Fjárfestirinn Róbert Wessmann fékk niðurfelldar persónulegar ábyrgðir á milljarða króna skuldum sínum og fyrirtækja sinna við Glitni í árslok 2013. Til að losna við ábyrgðirnar og til að gera upp skuldir, sem um mitt ár 2009 námu samtals um 45 milljörðum króna, greiddi Róbert tæplega 1.300 milljónir króna til Glitnis í reiðufé. Róbert var meðal annars í 98 prósenta sjálfskuldarábyrgð fyrir 5,3 milljarða króna láni sem Glitnir veitti félagi hans, Salt Financials, til að kaupa hlutabréf í Glitni þann 18. september árið 2008, nokkrum dögum fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á bankanum. Fimm af starfsmönnum Glitnis voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun, meðal annars út af þeirri lánveitingu, fyrr á árinu.
Þetta kemur fram í samningi á milli Róberts Wessmann og Glitnis sem dagsettur er þann 18. desember árið 2008. Stundin hefur samninginn undir höndum en það var lögmannsstofan Logos sem útbjó hann - lögmannsstofan vann talsvert fyrir slitastjórn Glitnis og veitti bankanum …
Athugasemdir