Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Andrés vill að DV upplýsi um frétt sem hvarf: „Hafi fréttin reynst röng, þá átti að segja frá því“

DV birti frétt um Ásmund Ein­ar Daða­son sem hvarf. Andrés Magnús­son blaða­mað­ur seg­ir blað­ið skulda les­end­um skýr­ing­ar. Ásmund­ur svar­ar ekki fyr­ir­spurn­um um mál­ið.

Andrés vill að DV upplýsi um frétt sem hvarf: „Hafi fréttin reynst röng, þá átti að segja frá því“

Andrés Magnússon, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, gagnrýnir DV og kallar eftir því að blaðið upplýsi um frétt sem birtist um skamma hríð á vef blaðsins en hvarf skömmu síðar þann 8. desember síðastliðinn. 

Skjáskot af forsíðu DV.is, þar sem frétt um Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra virðist hafa birst fyrir mistök, hefur fengið nokkra dreifingu á samfélagsmiðlum og vakið upp spurningar, meðal annars samsæriskenningar um að fréttin hafi verið „stöðvuð“. Fréttin birtist án myndar og að því er virðist ótilbúin. Liggur því beinast við að álykta að birtingin hafi verið mistök.

Andrés víkur að málinu í fjölmiðlarýni sinni í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. „Ef heimildir brugðust, þá átti bara að segja frá því. Hafi fréttin reynst röng, þá átti að segja frá því. Og helst biðja viðkomandi afsökunar. En eins og staðan er veit enginn hvort hún er rétt eða röng, sögð eða ósögð. Það gengur ekki,“ skrifar hann. 

Fyrirsögn fréttarinnar sem Andrés vísar til er svohljóðandi: „Ásmundur Einar Daðason á myndbandsupptöku þar sem rætt var á klámfenginn hátt um erlendan leikmann.“ Virðist sem þarna sé vísað til máls sem hefur verið umtalað innan íþróttafélagsins Skallagríms í Borgarnesi, en Ásmundur hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins.

Stundin sendi Ásmundi Einari fyrirspurn um málið á Facebook í byrjun mánaðar og spurði jafnframt um ástæður þess að Ásmundur hefði ekki tjáð sig opinberlega um ummæli Klaustursþingmanna sem snú að hópum hverra málefni heyra undir ráðuneyti Ásmundar. Ásmundur sá skilaboðin en kaus að svara þeim ekki. Stundin hefur jafnframt sent ráðherra og aðstoðarmönnum hans tölvupóst um málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár