Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fimm prósent landsmanna töpuðu peningum á netglæpum

Fjórð­ung­ur lands­manna varð fyr­ir broti af ein­hverju tagi ár­ið 2017, sam­kvæmt könn­un lög­regl­unn­ar. 5% lands­manna varð fyr­ir fjár­hags­legu tjóni vegna net- og síma­brota.

Fimm prósent landsmanna töpuðu peningum á netglæpum

Um fjórðungur landsmanna varð fyrir tilraun til net- eða símabrots á árinu 2017 og 5% landsmanna varð fyrir fjárhagslegu tjóni vegna glæps af því tagi. Þetta kemur fram í könnun sem lögreglan birti í dag.

Flestir aðspurðra urðu fyrir tilraun til blekkinga á netinu. 2,9% aðspurðra varð fyrir fjárhagslegu tjóni við verslun á netinu og 1,4% varð fyrir því að kortanúmer þeirra var misnotað. Um tveir þriðju brotanna vörðuðu upphæðir undir 20.000 krónum.

Munur er á brotunum eftir aldri og menntun. Yngsti hópurinn, 18-25 ára, var líklegastur til að verða fyrir netbrotum, enda sá hópur sem verslar mögulega mest á netinu, að mati lögreglu. 11% aðspurðra á þessum aldri hafði tapað fé á netbrotum.

Í könnuninni kemur einnig fram að fjórðungur landsmanna 18 ára og eldri hafi orðið fyrir að minnsta kosti einu broti af einhverju tagi á árinu. Flestir urðu fyrir eignaskemmdum, eða 17%. 8% aðspurðra urðu fyrir þjófnaði og 7% fyrir innbroti.

Flestir aðspurðra telja að umferðarlagabrot séu helsta vandamálið í þeirra byggðarlagi eða hverfi. Á Norðurlandi eystra og í Vestmannaeyjum eru fíkniefnabrot talin alvarlegast vandamálið, en á höfuðborgarsvæðinu hafa flestir áhyggjur af innbrotum.

Embætti ríkislögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóðu að könnuninni, sem framkvæmd var á netinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár