Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir

Skúli Mo­gensen veð­setti heim­ili sitt, hót­el á Suð­ur­nesj­um og fast­eign­ir í Hval­firði fyr­ir lán­um frá Ari­on banka í sept­em­ber. Skúli rær nú lífróð­ur til að tryggja fram­tíð WOW og virð­ist hafa lagt mik­ið und­ir.

Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir
Veðsetti heimili sitt Skúli Mogensen veðsetti heimili sitt á Seltjarnarnesi í september síðastliðnum.

Arion banki, viðskiptabanki flugfélagsins WOW air, sem róið hefur lífróður síðustu mánuði,  þinglýsti nýju 2,9 milljóna evra, 375 milljóna króna, tryggingabréfi á fasteignir í eigu Skúla Mogensen, eiganda WOW, í lok september síðastliðnum. Tryggingabréfinu var bæði þinglýst á eignir sem tengjast rekstri WOW air með óbeinum hætti, á hótel á Suðurnesjum sem félagið TF-KEF ehf. á, og eins á fasteignir í Hvammsvík í Hvalfirði sem Skúli Mogensen á í gegnum félagið Kotasælu ehf.  Tryggingabréfið á hótelinu á Suðurnesjum er á þriðja veðrétti á eftir tveimur tryggingabréfum frá Arion upp á samtals 650 milljónir króna sem hvíla á fyrsta og öðrum veðrétti á því.

Arion banki þinglýsti einnig nýju tryggingabréfi upp á 2,77 milljónir evra, 358 milljónir króna, á heimili Skúla á Seltjarnarnesi sama dag. Engin veðbönd hvíldu á húsinu fyrir þetta. Skúla lá því svo mikið á að fá peninga á þessum tíma að hann veðsetti meira að segja sitt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár