Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fimm prósent landsmanna töpuðu peningum á netglæpum

Fjórð­ung­ur lands­manna varð fyr­ir broti af ein­hverju tagi ár­ið 2017, sam­kvæmt könn­un lög­regl­unn­ar. 5% lands­manna varð fyr­ir fjár­hags­legu tjóni vegna net- og síma­brota.

Fimm prósent landsmanna töpuðu peningum á netglæpum

Um fjórðungur landsmanna varð fyrir tilraun til net- eða símabrots á árinu 2017 og 5% landsmanna varð fyrir fjárhagslegu tjóni vegna glæps af því tagi. Þetta kemur fram í könnun sem lögreglan birti í dag.

Flestir aðspurðra urðu fyrir tilraun til blekkinga á netinu. 2,9% aðspurðra varð fyrir fjárhagslegu tjóni við verslun á netinu og 1,4% varð fyrir því að kortanúmer þeirra var misnotað. Um tveir þriðju brotanna vörðuðu upphæðir undir 20.000 krónum.

Munur er á brotunum eftir aldri og menntun. Yngsti hópurinn, 18-25 ára, var líklegastur til að verða fyrir netbrotum, enda sá hópur sem verslar mögulega mest á netinu, að mati lögreglu. 11% aðspurðra á þessum aldri hafði tapað fé á netbrotum.

Í könnuninni kemur einnig fram að fjórðungur landsmanna 18 ára og eldri hafi orðið fyrir að minnsta kosti einu broti af einhverju tagi á árinu. Flestir urðu fyrir eignaskemmdum, eða 17%. 8% aðspurðra urðu fyrir þjófnaði og 7% fyrir innbroti.

Flestir aðspurðra telja að umferðarlagabrot séu helsta vandamálið í þeirra byggðarlagi eða hverfi. Á Norðurlandi eystra og í Vestmannaeyjum eru fíkniefnabrot talin alvarlegast vandamálið, en á höfuðborgarsvæðinu hafa flestir áhyggjur af innbrotum.

Embætti ríkislögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóðu að könnuninni, sem framkvæmd var á netinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár