Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hæddust að #MeToo sögum og sögðu Albertínu hafa reynt að nauðga sér

Al­bertína Frið­björg Elías­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist kjaftstopp yf­ir orð­um Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Berg­þórs Óla­son­ar um meint­ar #MeT­oo sög­ur þeirra af henni. Al­bertína seg­ir Gunn­ar Braga hafa hringt í sig, beðist af­sök­un­ar og sagt að þetta hafi ekki ver­ið svona.

Hæddust að #MeToo sögum og sögðu Albertínu hafa reynt að nauðga sér
Gunnar Bragi, Bergþór og Albertína Mynd: Alþingi

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hæddust að MeToo umræðunni í hljóðupptöku sem Stundin hefur undir höndum. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason sögðust hafa slíkar sögur af Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, og sögðu hana hafa áreitt sig hvorn í sínu tilvikinu. Göntuðust viðstaddir með alvarleika slíkra atburða í framhaldinu.

Gunnar Bragi og Bergþór sögðu báðir að Albertína hafi gengið á þá með kynlíf. Bergþór lýsir því að í hans tilviki hafi það gerst á herrakvöldi íþróttafélagsins Vestra en Gunnar Bragi segir sinn atburð hafa átt sér stað í samkomuhúsinu í Hnífsdal.

Þegar Stundin náði tali af Albertínu sagði hún Gunnar Braga hafa hringt í sig, beðist afsökunar og sagt að ekkert af því sem fram hafi komið í samtalinu hafi verið satt.

„Hann gaf mér leyfi til að segja ykkur að hann væri tilbúinn til að bera þetta til baka og bað mig afsökunar,“ segir Albertína í samtali við Stundina. „Það er hrikalegt að vera ásakaður um eitthvað sem gerðist ekki.“

Aðspurð um viðburðina sem mennirnir tala um segist hún ekki kannast við atvikin. „Ég er eiginlega bara kjaftstopp. Mér er rosalega illt í hjartanu yfir öllum þessum samtölum sem þeir áttu þarna. Ég er hreinlega orðlaus. Þetta er bara ekki rétt.“

„Take one for the team“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir voru á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn og ræddu við Ólaf og Karl Gauta Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins, um að ganga í Miðflokkinn. Orðaskiptin voru mjög hávær, áttu sér stað í vitna viðurvist og náðust að hluta á upptöku.

„Við eigum sem sagt MeToo sögu,“ sagði Bergþór á einum tímapunkti í samtalinu.

„Léstu þig hafa það“ spurði einhver í kjölfarið

„Nei ég gerði það sem betur fer ekki,“ sagði Bergþór.

„Það voru ýmsir sem sögðu ‘take one for the team’ en Beggi var ekki til“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátur.

„Ég var orðinn þreyttur á herrakvöldi Vestra,“ sagði Bergþór.

„Hversu hart gekk hún fram?“ var spurt í kjölfarið

„Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér [...] Ég vakna úr nærbuxunum.“

„Hvað, á ég að ríða henni?“

Í framhaldinu deildi Gunnar Bragi sinni sögu. „Það var svipað. Ég var nýlega orðinn ráðherra og þetta var í kringum kosningar, 2009-10 ]…] Það er einhver hátíð í samkomuhúsinu í Hnífsdal. Ég mæti þarna sem frambjóðandi ásamt fleirum. Ég er allt í einu farinn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí.“

Viðstaddir hlógu að lokinni frásögninni.

„Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on“,“ bætti Bergþór við.

„Þessir menn munu aldrei ná bata nema þeir opni sig, og það í opnuviðtali.“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátur.

„Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvað aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“ sagði Gunnar Bragi og aftur var hlegið.

„Ég er bara búinn að sirkúlera út þau eintök sem mesta MeToo hættan er af og þetta eintak er á þeim lista.“

„Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“ bætti Bergþór við. „Ég er búinn að sjá það að það er MeToo hætta af hálfu nokkurra einstaklinga. Ég er bara búinn að sirkúlera út þau eintök sem mesta MeToo hættan er af og þetta eintak er á þeim lista.“

Áfengi og DV viðtal til að takast á við svona

Að lokinni frásögn Bergþórs og Gunnars Braga kom afgreiðslukona með drykki og osta á borðið til þingmannanna. „Is this Icelandic cheese“ spurði Gunnar Bragi og þegar svarið reyndist vera neikvætt hrópaði hann „No! Check!“. Í framhaldinu héldu umræðurnar áfram.

Ólafur Ísleifsson: „Þetta er rosaleg lífsreynsla, ha.“

Karl Gauti Hjaltason: „Ég hef aldrei heyrt annað eins.“

Sigmundur Davíð: „Þið sjáið það að þessir menn þurfa stuðning, skilning og stuðning.“

Þá hlógu viðstaddir.

Gunnar Bragi: „Fyrst og fremst áfengi!“

Sigmundur Davíð: „Já ég meina það er oft besta leiðin til að takast á við svona.“

Anna Kolbrún: „Það þarf að opna sig, Bergþór.“

Sigmundur Davíð: „Ef menn vilja vera með í nútímanum þá fara þeir í viðtal á DV.“

Styðja femínisma og jafnréttisbaráttu opinberlega

Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hafa báðir beitt sér í orði fyrir kynjajafnrétti. Árið 2015 var Sigmundur Davíð útnefndur einn fremsti karlfemínisti heims af breska dagblaðinu Financial Times. Hann var sagður kyndilberi HeForShe átaks UN Women og þá vakti ræða hans á leiðtogafundi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði athygli.

„Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð við Stöð 2 um nafnbótina.

Í tíð sem utanríkisráðherra beitti Gunnar Bragi sér fyrir He for She átakinu um kynjajafnrétti. „Spurningin sem ég legg til hér er nógu einföld: af hverju er íslenskum karlmönnum annt um jafnrétti?“ skrifaði hann í grein í The Guardian, sem leikkonan Emma Watson vakti athygli á á alþjóðavísu. Þá ávarpaði hann allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og fjallaði sérstaklega um verkefnið og jafnréttismál almennt.

300 stjórnmálakonur deildu sögum sínum

Ríflega 300 íslenskar konur úr öllum flokkum sendu í fyrra frá sér áskorun til stjórnmálanna um að taka á kynferðisofbeldi og áreitni af festu, þar sem allir flokkar setji sér viðbragðsreglur og lofi konunum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær fái stuðning.

Samhliða því sendu stjórnmálakonurnar níu reynslusögur ónafngreinda kvenna, sem greindu frá áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Ein sagði þar frá því að henni hafi verið hótað nauðgun vegna skoðana sinna og önnur sagði það þekkt á alþjóðlegum fundum hvaða stjórnmálamenn séu mestu perrarnir, því þær hafi margar lent í þeim.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
3
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
4
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
6
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
7
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
9
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
10
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár