Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þingmenn úthúðuðu stjórnmálakonum: „Hún er miklu minna hot í ár“

Þing­menn Mið­flokks­ins létu gróf orð falla um kven­kyns stjórn­mála­menn og sögðu eðli­legt að kona yrði lát­in gjalda fyr­ir það í próf­kjör­um að vera ekki jafn „hot“ og áð­ur. „Það fell­ur hratt á hana“.

Þingmenn Miðflokksins Gunnar Bragi, Anna Kolbrún, Sigmundur Davíð og Bergþór heyrast ræða stjórnmálakonur á upptökunni.

Þingmenn Miðflokksins fara hörðum orðum um kvenkyns stjórnmálamenn á upptöku sem Stundin hefur undir höndum og gantast með að stjórnmálakona hljóti að „hrynja niður“ prófkjörslista vegna þess að hún sé ekki jafn „hot“ og áður. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu málin á Klaustri Bar þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni, þingmönnum Flokks fólksins. Orðaskiptin voru mjög hávær, áttu sér stað í vitna viðurvist og náðust að hluta á upptöku. Þar er meðal annars rætt um útlit stjórnmálakvenna, gáfnafar og andlega eiginleika.

„Það fellur hratt á hana“

Á einum tímapunkti töluðu þingmennirnir um hvernig næsta prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í tilteknu kjördæmi geti farið.

Gunnar Bragi: „Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“

Sigmunur Davíð: „Þetta er svona móment, ung kona, ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum, lyftum henni.“

Bergþór: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“

Sigmundur Davíð: „Og á þeim forsendum segi ég að hún hrynji niður listann.“

Bergþór: „Eðlilega.“ 

Á þessu augnabliki skaut Anna Kolbrún inn: „Viljiði velta fyrir ykkur, ef þetta væri karl?“ og við tóku háreysti og hlátrasköll karlanna.

Sprelluðu með að Silja Dögg væri „cunt“

Stundin hefur þegar fjallað um orð Bergþórs sem hann lét falla um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, þetta kvöld, en hann kallaði hana „húrrandi klikkaða kuntu“ þegar hann reyndi að sannfæra þingmennina Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að yfirgefa Flokk fólksins og ganga í Miðflokkinn.

„Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki, hún er fokking tryllt,“ sagði Bergþór. Sigmundur Davíð tók undir, hló að orðum Bergþórs um að Inga Sæland væri kunta og sagði að Bergþór hefði „alltaf rétt fyrir sér“.

Á öðrum stað í upptökunni gantast þingmennirnir með stafina UNT og til hvaða konu megi vísa með því að setja stafinn C þar fyrir framan svo úr verði „cunt“. Hlógu þeir að því að cunt-orðið lýsti best Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins. Bergþór sagði að hún væri „ótraust kona“ og Anna Kolbrún sagði hana „hættulega“. Vert er að nefna í þessu samhengi að Silja Dögg var í hópi þeirra framsóknarmanna sem töldu Sigmundi Davíð ekki sætt á formannsstóli eftir umfjöllun um Panamaskjölin árið 2016.

„Kræf kerfiskerling“ og „algjör apaköttur“

„En ég get sagt þér heilagan sannleika,“ sagði Anna Kolbrún á einum stað í upptökunni. „Strákar eru lesblindir eða bleslindir, hvernig sem þið viljið orða það, stelpur eru að meirihlutanum talnablindar.“

„Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi.

„Þarna kom skýring,“ sagði Bergþór.

„Ég held að þetta sé rétt,“ bætti Sigmundur Davíð við.

„En ég get sagt þér heilagan sannleika,“ sagði Anna Kolbrún í upptökunni. „Strákar eru lesblindir eða bleslindir, hvernig sem þið viljið orða það, stelpur eru að meirihlutanum talnablindar.“

Á upptökunni kallaði Gunnar Bragi einnig Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“.

Þá lét hann miður falleg orð falla um Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þegar Anna Kolbrún kom henni til varnar.

„Oddný er ekkert ágæt, hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, hún kann ekki neitt, hún getur ekki neitt,“ sagði Gunnar Bragi.

„Oddný er ekkert ágæt, hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, hún kann ekki neitt, hún getur ekki neitt,“ sagði Gunnar Bragi.

Beitti sér fyrir jafnrétti á alþjóðavísu

Í tíð sem utanríkisráðherra beitti Gunnar Bragi sér fyrir He for She átakinu um kynjajafnrétti. „Spurningin sem ég legg til hér er nógu einföld: af hverju er íslenskum karlmönnum annt um jafnrétti?“ skrifaði hann í grein í The Guardian, sem leikkonan Emma Watson vakti athygli á á alþjóðavísu.

„Fyrir mér snýst málið um að það að ýta undir og verja jafnrétti kynjanna snúist um meira en aðgerðir stjórnvalda. Það krefst breytingar í viðhorfum og hegðun og það krefst þess að skaðlegar staðalímyndir um hvað við höldum að það þýði að vera karl eða kona séu brotnar niður. Hingað til hefur umræðan verið í höndum kvenna. En til þess að skapa varanlegar breytingar mega menn ekki vera fjarverandi frá umræðunni. Við karlmenn erum hluti af vandamálinu, en einnig hluti af lausninni.“

Sagði konur ekki treysta sér í stjórnmál vegna persónuníðs

Sigmundur Davíð sagði í Silfri Egils í október í fyrra að „taka verði á“ umræðunni á Íslandi, þar sem konur treysti sér ekki í stjórnmál vegna „persónulegs níðs“ á stjórnmálamönnum.  „En það sem ég er að spá í sérstaklega, varðandi stöðu kvenna í stjórnmálum, er áferð stjórnnmálanna. Maður hefur tekið eftir því að fólk almennt, en kannski sérstaklega konur, hlutfallslega meira konur, eru ekki hrifnar af því hvernig stjórnmálin líta út. Og þar af leiðandi finnst þetta ekki freistandi starfsvettvangur,“ sagði Sigmundur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.
Borgar helmingi meira fyrir matvörur hér en í Japan
6
FréttirUm hvað er kosið?

Borg­ar helm­ingi meira fyr­ir mat­vör­ur hér en í Jap­an

Stefán Þór Þor­geirs­son, leik­ari og hlað­varps­stjórn­andi, og eig­in­kona hans, Sher­ine Otomo Bou­hafs inn­an­húss­hönn­uð­ur fluttu ný­ver­ið með árs­göml­um syni sín­um til lands­ins eft­ir að hafa bú­ið í tvö ár í Jap­an. Stefán seg­ir að verð mat­ar­körf­unn­ar hafi breyst mik­ið frá því hann flutti út ár­ið 2022, sér­stak­lega verð á ávöxt­um og græn­meti. Mat­arkarf­an sé helm­ingi ódýr­ari í Jap­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár