Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Arnarlax vill ekki svara spurningum um eldislaxana sem veiddust í Arnarfirði

Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax, seg­ir að mála­ferli komi í veg fyr­ir að hann geti tjáð sig um eld­islax sem veidd­ist í Fífustaða­dalsá í Arnar­firði.

Arnarlax vill ekki svara spurningum um eldislaxana sem veiddust í Arnarfirði
Veiddust í Arnarfirði Laxarnir í Fífustaðadalsá veiddust í Arnarfirði þar sem Arnarlax er með laxeldi í sjókvíum. Kjartan Ólafsson er stjórnarformaður Arnarlax.

Laxeldisfyrirtækið Arnarlax vill ekki svara spurningum um norska eldislaxa sem veiddust í Fífustaðadalsá í Arnarfirði í október síðastliðinn, undir lok stangveiðitímabilsins. Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi og stundar meðal annars laxeldi í Arnarfirði og í Tálknafirði á suðvestanverðum Vestfjörðum. Með þessum tveimur eldislöxum fór fjöldi veiddra eldislaxa á Íslandi í sumar upp í sex, það er að segja fjöldi eldislaxa sem af einhverjum ástæðum hafa veiðst í íslenskum ám. 

Eins og tímaritið Iceland Review greindi frá fyrir helgi hefur Matís komist að þeirri niðurstöðu í kjölfar DNA-greininga að laxarnir tveir hafi verið eldislaxar af norsku kyni. Ekki hefur verið staðfest að umræddir eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum Arnarlax en fyrsta tilgáta um uppruna þeirra væri á þá leið sökum þess að Arnarlax stundar laxeldi í Arnarfirði. 

Slysaslepping á eldislöxum átti sér stað hjá Arnarlaxi í sumar þegar göt mynduðust á eldiskví. Eins og Stundin hefur greint frá er ekki hægt að staðfesta nákvæman fjölda eldislaxa sem sluppu úr þeirri kví, hvort 5 laxar eða jafnvel nærri 5000. Fyrir liggur að tæplega 5000 færri eldislaxar voru í kvínni þegar slátrað var úr henni en átu  að vera. 

Tjá sig ekki vegna málaferla

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar í tölvupósti segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, að hann vilji ekki tjá sig um málið þar sem þeir „hagsmunaðilar sem um ræðir“ eigi í málaferlum við Arnarlax. „Þar sem þeir hagsmunaaðilar sem þarna um ræðir eru aðilar að málaferlum gegn Arnarlaxi munum við ekki tjá okkur frekar um þetta atvik. Vísa því góðfúslega á þá opinberu aðila sem hafa það hlutverk að sinna óhlutlægu eftirliti og greiningum á vísindalegum forsendum við aðstæður sem þessar,“ segir Kjartan.

 „Þar sem þeir hagsmunaaðilar sem þarna um ræðir eru aðilar að málaferlum gegn Arnarlaxi munum við ekki tjá okkur frekar um þetta atvik“

Kjartan vill ekki svara nánar eða útskýra hvað hann á við með þessum orðum þegar honum er bent á að þetta sé niðurstaða Matís, opinberrar stofnunar, í kjölfar DNA-rannsókna á umræddum löxum. Það sem Kjartan á hins vegar líklega við er að yfir standa nú málaferli fjölda veiðifélaga og veiðiréttarhafa við íslensk laxeldisfyrirtæki út af sjókvíaeldi þeirra á Íslandi. Spurningin sem eftir stendur er hins vegar hvernig DNA-greining ríkisstofnunar á tveimur eldislöxum úr einni á tengist þessum málaferlum. 

Ómögulegt er að komast að því með 100 prósenta vissu hvaðan umræddir eldislaxar sluppu og hver ber ábyrgð á því þar sem eftirlit með sjókavíaeldi á Íslandi er ekki nógu þróað til að hægt sé að rekja uppruna einstakra fiska. Því verður væntanlega aldrei hægt að slá því föstu hvaðan eldislaxarnir sluppu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
2
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
4
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
6
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár