Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Andrés vill að DV upplýsi um frétt sem hvarf: „Hafi fréttin reynst röng, þá átti að segja frá því“

DV birti frétt um Ásmund Ein­ar Daða­son sem hvarf. Andrés Magnús­son blaða­mað­ur seg­ir blað­ið skulda les­end­um skýr­ing­ar. Ásmund­ur svar­ar ekki fyr­ir­spurn­um um mál­ið.

Andrés vill að DV upplýsi um frétt sem hvarf: „Hafi fréttin reynst röng, þá átti að segja frá því“

Andrés Magnússon, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, gagnrýnir DV og kallar eftir því að blaðið upplýsi um frétt sem birtist um skamma hríð á vef blaðsins en hvarf skömmu síðar þann 8. desember síðastliðinn. 

Skjáskot af forsíðu DV.is, þar sem frétt um Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra virðist hafa birst fyrir mistök, hefur fengið nokkra dreifingu á samfélagsmiðlum og vakið upp spurningar, meðal annars samsæriskenningar um að fréttin hafi verið „stöðvuð“. Fréttin birtist án myndar og að því er virðist ótilbúin. Liggur því beinast við að álykta að birtingin hafi verið mistök.

Andrés víkur að málinu í fjölmiðlarýni sinni í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. „Ef heimildir brugðust, þá átti bara að segja frá því. Hafi fréttin reynst röng, þá átti að segja frá því. Og helst biðja viðkomandi afsökunar. En eins og staðan er veit enginn hvort hún er rétt eða röng, sögð eða ósögð. Það gengur ekki,“ skrifar hann. 

Fyrirsögn fréttarinnar sem Andrés vísar til er svohljóðandi: „Ásmundur Einar Daðason á myndbandsupptöku þar sem rætt var á klámfenginn hátt um erlendan leikmann.“ Virðist sem þarna sé vísað til máls sem hefur verið umtalað innan íþróttafélagsins Skallagríms í Borgarnesi, en Ásmundur hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins.

Stundin sendi Ásmundi Einari fyrirspurn um málið á Facebook í byrjun mánaðar og spurði jafnframt um ástæður þess að Ásmundur hefði ekki tjáð sig opinberlega um ummæli Klaustursþingmanna sem snú að hópum hverra málefni heyra undir ráðuneyti Ásmundar. Ásmundur sá skilaboðin en kaus að svara þeim ekki. Stundin hefur jafnframt sent ráðherra og aðstoðarmönnum hans tölvupóst um málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár