Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Starfsmenn og doktorsnemar á menntavísindasviði mótmæla tanngreiningum á hælisleitendum

Krefjast þess að Há­skóli Ís­lands taki af­stöðu með rétt­ind­um og mann­helgi ung­menna og falli frá samn­ings­gerð við Út­lend­inga­stofn­un. „Ann­að er sið­ferð­is­lega óverj­andi.“

Starfsmenn og doktorsnemar á menntavísindasviði mótmæla tanngreiningum á hælisleitendum

49 starfsmenn og doktorsnemar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands hafa gefið út yfirlýsingu þar sem tanngreiningum á hælisleitendum er harðlega mótmælt og stjórnendur skólans hvattir til að láta af samningsgerð við Útlendingastofnun um slíka starfsemi innan veggja skólans. 

Stundin greindi frá því þann 26. september síðastliðinn að Útlendingastofnun og háskólinn ynnu að gerð þjónustusamnings um aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda.

Stúdentaráð Háskóla Íslands ályktaði gegn samningsgerðinni og taldi hana siðferðilega óverjandi. Þann 7. nóvember lýstu svo Landssamtök íslenskra stúdenta yfir stuðningi allra stúdenta á Íslandi og íslenskra stúdenta erlendis við afstöðu Stúdentaráðs.

Hópurinn af Menntavísindasviði tekur undir þessa afstöðu.

„Undirritaðir starfsmenn og doktorsnemar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands taka undir yfirlýsingu Landssambands íslenskra Stúdenta og Stúdentaráðs Háskóla Íslands þar sem tekin er afstaða gegn tanngreiningum á hælisleitendum sem nú fara fram innan Háskóla Íslands. Þá er Háskóli Íslands eindregið hvattur til að láta af gerð samnings um áframhaldandi tanngreiningar á aldri hælisleitenda,“ segir í yfirlýsingu starfsmanna og doktorsnema á Menntavísindasviði.

„Viljum við sem fagfólk í menntavísindum, líkt og samtök stúdenta gera, vekja sérstaka athygli háskólayfirvalda á samfélagslegu hlutverki menntastofnana. Sem slíkri stofnun ber Háskóla Íslands að vernda og styðja ungmenni sem hingað koma í leit að öruggara lífi. Þá má benda á að margir fræðimenn innan Háskóla Íslands hafa hluta lífsviðurværis síns af rannsóknum sem snúa að aðstæðum þessa viðkvæma hóps og því enn mikilvægara en ella að stofnunin sem slík taki skýra afstöðu með réttindum og mannhelgi ungmennanna. Annað er siðferðislega óverjandi. Rauði Kross Íslands ásamt fjölmörgum alþjóðlegum stofnunum og samtökum hafa bent á hversu sterk siðferðisleg rök hníga gegn notkun tanngreininga til aldursákvörðunar.“

Stjórnir allra fræðisviða eru hvattar til að taka afstöðu í málinu. „Jafnframt viljum við beina því til starfsfólks Háskóla Íslands að láta sig málefnið varða,“ segir í yfirlýsingunni sem er undirrituð af eftirfarandi:

Anh Dao Tran, nýdoktor

Ania Wozniczka, doktorsnemi

Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor

Arna H. Jónsdóttir, dósent

Auður Magndís Auðardóttir, doktorsnemi

Ársæll Arnarsson, prófessor

Áslaug B. Eggertsdóttir, verkefnastjóri

Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent

Bjarnheiður Kristinsdóttir, doktorsnemi

Charlotte Eliza Wolff, lektor

Elizabeth Lay, doktorsnemi

Ellen D. Gunnarsdóttir, aðferðafræðingur

Elsa Eiríksdóttri, dósent

Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnastjóri

Eva Harðardóttir, doktorsnemi

Eyja M. Brynjarsdóttir, aðjúnkt

Eyrún María Rúnarsdóttir, doktorsnemi

Freyja Haraldsdóttir, aðjúnkt og doktorsnemi

Guðrún Kristinsdóttir, prófessor emerita

Guðrún Ragnarsdóttir, lektor

Gunnar J. Gunnarsson, prófessor

Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent

Hanna Óladóttir, aðjúnkt

Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor

Ingibjörg Kaldalóns, lektor

Ingólfur Gíslason, aðjúnkt og doktorsnemi

Ingvar Sigurgeirsson, prófessor

Jóhanna Karlsdóttir, lektor

Katrín Johnson, verkefnastjóri

Katrín Ólafsdóttir, doktorsnemi og stundakennari

Kristian Guttesen, aðjúnkt

Kristján Jóhann Jónsson, dósent

Lilja M. Jónsdóttir, lektor

Oddný Sturludóttir, aðjúnkt og verkefnastjóri

Ólöf Garðarsdóttir, prófessor

Ósk Dagsdóttir, doktorsnemi og grunnskólakennari

Ragný Þóra Guðjohnsen, lektor

Randi W. Stebbins, verkefnastjóri

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, aðjúnkt og doktorsnemi

Sigríður Pétursdóttir, deildarstjóri

Sigrún Sif Jóelsdóttir, verkefnastjóri

Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, aðjúnkt

Sólveig Jakobsdóttir, dósent

Susan Gollifer, aðjúnkt og doktorsnemi

Svanborg Rannveig Jónsdóttir, dósent

Unnur Edda Garðardóttir, aðjúnkt

Valgerður S. Bjarnadóttir, doktorsnemi

Þórður Kristinsson, doktorsnemi

Þuríður Jóhannsdóttir, dósent

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár