Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Stuðn­ings­fólk Sjálf­stæð­is­flokks­ins tel­ur flest að breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá séu lít­il­væg­ar en Pírat­ar eru áfram um að slík­ar breyt­ing­ar verði gerð­ar á kjör­tíma­bil­inu.

Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Yfir helmingur fylgjandi Ríflega helmingur aðspurðra telur mikilvægt að gerðar verði breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili. Mynd: Pressphotos

Yfir helmingur landsmanna telur miklivægt að Íslendingar eignist nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili samkvæmt nýrri könnun MMR. 52 prósent aðspurðra sögðu frekar eða mjög mikilvægt að ný stjórnarskrá yrði sett á kjörtímabilinu. Sambærileg könnun var framkvæmd í september 2017 og hefur hlutfall þeirra sem segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá minnkað um ríflega 4 prósentustig síðan þá.

Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 22. október og var spurt um mikilvægi þess að „Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili“. Rétt er að taka fram að samkvæmt gildandi stjórnarskrá er ekki hægt að staðfesta breytingar á stjórnarskránni eða samþykkja nýja stjórnarskrá öðruvísi en með samþykki tveggja þinga, þ.e. á tímabili sem nær yfir meira en eitt kjörtímabil.

Alls 34 prósent aðspurðra sögðu mjög mikilvægt að ný stjórnarskrá yrði sett og 18 sögðu það frekar mikilvægt. 19 prósent aðspurðra töldu það hvorki mikilvægt né lítilvægt að sett yrði ný stjórnarskrá, 11 prósent töldu það frekar lítilvægt og 18 prósent mjög lítilvægt.

Konur eru almennt frekar á því að setning nýrrar stjórnarskrár sé mikilvæg en 56 prósent þeirra er þeirrar skoðuna borið saman við 49 prósent karla. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og  Framsóknarflokksin voru minnst áfram um að breytingar yrðu gerðar, aðeins 13 prósent kjósenda fyrrnefnda flokksins og 15 prósent kjósenda síðarnefnda flokksins voru því fylgjandi.

Langminnstur stuðningur er við slíkar breytingar í röðum kjósenda Sjálfstæðisflokks, 66 prósent telja slíkar breytingar lítilvægar, og 59 prósent kjósenda Miðflokksins eru á sama máli. Aftur á móti telja 89 prósent kjósenda Pírata að slíkar breytingar séu mikilvægar og 84 prósent kjósenda Flokks fólksins.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár