknað Báru á æfingunni þá var ekki mikill skaði skeður þó svo að hún hafi ekki komið,“ segir í færslunni. „Ekki er um eiginlega 'leiksýningu' að ræða, þó svo að skemmtikraftar kvöldsins séu í karakter, en flestir æfa sinn karakter eða atriði í einrúmi og mætti kalla sýninguna blöndu af kabarett og ljóðaupplestri með leikhúsívafi. Þannig vildi til á endanum að Bára Halldórsdóttir var veik það kvöld sem sýningin var og var önnur spákona fengin í hennar stað á síðustu stundu. Svo þessi rök halda ekki vatni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár