Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samsæriskenningar og skiptar skoðanir um uppljóstrarann

Stjórn­mála­menn, álits­gjaf­ar og fjöl­miðla­menn hafa gagn­rýnt og hæðst að þeim sem hljóð­rit­aði þing­menn­ina á Klaustri auk þess sem kom­ið hafa fram kenn­ing­ar um að upp­ljóstr­ar­inn sé hand­bendi til­tek­inna afla.

Samsæriskenningar og skiptar skoðanir um uppljóstrarann

Skiptar skoðanir eru um hátterni gestsins á Klaustri bar þann 20. nóvember sem varð vitni að háværum samræðum sex þingmanna og gerðist svo frakkur að taka þær upp.

Ekki beri að hljóðrita samtöl

Eins og Stundin greindi frá þann 29. nóvember blöskraði gestinum hvernig þingmenn töluðu og ákvað að kveikja á upptökuforriti á símanum sínum. Nokkrum dögum síðar sendi hann Stundinni, DV og Kvennablaðinu upptökurnar undir dulnefninu Marvin og eftirleikinn þekkja flestir.

„Marvin er maður ársins fyrir að upplýsa okkur,“ skrifar Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri DV, á Facebook. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal tók í sama streng í viðtali við Harmageddon þar sem hann sagði almenning á Íslandi standa í þakkarskuld við uppljóstrarann. Þá tjáir OKtavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata, sig um málið á Facebook og segir „hugrekki uppljóstrara“ gríðarlega mikilvægt.

„Marvin er maður ársins fyrir að upplýsa okkur“

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er annarrar skoðunar, hefur hæðst að Marvin og kallað hann „litla sómamanninn“ í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins.

„Þar sem menn koma sam­an á veit­ingastað við borð, jafn­vel hvítþvegn­ir engl­ar, bind­ind­is­menn og vegan sem hinir, þá er ekki þar með sagt að þeir þurfi að sæta því að sam­töl þeirra séu hljóðrituð og birt,“ skrifar Davíð.

Vill upplýsa um uppljóstrararnn

Spilafélagar Davíðs, þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor og Baldur Hermannsson framhaldsskólakennari, setja fram kenningar á Facebook um hvaða hvatir kunni að liggja að baki hátterni Marvins. 

Hannes Hólmsteinn Gissurarsonstjórnmálafræðiprófessor

„Nú hlýtur að sjást í myndavélum Klausturs, hver lá á hleri og tók upp. Var það einhver vandabundinn Stundinni? Veitingastaðurinn ætti að upplýsa þetta,“ skrifar Hannes og bætir við: „Af hverju gefur sá, sem lá á hleri, sig ekki fram? Ég sé ekki, að hann eða hún hafi neinu að tapa, og það myndi hreinsa andrúmsloftið.“ Aðrir hafa velt því upp hvort Marvin hafi verið staddur á Klaustri Bar að undirlagi DV. 

„Hermt er að tiltekinn stjórnmálaforingi hafi gert mann út af örkinni til þess að njósna um sína menn á fundinn og komast að því hvern skollann þeir væru eiginlega að bralla með fólki úr öðrum flokkum,“ skrifar Baldur. „Vel má vera að þetta sé hreinn uppspuni en sýnir þó að rannsaka þarf málið til botns.“ 

Sigmundur: „Brotist inn í síma“

Á Facebook-síðu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, má sjá stuðningskveðju frá aðdáanda Sigmundar sem segir Klaustursmálið einkennast af öfund. „Gaman þætti mér að vita hver eða hverjir hafa sent þennan skúnk með símann. Miðflokknum hefur gengið of vel að auka fylgi sitt og það ætla þeir að eyðileggja.“

Þegar Stundin og DV fluttu fréttir af Klaustursuppákomunni birti Sigmundur Davíð  yfirlýsingu þar sem hann hélt því fram að „brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði“. Um leið kallaði hann eftir aðgerðum gagnvart þeim sem staðið hefðu að „hleruninni“. 

Alvarleikinn „hlerunin“

Viðar Guðjohnsen, sem titlaði sig lyfjafræðing og sjálfstæðismann í aðsendri grein í Morgunblaðinu, telur þingmennina sem sátu á Klaustri hafa sætt mannréttindabrotum. „Mál sexmenninganna er alvarlegt en alvarleiki málsins felst ekki í því hvort þingmennirnir töluðu ógætilega um hina og þessa heldur fremur hvort við sem samfélag samþykkjum að brotið sé á grundvallarmannréttindum fólks. Hvort við samþykkjum að einkasamtöl séu tekin upp, að einstaklingar séu hleraðir án dómsúrskurðar,“ skrifar hann. 

„Slíkt búningsklefatal, manna og kvenna, 
er eitthvað sem allir hafa gerst sekir um“

Athygli vekur að Viðar kallar samræður þingmannanna „búningsklefatal“ sem er sams konar orðalag og Donald Trump notaði eftir að upplýst var um að hann hefði gortað af því að grípa í klof kvenna. „Auðvitað er það góður mannkostur að haga sér og tala vel um annað fólk en það er svo sem ekkert nýtt að menn segi eitthvað vanhugsað í einkasamtölum, hvað þá þegar öl er við hönd. Slíkt búningsklefatal, manna og kvenna, er eitthvað sem allir hafa gerst sekir um.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár