Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hafnar ásökunum Sigrúnar Helgu

Sig­urð­ur Yngvi Krist­ins­son, sem Sigrún Helga Lund kvart­aði yf­ir vegna kyn­ferð­is­legs hátta­lags í sinn garð og síð­ar úti­lok­un­ar, seg­ir ásak­an­ir henn­ar rang­ar. Það sýni úr­skurð­ur siðanefnd­ar Há­skóla Ís­lands.

Hafnar ásökunum Sigrúnar Helgu
Hafnar ásökunum Sigurður Yngvi hafnar ásökunum Sigrúnar Helgu í sinn garð alfarið. Mynd: HÍ

Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafnar eindregið þeim ávirðingum sem Sigrún Helga Lund, prófessors í líftölfræði við sama skóla, hefur sett fram í hans garð. Stundin greindi í morgun frá því að Sigrún Helga hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor vegna áreitni Sigurðar og vegna skorts á viðbrögðum stjórnenda háskólans eftir að Sigurður hafi verið fundinn sekur um brot á siðareglum Háskólans í samskiptum sínum við Sigrúnu Helgu.

Sigurður segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna umfjöllunar um málið að hann sjái sig tilneyddan til að bregðast við í ljósi ásakana sem Sigrún Helga hafi sett fram í hans garð, á samfélagsmiðlum, og sem fjölmiðlar hafi síðan sagt frá.

„Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall,“ segir Sigurður. Umræddur atburður sem Sigurður vísar til leiddi til þess að áminningarferli fór af stað innan Háskólans en málinu var lokið án þess að til áminningar kæmi.

Sigurður bendir á að siðanefnd Háskóla Íslands hafi tekið samskipti hans og Sigrúnar Helgu til umfjöllunar að kröfu hennar. Ákvörðun hafi verið birt 9. júlí síðastliðinn. Þar komi fram að siðanefndin vísi frá öllum kæruatriðum Sigrúnar Helgu, öðrum en kvörtun hennar vegna brottvikningar Sigurðar á henni úr stýrihópi rannsóknarverkefnisins Blóðskimun til bjargar, sem hún sat í ásamt Sigurði og öðrum. Þar fellst siðanefndin á að Sigurður hafi brotið gegn siðareglum Háskóla Íslands að hluta en brotið teljist ekki alvarlegt. Bendir Sigurður á að Sigrún Helga hafi verið tekin inn í stýrihópinn að nýju síðar. Öllum ásökunum um áreitni hafi hins vegar verið hafnað. Sigurður segir að sér þyki því leitt að Sigrún Helga fari fram með rangar ásakanir í hans garð.

Bætt við kl. 17:30:

Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:

Jón Atli Benediktssonrektor Háskóla Íslands

Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að til staðar séu úrræði fyrir starfsmenn og nemendur sem telja á sér brotið. Háskólinn starfrækir m.a. sérstaka siðanefnd, fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, og viðbragðsteymi vegna eineltis og annars ofbeldis.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að tiltekinn starfsmaður hafi lagt fram kæru vegna framkomu annars starfsmanns til siðanefndar Háskóla Íslands en niðurstaða nefndarinnar lá fyrir í júlí 2018. Samkvæmt starfsreglum siðanefndar Háskóla Íslands eru skriflegar niðurstöður siðanefndar afhentar málsaðilum og sendar rektor til vitundar og varðveislu. Í kjölfar hverrar niðurstöðu siðanefndar metur rektor hvort tilefni sé til frekari aðgerða af hálfu Háskólans.

Rektor getur ekki tjáð sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna eða ákvarðanir siðanefndar, sem eru trúnaðarmál. Rétt er að taka fram að Háskóli Íslands hefur, á undanförnum misserum, lagt áherslu á að bæta enn frekar ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni af hvaða tagi sem er, enda verður slíkt aldrei liðið innan Háskóla Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár