Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Stuðn­ings­fólk Sjálf­stæð­is­flokks­ins tel­ur flest að breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá séu lít­il­væg­ar en Pírat­ar eru áfram um að slík­ar breyt­ing­ar verði gerð­ar á kjör­tíma­bil­inu.

Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Yfir helmingur fylgjandi Ríflega helmingur aðspurðra telur mikilvægt að gerðar verði breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili. Mynd: Pressphotos

Yfir helmingur landsmanna telur miklivægt að Íslendingar eignist nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili samkvæmt nýrri könnun MMR. 52 prósent aðspurðra sögðu frekar eða mjög mikilvægt að ný stjórnarskrá yrði sett á kjörtímabilinu. Sambærileg könnun var framkvæmd í september 2017 og hefur hlutfall þeirra sem segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá minnkað um ríflega 4 prósentustig síðan þá.

Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 22. október og var spurt um mikilvægi þess að „Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili“. Rétt er að taka fram að samkvæmt gildandi stjórnarskrá er ekki hægt að staðfesta breytingar á stjórnarskránni eða samþykkja nýja stjórnarskrá öðruvísi en með samþykki tveggja þinga, þ.e. á tímabili sem nær yfir meira en eitt kjörtímabil.

Alls 34 prósent aðspurðra sögðu mjög mikilvægt að ný stjórnarskrá yrði sett og 18 sögðu það frekar mikilvægt. 19 prósent aðspurðra töldu það hvorki mikilvægt né lítilvægt að sett yrði ný stjórnarskrá, 11 prósent töldu það frekar lítilvægt og 18 prósent mjög lítilvægt.

Konur eru almennt frekar á því að setning nýrrar stjórnarskrár sé mikilvæg en 56 prósent þeirra er þeirrar skoðuna borið saman við 49 prósent karla. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og  Framsóknarflokksin voru minnst áfram um að breytingar yrðu gerðar, aðeins 13 prósent kjósenda fyrrnefnda flokksins og 15 prósent kjósenda síðarnefnda flokksins voru því fylgjandi.

Langminnstur stuðningur er við slíkar breytingar í röðum kjósenda Sjálfstæðisflokks, 66 prósent telja slíkar breytingar lítilvægar, og 59 prósent kjósenda Miðflokksins eru á sama máli. Aftur á móti telja 89 prósent kjósenda Pírata að slíkar breytingar séu mikilvægar og 84 prósent kjósenda Flokks fólksins.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár